Færslur: Hagstofa Íslands

Verðbólga hjaðnar annan mánuðinn í röð
Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 9,3% og minnkar milli mánaða, fer úr 9,7%. Hæst fór hún í júlí þegar hún náði 9,9%.
Spá verðbólgulækkun því íbúðaverð á niðurleið
Verðbólga lækkar meira en spáð var því húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hefur lækkað. Greinendur telja að hún lækki um hálft prósentustig frá því sem var í júní. 
Atvinnuleysi 4,5 prósent í ágúst
Atvinnuleysi var 4,5 prósent í ágúst samkvæmt árstíðarleiðréttum niðurstöðum vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofu Íslands. Atvinnuleysi dróst saman um 1,3 prósentustig samanborið við ágúst í fyrra. Sérfræðingur í vinnumarkaðstölfræði hjá Hagstofu Íslands segir vinnumarkaðinn vera að jafna sig eftir kórónuveirufaraldurinn.
22.09.2022 - 10:47
Nýskráningum einkahlutafélaga fjölgar ört
Nýskráningum einkahlutafélaga fer hratt fjölgandi miðað við fyrri ár. Á síðasta ári voru 3.224 einkahlutafélög nýskráð hér á landi, sem er 30 prósenta aukning frá árinu þar á undan.
06.09.2022 - 09:10
Segir varasamt að draga ályktanir af verðbólguhjöðnun
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir varasamt að draga of miklar ályktanir af því að ársverðbólga hafi hjaðnað í fyrsta sinn frá því í júní í fyrra. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands, sem birtar voru í morgun, stendur verðbólga á ársgrundvelli í 9,7 prósentum. Hún var í 9,9 prósent í síðasta mánuði.
Atvinnuleysi stendur nánast í stað og var 3,2% í júlí
Atvinnuleysi hérlendis var 3,2% í júlímánuði og stendur nánast í stað á milli mánaða. Samkvæmt nýjum tölum frá Vinnumálastofnun fækkaði atvinnulausum um 396 á milli mánaða. Þau sem voru án vinnu í júlí voru 6.279, 3.402 karlar og 2.877 konur.
11.08.2022 - 12:10
Aðfluttir aldrei fleiri frá því mælingar hófust
Á öðrum ársfjórðungi þessa árs fluttu 3.600 fleiri hingað til lands en fluttu af landi brott. Það er mestur fjöldi frá því mælingar Hagstofunnar hófust árið 2009. Alls fluttust 5.050 manns hingað til lands á öðrum ársfjórðungi 2022 en 1.450 fluttu af landi brott. 
28.07.2022 - 10:03
Eignir landsmanna jukust um 11% en skuldir um 10%
Eignir landsmanna jukust um tæplega ellefu prósent frá 2020-2021 en á sama tíma jukust skuldir um nærri tíu prósent. Fólk á aldrinum 45-59 ára var að meðaltali tekjuhæst meðan ungmenni höfðu minnstu tekjurnar.
14.07.2022 - 11:42
Gistinætur þrefaldast milli ára
Skráðar gistinætur á Íslandi voru um 557.700 í maí og nær þrefölduðust frá sama mánuði í fyrra. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofunni. Gistinætur Íslendinga voru um fimmtungur þeirra, eða 119.700, en gistinætur erlendra ferðamanna um 438.000.
Mikil verðbólga, hagvöxtur og einkaneysla
Verðbólga verður sjö og hálft prósent að meðaltali á árinu, samkvæmt þjóðhagsspá Hagstofunnar, og hagvöxtur rétt rúm fimm prósent. Einkaneysla er meiri og erlendir ferðamenn fleiri en Hagstofan spáði í mars. Þá eiga áhrif stríðsins eftir að vara lengur en áður var talið.
Aldrei hafa fleiri Íslendingar farið úr landi í maí
Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 112 þúsund í maí. Aldrei hafa fleiri Íslendingar yfirgefið landið í maímánuði.
10.06.2022 - 09:36
Maður á að „hlusta á tölurnar og sjá söguna í þeim“
Ólöf María Steinarsdóttir, 17 ára nemandi við Tækniskólann í Reykjavík, hreppti annað sætið í Evrópsku tölfræðikeppninni á dögunum þar sem um 17 þúsund ungmenni frá nítján Evrópulöndum öttu kappi.
Í öðru sæti í evrópskri tölfræðikeppni ungmenna
Evrópska tölfræðikeppnin fór fram hérlendis í vetur í fyrsta sinn og voru þá Íslendingar jafnframt þátttakendur í fyrsta sinn. Íslendingur náði góðum árangri á mótinu og hlaut önnur verðlaun fyrir tölfræðigreiningu á losun gróðurhúsalofttegunda.
Rúm 6% ungmenna ekki í vinnu, námi eða starfsþjálfun
Áætlað er að um 2.500 íslensk ungmenni á aldrinum 16 til 24 ára hafi ekki stundað atvinnu, nám eða starfsþjálfun á síðasta ári. Það jafngildir um 6,3 prósentum allra innan þess aldurshóps.
19.05.2022 - 05:40
Konur 35% stjórnarmanna í stórum fyrirtækjum
Hlutfall kvenna í stjórnum stórra fyrirtækja, með þrjá stjórnarmenn, var 34,8 prósent fyrir almenn hlutafélög árið 2021 og 29,3 prósent fyrir einkahlutafélög. Þetta kemur fram í nýrri tölfræði Hagstofu Íslands.
17.05.2022 - 13:18
Aldrei meira nautakjöt framleitt hér á landi
Aldrei hefur verið framleitt meira nautakjöt á einu ári á Íslandi heldur en 2021. Rétt tæplega fimm þúsund tonn voru framleidd hér á landi.
02.05.2022 - 09:21
COVID-faraldurinn gæti hafa haft áhrif á fjölda andláta
Óvenjumargir létust á fyrstu þremur mánuðum ársins, 150 fleiri en á sama tíma í fyrra. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að COVID-faraldurinn geti hafa haft þar áhrif.
25.04.2022 - 12:06
Mikil auking í fiskeldi milli ára
53 þúsund tonn af eldisfiski voru framleidd á Íslandi árið 2021 sem er 12.541 tonns aukning frá árinu 2020. Aukningin á milli 2019 og 2020 var um 6.540 tonn. Ísland var í fjórða sæti yfir þau lönd sem framleiddu mest af eldislaxi árið 2020.
04.04.2022 - 21:32
Afkoma hins opinbera neikvæð um 288 milljarða
Tekjuafkoma hins opinbera árið 2021 var neikvæð um 288 milljarða króna, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands. Hallinn er því enn meiri en hann var 2020, þegar afkoman var neikvæð um 254 milljarða. Heildartekjur ríkissjóðs jukust þó um 6,1% milli ára.
11.03.2022 - 10:28
Verðbólgan komin yfir sex prósent
Verðbólga á ársgrundvelli mælist nú 6,2% og hækkar um 0,5 prósentustig frá því í janúar, samkvæmt tölum Hagstofunnar.
Gistinóttum fjölgaði um 55% milli áranna 2020 og 2021
Gistinóttum á öllum gerðum skráðra gististaða fjölgaði um 55% milli áranna 2020 og 2021. Fjórir af hverjum tíu gestum voru Íslendingar sem keyptu sér samtals tvær milljónir nótta á gististað í fyrra.
Verðbólga ekki verið meiri í áraraðir
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,5 prósent milli mánaða og 5,7 prósent frá síðasta ári. Verðbólga á ársgrundvelli mælist nú 5,7 sem er með því hæsta í áraraðir.
Íbúar landsins 376 þúsund við árslok 2021
Íslendingum fjölgaði um tæplega tólf hundruð á seinasta fjórðungi ársins 2021. Í lok ársins bjuggu því 376 þúsund manns á landinu. Þá eru karlar fleiri en konur, 193 þúsund tæp á móti rúmlega 183 þúsund konum.
Fólksfjöldatölur ónákvæmar vegna lögheimilisskráningar
Um það bil eins og hálfs prósenta skekkjumörk eru varðandi réttan íbúafjölda í landinu. Fagstjóri manntals hjá Hagstofu Íslands telur líklegt að með manntali 2021 sem birt verður síðar á árinu hafi skekkjan aukist. Það valdi þó ekki miklum usla.
Verðbólgan upp fyrir 5 prósent
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,45 prósent á milli mánaða og mælist verðbólga á ársgrundvelli nú 5,1 prósent.