Færslur: Hagstofa Íslands

Æ fleiri Íslendingar ná hundrað ára aldri
Í júlí á þessu ári voru í fyrsta sinn 60 Íslendingar hundrað ára og eldri á lífi. Nú í árslok var fjöldinn kominn niður í 46, sjö karla og 39 konur.
31.12.2020 - 06:23
Fólksfjölgun hæg en Íslendingar yngri en íbúar ESB
Samkvæmt miðspá mannfjöldaspár Hagstofu Íslands verða íbúar landsins 461 þúsund árið 2069, bæði vegna fólksflutninga og vegna náttúrulegrar fjölgunar. Til samanburðar var mannfjöldinn 364 þúsund 1. janúar í ár. Hagstofa Íslands hefur framreiknað mannfjöldann fyrir tímabilið 2020-2069 á grundvelli tölfræðilíkana fyrir búferlaflutninga, frjósemi og dánartíðni.
17.12.2020 - 16:13
Hagstofan tekur manntal í ársbyrjun 2021
Hagstofa Íslands tekur manntal í byrjun næsta árs, það fyrsta í tíu ár. Morgunblaðið greinir frá og vísar í bréf sem Hagstofan sendi sveitarstjórnum á landinu, þar sem þess er óskað að þær veiti ýmsar upplýsingar um íbúa sveitarfélaganna. Manntal var síðast tekið hér á landi árið 2011, en þar áður árið 1981.
15.12.2020 - 05:19
Mæla gegn því að Þjóðhagsstofnun færi þjóðhagsreikninga
Seðlabanki Íslands mælir eindregið gegn því að fyrirhugaðri Þjóðhagsstofnun verði falið að færa þjóðhagsreikninga, eins og lagt er til í frumvarpi um stofnun slíkrar stofnunar. Það sé nú á forsjá Hagstofu Íslands, sem er áþekkt fyrirkomulag og er í nálægum löndum og engin ástæða sé til að breyta því.
29.11.2020 - 14:05
Brotthvarf frá námi hefur aldrei mælst minna
Aldrei hefur hærra hlutfall þeirra sem skráðir eru í framhaldsskóla hér á landi útskrifast og brotthvarf frá námi hefur aldrei mælst minna. Þetta sýnir ný samantekt Hagstofu Íslands. 60% þeirra sem hófu framhaldsskólanám haustið 2015 höfðu útskrifast fjórum árum síðar. Eftir því sem fólk er yngra þegar það flytur hingað til lands, þeim mun líklegra er að það ljúki framhaldsskólanámi á tilsettum tíma.
03.11.2020 - 14:03
Forsætisráðuneytið lætur Hagstofu rannsaka launamun
Forsætisráðuneytið undirritaði í gær samning við Hagstofu Íslands um að gera rannsókn á launamun kvenna og karla. Um er að ræða fyrstu rannsókn á launamun kynjanna frá því að lög um jafnlaunavottun tóku gildi árið 2018.
Mesti slaki á vinnumarkaði í fimm ár
9.900 voru atvinnulaus í september sem er 4,9% af vinnuaflinu. Samtals voru 207.100 einstaklingar á aldrinum 16-74 ára að jafnaði á vinnumarkaði í september. Það jafngildir 79,2% atvinnuþátttöku. Áætlað hlutfall starfandi fólks af mannfjölda var 76,0%.
Samdráttur á flestum sviðum en bjartara framundan
Einn mesti samdráttur landsframleiðslu á Íslandi í heila öld blasir við á árinu 2020. Horfur eru á að landsframleiðslan dragist saman um allt að 7,6%. Atvinnuleysi er í sögulegu hámarki og getur átt eftir að aukast. Verðbólga ársins mælist um 2,8%.
Ríkustu 10% eiga 44% eigna á Íslandi
Heildareignir fjölskyldna á Íslandi jukust um 8,6% frá 2018 til 2019, eða úr 6.855 milljörðum króna í 7.442 milljarða króna. Þau 10% sem eiga mest eiga um 44% af heildareignum.
78 milljarða hallarekstur ríkisins á öðrum ársfjórðungi
Afkoma hins opinbera á öðrum ársfjórðungi þessa árs var neikvæð um 78,4 milljarða króna eða því sem nemur 11,2% af vergri landsframleiðslu. Efnahagsaðgerðir stjórnvalda sem gripið var til vegna kórónuveirufaraldursins hafa haft neikvæð áhrif á tekjuöflun og útgjöld ríkisins
58% færri gistinætur en þreföldun hjá Íslendingum
Ætla má að 58% samdráttur hafi orðið á fjölda gistinótta á hótelum í ágúst miðað við árið í fyrra. Íslendingum fjölgaði mikið, en gistinætur erlendra ferðamanna drógust saman.
08.09.2020 - 09:45
Hrun í fjölda gistinótta - Íslendingar 71% hótelgesta
Fjöldi greiddra gistinátta í júlí dróst saman um 57% samanborið við júlí 2019. Um 71% gistinátta voru skráðar á Íslendinga, eða um 476 þúsund, en 191 þúsund nætur voru skráðar á erlenda gesti. Gistinætur í júlí í fyrra voru rúmlega 1,5 milljónir, en um 667 þúsund í ár.
31.08.2020 - 11:25
Gjaldþrotum virkra fyrirtækja fjölgaði um 42 prósent
Virk fyrirtæki sem fóru í gjaldþrot á tímabilinu apríl til júlí á þessu ári voru 42 prósentum fleiri en á síðasta ári. 285 fyrirtæki voru lýst gjaldþrota á tímabilinu og 153 þeirra voru virk á síðasta ári.
27.08.2020 - 09:30
Samdráttur gistinótta minni í júlí en júní
Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands voru gistinætur á hótelum í júlí 269 þúsund. Í sama mánuði í fyrra voru þær 507.800. Samdráttur milli ára er því 47 prósent. Í júní fækkaði gistinóttum á hótelum um 79 prósent milli ára og í maí var samdrátturinn 86 prósent.
07.08.2020 - 13:31
Þetta er áskorun, segir bæjarstjórinn í Reykjanesbæ
Eitt af hverjum tíu ungmennum á Suðurnesjum var hvorki í vinnu né skóla árið 2018 og mældist það hæsta hlutfallið á landinu. Þetta kom fram í tölum sem Hagstofa Íslands birti í morgun. Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ segir að gripið hafi verið til fjölbreyttra aðgerða til að efla stöðu ungs fólks á svæðinu og er bjartsýnn á árangurinn.
06.08.2020 - 17:41
Meira en tíundi hver 19 ára hvorki í vinnu né skóla
Fleiri íslensk ungmenni voru hvorki í námi né vinnu árið 2018 en árið áður. Mesta aukningin varð hjá 19 ára ungmennum, en meira en tíundi hver á þeim aldri var í þessum hópi. Hæsta hlutfallið var á Suðurnesjum og leita þarf aftur til ársins 2009 til að finna sambærilegar tölur.
06.08.2020 - 10:40
2,5% af opinberum útgjöldum fóru til menningarmála
Opinber útgjöld til menningarmála hér á landi námu 2,5% af heildarútgjöldum ársins 2018 og 0,5% heildarútgjalda var varið til fjölmiðla. Langstærsti útgjaldaliður ríkisins til fjölmiðlunar rann til Ríkisútvarpsins. Ísland er í þriðja sæti yfir þau lönd í Evrópu sem verja mestu til menningar. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofu Íslands.
72% færri gistinætur í júní í ár en í fyrra
Heildarfjöldi greiddra gistinátta í júní dróst saman um 72% samanborið við júní í fyrra. Þar af fækkaði gistinóttum á hótelum um 79% og um 75% á gistiheimilum. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofu Íslands.
31.07.2020 - 11:46
Atvinnuleysi minnkar um 6,4 prósentustig milli mánaða
Atvinnuleysi í júnímánuði mældist 3,5 prósent samkvæmt bráðabirgðatölum frá Hagstofu Íslands. Hlutfallið lækkaði um 6,4 prósentustig frá því í maí þegar það mældist 9,9 prósent.
Tæp 6% landsmanna búsett í strjálbýli
Innan við 6% landsmanna búa í strjálbýli samkvæmt Hagstofu Íslands. Hagstofan birti í dag uppfærðar tölur um þéttbýlisstaði og byggðakjarna, en með strjálbýli er átt við sveit eða byggðakjarna þar sem íbúar eru innan við 200.
22.07.2020 - 09:45
Landsmönnum fjölgaði um 560
Landsmönnum fjölgaði um 560 á öðrum ársfjórðungi samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar. Þann 1. júlí bjuggu 366.700 manns á Íslandi, 188.330 karlar og 178.370 konur. Á höfuðborgarsvæðinu bjuggu 234.910 manns en 131.790 utan þess.
18.07.2020 - 10:18
9% hótelherbergja í nýtingu í maí
9% hótelherbergja á landinu voru í nýtingu í maí, gistinóttum fækkaði þá um 87% samanborið við maí í fyrra og 47 hótel lokuðu í mánuðinum. Staðan var nokkuð betri í júní.
Samdráttur í launagreiðslum á fyrri hluta árs
Heildarsumma staðgreiðsluskyldra launa á Íslandi dróst saman á fyrri hluta árs 2020. Þetta kemur fram í gögnum frá Hagstofu Íslands. Samdrátturinn nam 2,8 prósentum frá janúar til og með maí á þessu ári miðað við sama tíma í fyrra.
10.07.2020 - 10:14
Mest hlutfallsleg fjölgun á Norðurlandi vestra
Íbúum á Norðurlandi vestra fjölgaði hlutfallslega mest á fyrstu mánuðum ársins. Fækkun varð á Vestfjörðum og Norðurlandi eystra. Sveitarstjórinn í Skagafirði segir að hæg fjölgun hafi orðið síðustu þrjú til fjögur ár, eftir mögur ár þar á undan.
3.600 færri laus störf en í fyrra
Laus störf á íslenskum vinnumarkaði voru um 2.600 á öðrum ársfjórðungi í ár samkvæmt starfaskráningu Hagstofu Íslands. Starfaskráning Hagstofunnar hófst á fyrsta ársfjórðungi í fyrra, fjöldi starfa hefur ekki mælst lægri síðan.