Færslur: Halla Hrund Logadóttir

Spegillinn
„Við verðum að vera bjartsýn og halda áfram“
Orkumálastjóri segir ekki nóg að framleiða meira af hreinni orku, það þurfi líka að hugsa framleiðsluferlið upp á nýtt og stóraauka áherslu á nýsköpun. Umbyltandi tækninýjungar hafi verið áberandi í umræðunni á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow, COP26. Hún segir ekki annað í boði en að fjárfesta nóg í þeim tæknilausnum sem þarf til að standa við markmið um kolefnishlutlausan heim fyrir árið 2050.