Færslur: Hálka

„Ekki algengt að vara við hálku á þessum tíma árs“
Hætta er á hálku í nótt á hæstu fjallvegum norðan- og vestanlands en von er á mjög köldu lofti til landsins. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Vegagerðinni, segir að svo mikill kuldi sé óalgengur á þessum tíma árs.
22.06.2022 - 19:18
Umferðaróhöpp og víða vetrarfærð á vegum
Þriggja bíla árekstur á varð á Miklubraut í Reykjavík nærri Skeifunni á öðrum tímanum í dag og var einn fluttur á slysadeild með minniháttar áverka. Verið er að hreinsa vettvang en búist er við einhverjum umferðartöfum vegna þessa.
05.05.2022 - 15:33
Töluverð fjölgun á bílatjónum vegna veðurs
Töluvert meira er um tjón á bílum það sem af er vetri miðað við síðustu tvo vetur, segir Hjalti Þór Guðmundsson, yfirmaður ökutækjatjóna hjá Sjóvá. Hurðir hafa fokið upp og utan í aðra bíla og svo hafa bílar runnið utan í aðra í fannfergi og hálku.
02.03.2022 - 17:50
Útvarpsfrétt
Flug raskast og hreinsa þarf niðurföll
Flugferðum innanlands sem og milli landa, hefur ýmist verið flýtt eða aflýst vegna veðursins í kvöld. Tryggingafélög hvetja fólk til að forða vatnstjóni og fara gætilega í hálkunni, helst á mannbroddum. „Hvet alla til að nota mannbrodda og passa sig sérstaklega. Þetta er hundleiðinlegt þegar aðstæðurnar eru svona. En ef allir passa sig og reyna að hjálpa hver öðrum og salta og sanda og reyna að brjóta klakann frá, þá vonandi meiða sig ekki mjög margir,“ segir Fjölnir Daði Georgsson, hjá TM.
21.02.2022 - 12:35
Þrengslavegi lokað - gul viðvörun í veðurkortunum
Veginum um Þrengsli hefur verið lokað vegna ófærðar en Hellisheiði er enn opin. Þar er þó þæfingsferð og skafrenningur líkt og víða á Vestur- og Suðurlandi. Björgunarsveitir á Suðurnesjum björguðu fólki í föstum bílum á Suðurstrandarvegi í kvöld. Gul veðurviðvörun tekur gildi á morgun.
Varað við fljúgandi hálku
Fljúgandi hálka er víða á höfuðborgarsvæðinu og frá klukkan átta í morgun hafa að minnsta kosti ellefu manns leitað á bráðamóttöku Landspítalans vegna hálkuslysa og segir Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttöku að viðbúið sé að fleiri leiti þangað þegar líður á daginn.
Hálkuslys fá miðað við aðstæður
Eins og víða á landinu hefur verið mikil hálka verið á Akureyri síðustu daga. Læknir á bráðamóttöku segir slysin í raun mjög fá miðað við aðstæður.
Síðdegisútvarpið
„Stefnir í með þyngstu dögum í hálkuslysum“
„Það þarf ekki nema eitt skref þar sem maður missir fótanna og þá getur skaðinn verið skeður,“ segir Hjalti Már Björnsson bráðalæknir á Bráðamóttöku Landspítalans. Allt stefni í að dagurinn verði einn sá þyngsti á deildinni í hálkuslysum.
06.12.2021 - 17:10
Lögregla varar við flughálku á höfuðborgarsvæðinu
Lögreglan varar við flughálku á höfuðborgarsvæðinu nú í morgunsárið. Ökutæki og starfsmenn borgarinnar sem sjá um söltun á götum borgarinnar eiga í erfiðleikum vegna mikillar hálku að því er fram kemur í tilkynningu.
Bílvelta rétt innan við Ólafsvík
Um­ferðarslys varð á Snæ­fellsnesi, um fimm kílómetra innan við Ólafs­vík, skömmu fyr­ir hádegið í dag.
28.02.2021 - 13:44
Lúmsk glerhálka á höfuðborgarsvæðinu
Fljúgandi hálka er víða á höfuðborgarsvæðinu nú í morgunsárið og rétt er að vara ökumenn við því. Glæran sést ekki vel á götum og hálkan því lúmsk. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er greiðfært á Reykjanesbraut, en vetrarfærð í flestum landshlutum, hálka, hálkublettir og snjóþekja.
17.01.2021 - 08:10
„Þetta er það versta sem ég hef séð í vetur“
Mikil hálka er nú á höfuðborgarsvæðinu og verið er að salta helstu aðalleiðir. Þröstur Víðisson, yfirverkstjóri hjá vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar biðlar til vegfarenda að fara með gát. „Þetta er stórhættulegt, sérstaklega vegna þess að þetta sést svo illa,“ segir Þröstur.
14.01.2021 - 06:25
Lögreglan varar við mikilli hálku á höfuðborgarvæðinu
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við mikilli hálku á götum og gangstéttum í borginni. Hiti er nú rétt yfir frostmarki en mikið rigndi í gærkvöldi og í nótt.
Hálka og vetrarfærð víða um land
Hálka og hálkublettir eru nú á vegum í flestum landsfjórðungum. Mest er hálkan á Norðurlandi og þar var sumstaðar flughált í morgun.
13.11.2020 - 16:02
Varasöm ísing á vegum á Suðvesturlandi og víðar
Veðurfræðingur Vegagerðarinnar, Einar Sveinbjörnsson, sendi fréttastofu ábendingu um að hætta sé á hálku á landinu suðvestanverðu í nótt. Þar eru vegir blautir og nú þegar létt hefur til og hægviðri dottið á er hætt við að varasöm ísing myndist á flestum vegum á suðvesturhorninu og því rétt að aka enn varlegar en ella.
31.10.2020 - 23:54
„Komin leysing og vegir eru að detta í flughálku" 
Gefin hefur verið út gul veðurviðvörun fyrir Norðurland eystra og austanvert landið í dag. Fólk er hvatt til að huga að lausamunum og fara varlega í umferðinni. Gera má ráð fyrir umhleypingasömu veðri næstu daga.
27.12.2019 - 11:38
Innlent · Veður · Ófærð · Hálka
Rúmlega 50 hafa leitað á slysadeild sökum hálkuslysa
Allt að 55 hafa leitað á slysadeild Landspítalans frá því í gærkvöld, eftir hálkuslys á höfuðborgarsvæðinu. Á milli klukkan átta í gærkvöldi, þegar þeir fyrstu byrjuðu að koma á slysadeildina, og klukkan átta í morgun leituðu fimmtán þangað. Síðan þá hafa tæplega fjörutíu bæst við, segir Jón Magnús Kristjáns­son, yfir­lækn­ir bráðalækn­inga á Land­spít­al­an­um. Áfram er varað við hálku víða um land.
29.11.2019 - 18:37
Innlent · Veður · Landspítali · hálkuslys · Slys · Hálka · færð
Þrjú umferðaróhöpp á Norðurlandi vegna launhálku
Þrjú umferðaróhöpp hafa orðið í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi vestra í dag. Engin alvarleg slys urðu á fólki en talsvert eignatjón. Lögreglan segir mjög varasamar aðstæður hafa skapast á svæðinu vegna hálku og hvetur fólk til að fara varlega.
21.11.2019 - 16:37
Nokkur umferðaróhöpp á Akureyri vegna hálku
Sjö minniháttar umferðaróhöpp hafa orðið innanbæjar á Akureyri í dag. Mikið snjóaði á Akureyri í nótt og hálka er á götum bæjarins. Að sögn lögreglunnar hafa engin meiðsl orðið á fólki en talsvert tjón á bílum.
22.10.2019 - 12:33