Færslur: hakkarar

Hakkari fékk óútskýrða fúlgu fjár frá Google
Bandaríski tölvusérfræðingurinn Sam Curry, sem sjálfur titlar sig hakkara, uppgötvaði á dögunum óvæntan búhnykk úr óvæntri átt á bankareikningi sínum: Hátæknirisinn Google hafði greitt honum 249.999 Bandaríkjadali, jafnvirði um 35 milljóna króna, án nokkurra skýringa.
18.09.2022 - 04:15
Eistland: Þung tölvuárás gerð á fyrirtæki og stofnanir
Þung tölvuárás var gerð á fyrirtæki og stjórnarstofnanir í Eistlandi í gær. Hópur rússneskra tölvuþrjóta lýsir yfir ábyrgð á árásinni sem gerð var daginn eftir að yfirvöld fjarlægðu stríðsminnismerki í borg nærri landamærunum að Rússlandi.
Áhyggjuefni ef þrjótar færa sig yfir í gagnagíslingar
Netöryggissérfræðingur býst við fleiri netárásum frá rússneskum tölvuþrjótum á borð við þá sem gerð var á innviði í Litáen í gær. Mesta áhyggjuefnið sé ef þrjótarnir færa sig úr álagsárásum í gagnagíslingarárásir.
28.06.2022 - 13:39
Hakkarar hóta að koma í veg fyrir sigur Úkraínu
Rússneskir hakkarar, sem ganga undir nafninu Killnet, hafa hótað að hafa áhrif á úrslit símakosningar Eurovision og koma þannig í veg fyrir sigur Úkraínu í söngvakeppninni.
14.05.2022 - 15:34
Innbrotið í gagnakerfi Strætó enn til rannsóknar
Rannsókn sérfræðinga Syndis og Advania stendur enn yfir á innbroti tölvuþrjóta í netkerfi Strætó. Framkvæmdastjóri Strætó segir ekkert tjón hafa orðið en segir vont að hafa misst persónulegar upplýsingar í hendur óprútttinna manna.
Brotist inn í gagnabanka Alþjóða Rauða krossins
Óprúttnir glæpamenn hökkuðu sér leið inn í gagnabanka Alþjóða Rauða krossins og komust þannig yfir upplýsingar um hundruð þúsunda skjólstæðinga samtakanna og systursamtaka þeirra, Rauða hálfmánans. Robert Mardini, aðalframkvæmdastjóri Rauða krossins, segist sleginn og ráðalaus vegna gagnastuldsins.
20.01.2022 - 03:42
Vefsíða Donalds Trumps hökkuð
Tölvuþrjótur hakkaði sér leið inn á vefsíðu Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í gær og gjörbreytti því sem þar var að finna um hríð. Í stað myndar af glaðlegum og brosandi Trump með Hvíta húsið í bakgrunni og texta þar sem óskað er eftir fjárframlögum birtist lesendum boðskapur sem sóttur er í kóraninn og íslömsk gildi.
Þú veist betur
„Mamma þolir ekki þegar ég lýsi mér sem atvinnuhakkara“
Internetið olli straumhvörfum í lífi okkar. Allt í einu gat fólk í ólíkum heimshlutum átt í nánari samskiptum, sent hluti sín á milli og farið að stunda bankaviðskipti án þess að fara í útibú og tala við einhvern. Eftir því sem fleiri hlutir tengjast netinu og heimili okkar, símar og þvottavélar eru til að mynda sífellt tengd, vaknar spurningin, hversu örugg erum við í raun?
17.03.2021 - 09:18
Rússar hafna ásökunum um tölvuinnbrot
Andrei Kelin sendiherra Rússlands í Bretlandi segir útilokað að Rússar hafi liðsinnt tölvuþrjótum við innbrot í tölvukerfi rannsóknarstofa sem vinna að þróun bóluefnis gegn Covid-19.
19.07.2020 - 00:48