Færslur: hálendið

Utanvegaakstur norðan Kerlingarfjalla
Akstur utan vega virðist verða sífellt algengari. Nú má sjá ljót hjólför eftir tvær bifreiðar norðan Kerlingarfjalla. Á sama stað og franskir ferðamenn keyrðu utan vegar í fyrra. Þeir fengu 400 þúsund króna sekt.
29.06.2019 - 15:03
Óku utan vegar að Fjallabaki þrátt fyrir bann
Þegar landverðir Umhverfisstofnunar komu til starfa að Fjallabaki í byrjun sumars var talsvert af akstursförum utan vegar með fram stofnvegum innan friðlandsins. Svo virðist sem að ökumenn hafi farið inn fyrir lokanir, virt akstursbann í vor að vettugi og ekið utan vegar fram hjá snjósköflum sem enn voru veginum.
20.06.2019 - 11:02
Útlit fyrir blautt og heitt sumar
Gera má ráð fyrir þokkalegum hlýindum hér á landi í sumar, einkum á hálendinu sem og norðan- og austanlands. Búast má við meiri úrkomu en venjulega á sömu svæðum. Þetta kemur fram í þriggja mánaða veðurspá Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings.
16.05.2019 - 07:46
Konu leitað í Kverkfjöllum - Fannst fljótlega
Lögreglunni á Norðurlandi eystra barst tilkynning skömmu fyrir klukkan átta í kvöld vegna konu sem saknað væri í Kverkfjöllum. Hún hafði ætlað að ganga ein að upptökum Jökulsár en ekki skilað sér á réttum tíma. Leit hófst en konan fannst skömmu síðar.
21.07.2018 - 22:35
Ferðamenn biðjast afsökunar á utanvegaakstri
Franskir ferðamenn sem staðnir voru að því að keyra utan vegar í Kerlingarfjöllum á mánudaginn hafa beðist afsökunar á framferði sínu og biðla til þjóðarinnar að fá að halda áfram för sinni um landið án þess að verða fyrir aðkasti. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá hópnum.
18.07.2018 - 01:11
Ferðamenn sektaðir um 400.000 krónur
Franskir ferðamenn á tveimur jeppum hafa verið sektaðir um 200.000 krónur hvor vegna utanvegaaksturs í Kerlingarfjöllum í gær. Þeir voru yfirheyrðir á lögreglustöðinni á Selfossi í morgun og greiddu sektina.
16.07.2018 - 13:33
Hálendisvakt Landsbjargar hefst í dag
Fyrsti starfsdagur hálendisvaktarinnar er í dag og er þetta þrettánda sumarið sem hún er starfrækt. Af því tilefni standa félagar úr hópi björgunarsveita fyrir fræðslu við fimmtíu vinsæla ferðamannastaði um land allt.
29.06.2018 - 12:06
Vara við stormi og hviðum við Eyjafjörð
Vegagerðin varar við snörpum og hættulegum hviðum undir bröttum fjöllunum beggja vegna Eyjafjarðar frá því seint í nótt og fram yfir hádegi á sunnudag. Spáð er suðvestanstormi og byljóttum vindi á þessum slóðum og í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að gera megi ráð fyrir að hviðurnar verði allt að 40 - 45 metrar á sekúndu á veginum frá Akureyri og út á Ólafsfjörð, og líka í Ljósavatnsskarði og Köldukinn.
19.05.2018 - 23:12
Miðstöð í Landmannalaugum í umhverfismat
Bygging á þjónustumiðstöð í Landmannalaugum er háð umhverfismati því hún getur haft umtalsverð umhverfisáhrif í för með sér. Áætlað er að heildaruppbygging verði um 2.000 fermetrar fyrir utan palla og stíga.
20.02.2018 - 23:56
Annríki hjá hálendisvakt Landsbjargar
Hálendisvakt Landsbjargar aðstoðaði 150 manns í fyrstu viku vaktarinnar sem hófst 1. júlí. Flestir hálendisvegir hafa verið opnaðir. Björgunarsveitir eru staðsettar á þremur stöðum á hálendinu, í Dreka norðan Vatnajökuls, að Fjallabaki og á Sprengisandi.
08.07.2016 - 08:57
Náttúrufegurð orðin þungavigtar efnahagsafl
Stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands virðist vera hugmynd hvers tími er kominn. Tímamóta viljayfirlýsing náttúruverndarhreyfingarinnar, útivistarsamtaka og Samtaka ferðaþjónustunnar um málið var kynnt nýlega. Aukning þjóðartekna af hraðvaxandi ferðamannastraumi hefur orðið til þess að náttúrufegurð, sem áður var ekki reiknuð inn í umhverfismat og arðsemisútreikninga er nú „orðin þungavigtar efnahagsafl í samfélaginu,“ eins og Andri Snær Magnason rithöfundur orðar það.
  •