Færslur: Hagstofa Íslands

Vara við svikapósti sem sendur er í nafni Hagstofunnar
Varað er við því á vef Hagstofu Íslands að fólk hafi fengið senda undarlega tölvupósta sem sagðir eru frá stofnuninni. Heiti þeirra er Hagstofan deilir skrá með þér. Pósturinn er ekki frá stofnuninni og eru þeir sem hafa fengið slíkt hvattir til að eyða póstinum strax og smella ekki á tengla í honum né opna viðhengi.
Íbúafjölgun á Akureyri ein sú mesta frá upphafi
Mikill viðsnúningur hefur orðið í mannfjöldaþróun í Akureyrarbæ á þessu ári miðað við síðustu ár. Það sem af er þessu ári hefur bæjarbúum fjölgað um nærri 300 og ef fram fer sem horfið gæti fjölgunin í ár orðið sú þriðja mesta frá upphafi.
Launamunur kynja dregst saman - „Þokumst í rétta átt“
Launamunur karla og kvenna hefur dregist saman síðustu ár og á það jafnt við um atvinnutekjur og óleiðréttan og leiðréttan launamun. Forsætisráðherra segir stöðuna þokast í rétta átt.
Kórónuveirukreppan sú næstdýpsta frá upphafi mælinga
Samdráttur landsframleiðslu í kórónuveirukreppunni er sá næstmesti frá því mælingar hófust árið 1945. Bankahrunið haustið 2008 leiddi af sér meiri samdrátt en síldarþurrðin á sjöunda áratugnum hafði minni áhrif.
Ársverðbólga með því hæsta í Evrópu
Ársverðbólga á Íslandi er sú sjöunda hæsta í Evrópu. Þetta kemur fram í tölum frá Eurostat, sem birtar eru á vef Hagstofunnar.
19.08.2021 - 10:20
Morgunvaktin
Skapandi greinar eru ört vaxandi svið samfélagsins
„Listir og menning eru samfélags-spegillinn okkar og þar sjáum við jafnvel inn í framtíðina. Listamenn eru naskir á að sýna hvað bíður okkar,“ segir Anna Hildur Hildibrandsdóttir, fagstjóri skapandi greina við Háskólann á Bifröst. Hún segir mikilvægt að stjórnvöld og almenninngur átti sig á mikilvægi menninngar og lista og þess sem kallaðar eru skapandi greinar, bæði fyrir lífsgæðin í landinu og fyrir hagkerfið.
Fjölgar mest í nágrenni höfuðborgarsvæðisins
Íbúum í sveitarfélögum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins hefur fjölgað hraðast á landinu á síðustu fimm árum.
02.08.2021 - 21:11
Félagsstarf Ásatrúarmanna hefst í Öskjuhlíð undir haust
Jóhanna G. Harðardóttir starfandi allsherjargoði segir hægt en vel miða við byggingu hofs Ásatrúarfélagsins í Öskjuhlíð. Nú styttist í að hluti starfseminnar flytji þangað inn.
Grunnlaun hækkuðu um 6,6% að meðaltali árið 2020
Grunnlaun á Íslandi hækkuðu um hátt í sjö af hundraði á liðnu ári. Lægstu laun á Íslandi árið 2020 voru í gisti- og veitingarekstri en einnig í meðhöndlun úrgangs, og störfum við vatns- og fráveitur. Hæst voru regluleg mánaðarlaun og heildarlaun hins vegar í fjármála- og vátryggingarstarfsemi.
Meðallaunin 794 þúsund krónur á mánuði
Regluleg laun launafólks í fullu starfi á síðasta ári voru að meðaltali 670 þúsund krónur en um helmingur launþega var með regluleg laun á bilinu 480-749 þúsund krónur. Sé litið til heildarlauna var helmingur með laun á bilinu 570-908 þúsund krónur á mánuði, eða að meðaltali 794 þúsund krónur.
12.07.2021 - 11:13
Þróun fasteignaverðs stærsti óvissuþátturinn
Hagfræðideild Landsbankans spáir því að ársverðbólga mælist 4,4% í júlí, eða 0,1 prósentustigi hærra en nú er.
Aflétting takmarkana hefur ekki mikil áhrif á verðbólgu
Aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur að verðbólga hér á landi verði nokkuð mikil fram á mitt næsta ár. Nýbirtar tölur Hagstofunnar sýna 4,3% verðbólgu undanfarna tólf mánuði. 
7.600 laus störf
Áætlað er að um 7.600 störf hafi verið laus á öðrum ársfjórðungi 2021, samkvæmt starfaskráningu Hagstofunnar. Mönnuð störf voru 183.000 og hlutfall lausra starfa því um 4,0%.
29.06.2021 - 09:15
Þjónustuútflutningur dróst saman um 50%
Verðmæti þjónustuútflutnings dróst saman um 50 prósent á tímabilinu maí 2020 til apríl 2021 miðað við sama tímabil árið áður. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar.
28.06.2021 - 09:53
Atvinnuleysi dróst saman um 2,8 prósentustig
Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands var atvinnuleysi 5,8% í maí 2021. Atvinnuleysi dróst saman um 2,8 prósentustig á milli mánaða.
24.06.2021 - 09:19
Launavísitalan hækkaði um 0,4% í maí
Laun hækkuðu að jafnaði um 0,4% á milli mánaða í maí, samkvæmt launavísitölu Hagstofunnar. 
Losun vegna flugvéla hrynur annað árið í röð
Losun vegna flugsamgangna íslenskra flugfélaga dróst saman um 68 prósent á milli áranna 2019 og 2020. Það var annað árið í röð sem losun dróst saman, af ólíkum ástæðum þó.
02.06.2021 - 15:25
Verðbólgan hjaðnar milli mánaða
Verðbólgan hjaðnar frá því í apríl en hún mælist nú 4,4 prósent en hún var 4,6 prósent í apríl. Húsnæðisverð hefur vegið þyngst í hækkunum verðbólgu undanfarna mánuði en Seðlabankinn spáir því að verðbólgumarkmiðum verði náð fyrir lok árs.
Íslendingar lifa lengur þrátt fyrir heimsfaraldur
Meðalævilengd og lífslíkur Íslendinga eru enn meðal þeirra mestu í Evrópu. Heimsfaraldur COVID-19 hafði mjög lítil áhrif á lífslíkur hérlendis.
Spá fjölgun ferðamanna og auknum hagvexti næstu ár
Landsbankinn og Íslandsbanki eru nokkuð á sama máli um verðbólguþróun næstu missera og ára. Hagdeildir beggja banka telja hámark verðbólgu vera að nást og að verðbólgumarkmið Seðlabanka náist áður en langt um líður.
Íslendingar lifa lengi og líður nokkuð vel á efri árum
Niðurstöður könnunar benda til að COVID-19 hafi ekki haft mikil áhrif á heilsu fólks 67 ára og eldri. Ævi Íslendinga hefur lengst tölvuvert undanfarna áratugi og líðanin virðist almennt góð þótt árin færist yfir.
Íslenskar konur eignast færri börn og síðar á ævinni
Frjósemi á Íslandi dróst örlítið saman frá 2019-2020, úr 1,75 lifandi fæddum börnum á ævi hverrar konu niður í 1,72. Árið 2018 var frjósemin 1,7 barn og hafði aldrei verið minni. Íslenskar konur eignast börn síðar á ævinni en áður var.
09.04.2021 - 13:47
Sextíu ár liðin frá setningu laga um launajöfnuð kynja
Með lögum sem Alþingi samþykkti 27. mars 1961, fyrir sextíu árum, var ákveðið að konum og körlum skyldi greiða sömu laun fyrir sömu störf. Þriggja manna launajafnaðarnefnd skyldi ákveða launahækkanir uns fullum jöfnuði yrði náð að sex árum liðnum.
Íslendingar vinna minna og upplifa síður skort
Vinnuvikan hefur styst allverulega hjá Íslendingum undanfarin ár og er það til marks um að Íslendingar hafi í ríkari mæli náð jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Þeim fækkar sem upplifa skort.
16.03.2021 - 08:32
Velsældarvísum ætlað að greina lífsgæði Íslendinga
Undanfarin ár hefur jafnvægi milli vinnu og einkalífs aukist á Íslandi. Hlutfall þeirra sem skortir efnis- og félagsleg gæði minnkaði úr 5,8% árið 2014 niður í 2,9% árið 2018 en hlutfall lágra tekna hefur haldist stöðugt um 10% frá 2004 til 2018.