Færslur: Halldór Eldjárn

Hugmyndir eru eins og kærleikur
Halldór Eldjárn er viðmælandi Hildar Kristínar Stefánsdóttur í hlaðvarpsþættinum Skaparanum í þessari viku. Halldór er tónlistarmaður og tölvunarfræðingur. Hann er í hljómsveitinni Sykur ásamt því að gera tónlist undir eigin nafni. Hann er einnig þekktur fyrir nýstárlega blöndu af tónlist, tækni og forritun en hann hefur til dæmis unnið með Ólafi Arnalds í að hanna sjálfspilandi píanó og sjálfur spilað á tónleikum þar sem vélmenni spiluðu á hljóðfæri.
05.11.2019 - 14:20
Landakortið sem tónverk
Persónlegi GPS-staðsetningarbúnaðurinn sem er kominn í öll helstu snjalltæki opnar ýmsa möguleika í listsköpun. Bræðurnir Halldór og Úlfur Eldjárn opnuðu á dögunum, sem hluta af Listahátíð í Reykjavík, nýtt verk sem nefnist GPS Reykjavík.
Hringur á fingri framlenging á rödd
„Hringurinn fylgir hreyfingunum mínum og býr bæði til effekta á röddina og stjórnar hljóðum; hvernig það breytist, hvort það kemur inn eða út eða hækkar og lækkar. Það hentar mér vel af því að ég er mjög mikið á iði.“ Þannig lýsir Ásta Fanney Sigurðardóttir listamaður tækninýjunginni Wave, sem er völundarsmíð íslenskra sérfræðinga hjá fyrirtækinu Genki Instruments.
Viðtal
Semur lög við 15 þúsund myndir úr geimnum
Ljósmyndir úr Apollo-geimferðaáætlun NASA leika stórt hlutverk í nýju tónlistarverki Halldórs Eldjárns, Poco Apollo, sem hleypt var af stokkunum í Mengi á dögunum. Halldór hefur skrifað forrit sem semur sérstakt lag við hverja ljósmynd úr fimmtán þúsund mynda safni NASA
05.05.2017 - 11:21
Tölvutónlist við tunglmyndir
Tónlistarmaðurinn Halldór Eldjárn hefur sett saman vefsíðu sem semur tónlist við þúsundir mynda úr Appolo leiðöngrum NASA á sínum tíma. Hægt er að skoða myndirnar og heyra tónlistina á vefsíðu sem Halldór hefur sett upp. Tónlistarmaðurinn var gestur Víðsjár á Rás 1 og hér fyrir ofan má heyra viðtal við hann.
12.04.2017 - 08:02