Færslur: Hagtölur

Mæla gegn því að Þjóðhagsstofnun færi þjóðhagsreikninga
Seðlabanki Íslands mælir eindregið gegn því að fyrirhugaðri Þjóðhagsstofnun verði falið að færa þjóðhagsreikninga, eins og lagt er til í frumvarpi um stofnun slíkrar stofnunar. Það sé nú á forsjá Hagstofu Íslands, sem er áþekkt fyrirkomulag og er í nálægum löndum og engin ástæða sé til að breyta því.
29.11.2020 - 14:05
Heildarframlög til menntamála námu rúmum 200 milljörðum
Heildarframlög hins opinbera til fræðslu- og menntamála í fyrra voru rúmir 200 milljarðar eða 203.817 milljónir, miðað við um190 milljarða 2018 og og tæplega 180 milljarða árið 2017. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofunnar.
Spegillinn
Einbúar: „Aldrei fengið hrærivél í jólagjöf“
„Það er eins og það sé ekki alveg litið á þetta sem alvöru heimili og svolítið horft á þetta sem tímabundið ástand þangað til ég finn mér nú mann og byrja að búa,“ þetta segir kona sem býr ein. Spegillinn hefur síðustu daga fjallað um stöðu einbúa. Það fylgja því ýmsir kostir að búa einn, svo sem frelsi og fullkomin yfirráð yfir fjarstýringunni, en það getur líka verið einmanalegt og fólki sem býr eitt finnst fjölskyldusamfélagið Ísland stundum ekki gera ráð fyrir sér.
Fréttaskýring
Færeyjar: „Lífið er orðið meira spennandi“
„Fyrir nokkrum árum fannst okkur mörgum svolítið eins og við værum ekki nógu góð og landið ekki nógu stórt en nú erum við stolt af því að vera Færeyingar.“ Þetta segir forstjóri Hugskotsins, frumkvöðlaseturs í Þórshöfn. Íbúar Færeyja hafa aldrei verið fleiri. Fæðingartíðnin hækkar og fleiri flytja heim. Það er uppgangur í efnahagslífinu og stjórnvöld hafa gripið tækifærið, ráðist í aðgerðir til að halda í unga fólkið og lokka brottflutta aftur til eyjanna. 
30.08.2018 - 17:53
 · Færeyjar · Byggðamál · Hagtölur · Erlent · Evrópa
Vonir bundnar við hreysti framtíðaröldunga
Öldruðum á eftir að fjölga mikið á næstu áratugum. Áhersla á heimaþjónustu, heilsueflingu og þjálfun fer vaxandi en dugar það til? Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu, telur ekki raunhæft að útgjöld til hjúkrunarheimila verði stóraukin á næstu áratugum en hvað þýðir það? Þarf þá að skerða þjónustuna?
Íslendingar áfram með yngri þjóðum í Evrópu
Íslendingar verða áfram meðal yngstu þjóða í Evrópu næstu áratugina ef marka má nýja mannfjöldaspá Hagstofunnar sem nær fram til ársins 2065. Gert er ráð fyrir að landsmönnum fjölgi um rúmlega hundrað þúsund á næstu fimm áratugum.
29.06.2016 - 13:40