Færslur: hálkuslys

400 hálkuslys það sem af er ári
Rúmlega 500 hálkuslys voru skráð í kerfi bráðamóttöku Landspítalans í fyrra og það sem af er ári eru þau orðin fjögur hundruð.
Hálkuslys fá miðað við aðstæður
Eins og víða á landinu hefur verið mikil hálka verið á Akureyri síðustu daga. Læknir á bráðamóttöku segir slysin í raun mjög fá miðað við aðstæður.
Rúmlega 50 hafa leitað á slysadeild sökum hálkuslysa
Allt að 55 hafa leitað á slysadeild Landspítalans frá því í gærkvöld, eftir hálkuslys á höfuðborgarsvæðinu. Á milli klukkan átta í gærkvöldi, þegar þeir fyrstu byrjuðu að koma á slysadeildina, og klukkan átta í morgun leituðu fimmtán þangað. Síðan þá hafa tæplega fjörutíu bæst við, segir Jón Magnús Kristjáns­son, yfir­lækn­ir bráðalækn­inga á Land­spít­al­an­um. Áfram er varað við hálku víða um land.
29.11.2019 - 18:37
Innlent · Veður · Landspítali · hálkuslys · Slys · Hálka · færð
Féll á vespu og fótbrotnaði
Maður féll á litlu rafmagnsvélhjóli í Hveragerði um hádegisbilið. Hált var á götunni og hjólið mun hafa runnið til. Ökumaðurinn brotnaði á fæti og var fluttur á Slysadeild Landspítalans í Reykjavík.
14.12.2015 - 15:43