Færslur: Hagstofa Íslands

Ríkustu 10% eiga 44% eigna á Íslandi
Heildareignir fjölskyldna á Íslandi jukust um 8,6% frá 2018 til 2019, eða úr 6.855 milljörðum króna í 7.442 milljarða króna. Þau 10% sem eiga mest eiga um 44% af heildareignum.
78 milljarða hallarekstur ríkisins á öðrum ársfjórðungi
Afkoma hins opinbera á öðrum ársfjórðungi þessa árs var neikvæð um 78,4 milljarða króna eða því sem nemur 11,2% af vergri landsframleiðslu. Efnahagsaðgerðir stjórnvalda sem gripið var til vegna kórónuveirufaraldursins hafa haft neikvæð áhrif á tekjuöflun og útgjöld ríkisins
58% færri gistinætur en þreföldun hjá Íslendingum
Ætla má að 58% samdráttur hafi orðið á fjölda gistinótta á hótelum í ágúst miðað við árið í fyrra. Íslendingum fjölgaði mikið, en gistinætur erlendra ferðamanna drógust saman.
08.09.2020 - 09:45
Hrun í fjölda gistinótta - Íslendingar 71% hótelgesta
Fjöldi greiddra gistinátta í júlí dróst saman um 57% samanborið við júlí 2019. Um 71% gistinátta voru skráðar á Íslendinga, eða um 476 þúsund, en 191 þúsund nætur voru skráðar á erlenda gesti. Gistinætur í júlí í fyrra voru rúmlega 1,5 milljónir, en um 667 þúsund í ár.
31.08.2020 - 11:25
Gjaldþrotum virkra fyrirtækja fjölgaði um 42 prósent
Virk fyrirtæki sem fóru í gjaldþrot á tímabilinu apríl til júlí á þessu ári voru 42 prósentum fleiri en á síðasta ári. 285 fyrirtæki voru lýst gjaldþrota á tímabilinu og 153 þeirra voru virk á síðasta ári.
27.08.2020 - 09:30
Samdráttur gistinótta minni í júlí en júní
Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands voru gistinætur á hótelum í júlí 269 þúsund. Í sama mánuði í fyrra voru þær 507.800. Samdráttur milli ára er því 47 prósent. Í júní fækkaði gistinóttum á hótelum um 79 prósent milli ára og í maí var samdrátturinn 86 prósent.
07.08.2020 - 13:31
Þetta er áskorun, segir bæjarstjórinn í Reykjanesbæ
Eitt af hverjum tíu ungmennum á Suðurnesjum var hvorki í vinnu né skóla árið 2018 og mældist það hæsta hlutfallið á landinu. Þetta kom fram í tölum sem Hagstofa Íslands birti í morgun. Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ segir að gripið hafi verið til fjölbreyttra aðgerða til að efla stöðu ungs fólks á svæðinu og er bjartsýnn á árangurinn.
06.08.2020 - 17:41
Meira en tíundi hver 19 ára hvorki í vinnu né skóla
Fleiri íslensk ungmenni voru hvorki í námi né vinnu árið 2018 en árið áður. Mesta aukningin varð hjá 19 ára ungmennum, en meira en tíundi hver á þeim aldri var í þessum hópi. Hæsta hlutfallið var á Suðurnesjum og leita þarf aftur til ársins 2009 til að finna sambærilegar tölur.
06.08.2020 - 10:40
2,5% af opinberum útgjöldum fóru til menningarmála
Opinber útgjöld til menningarmála hér á landi námu 2,5% af heildarútgjöldum ársins 2018 og 0,5% heildarútgjalda var varið til fjölmiðla. Langstærsti útgjaldaliður ríkisins til fjölmiðlunar rann til Ríkisútvarpsins. Ísland er í þriðja sæti yfir þau lönd í Evrópu sem verja mestu til menningar. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofu Íslands.
72% færri gistinætur í júní í ár en í fyrra
Heildarfjöldi greiddra gistinátta í júní dróst saman um 72% samanborið við júní í fyrra. Þar af fækkaði gistinóttum á hótelum um 79% og um 75% á gistiheimilum. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofu Íslands.
31.07.2020 - 11:46
Atvinnuleysi minnkar um 6,4 prósentustig milli mánaða
Atvinnuleysi í júnímánuði mældist 3,5 prósent samkvæmt bráðabirgðatölum frá Hagstofu Íslands. Hlutfallið lækkaði um 6,4 prósentustig frá því í maí þegar það mældist 9,9 prósent.
Tæp 6% landsmanna búsett í strjálbýli
Innan við 6% landsmanna búa í strjálbýli samkvæmt Hagstofu Íslands. Hagstofan birti í dag uppfærðar tölur um þéttbýlisstaði og byggðakjarna, en með strjálbýli er átt við sveit eða byggðakjarna þar sem íbúar eru innan við 200.
22.07.2020 - 09:45
Landsmönnum fjölgaði um 560
Landsmönnum fjölgaði um 560 á öðrum ársfjórðungi samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar. Þann 1. júlí bjuggu 366.700 manns á Íslandi, 188.330 karlar og 178.370 konur. Á höfuðborgarsvæðinu bjuggu 234.910 manns en 131.790 utan þess.
18.07.2020 - 10:18
9% hótelherbergja í nýtingu í maí
9% hótelherbergja á landinu voru í nýtingu í maí, gistinóttum fækkaði þá um 87% samanborið við maí í fyrra og 47 hótel lokuðu í mánuðinum. Staðan var nokkuð betri í júní.
Samdráttur í launagreiðslum á fyrri hluta árs
Heildarsumma staðgreiðsluskyldra launa á Íslandi dróst saman á fyrri hluta árs 2020. Þetta kemur fram í gögnum frá Hagstofu Íslands. Samdrátturinn nam 2,8 prósentum frá janúar til og með maí á þessu ári miðað við sama tíma í fyrra.
10.07.2020 - 10:14
Mest hlutfallsleg fjölgun á Norðurlandi vestra
Íbúum á Norðurlandi vestra fjölgaði hlutfallslega mest á fyrstu mánuðum ársins. Fækkun varð á Vestfjörðum og Norðurlandi eystra. Sveitarstjórinn í Skagafirði segir að hæg fjölgun hafi orðið síðustu þrjú til fjögur ár, eftir mögur ár þar á undan.
3.600 færri laus störf en í fyrra
Laus störf á íslenskum vinnumarkaði voru um 2.600 á öðrum ársfjórðungi í ár samkvæmt starfaskráningu Hagstofu Íslands. Starfaskráning Hagstofunnar hófst á fyrsta ársfjórðungi í fyrra, fjöldi starfa hefur ekki mælst lægri síðan.
Íslenskir karlar verða elstir í Evrópu
Íslenskir karlar verða nú elstir allra evrópskra karla, meðalævilengd þeirra var 81 ár í fyrra og meðalævilengd íslenskra kvenna var 84,2 ár. Munurinn á meðalævilengd karla og kvenna fer minnkandi.
29.06.2020 - 10:02
Stóra verkefnið að skapa fleiri störf, segir Katrín
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir stóra verkefnið framundan vera að skapa fleiri störf en að þjóðfélagið sé vel í stakk búið að takast á við þann metsamdrátt sem Hagstofan spáði í gær. 
Vonar að aðgerðir skili sér í kraftmeiri viðspyrnu
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra vonar að aðgerðir stjórnvalda skili sér í kraftmeiri viðspyrnu en gert er ráð fyrir í nýrri þjóðhagsspá Hagstofu Íslands sem birt var í morgun. Samkvæmt henni dregst verg landsframleiðsla saman um 8,4 prósent í ár. Það er mesti samdráttur sem orðið hefur á lýðveldistímanum.
26.06.2020 - 11:59
Færri fyrirtæki gjaldþrota í maí í ár en í fyrra
Tuttugu og tvö virk fyrirtæki urðu gjaldþrota í maí. Það er 42% minna en í sama mánuði í fyrra þegar þau voru 38. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands. Flest voru fyrirtækin í heild- og smásöluverslun og viðgerðum á ökutækjum, en þau voru átta. Fimm fyrirtæki voru í ferðaþjónustu.
Fleiri heimili fengu fjárhagsaðstoð
Þeim heimilum sem þáðu fjárhagsaðstoð frá sveitarfélögunum fjölgaði um tæp 13% á milli áranna 2018 og ‘19. Þetta var í fyrsta skiptið frá árinu 2013 sem viðtakendum aðstoðarinnar fjölgaði. Einstæðir barnlausir karlar eru sá hópur sem fékk hlutfallslega oftast fjárhagsaðstoð, en þeir voru 43,6% þeirra sem þáðu hana. 
Flest gjaldþrot í ferðaþjónustu og byggingariðnaði
88 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta í apríl. Af þeim voru 48 með virka starfsemi í fyrra, sem er 60 prósent meira en á sama tíma í fyrra. Flest fyrirtækin voru í byggingariðnaði eða tengd ferðaþjónustu.
08.06.2020 - 13:42
38% af auglýsingatekjum fóru til erlendra miðla
Íslenskir auglýsendur vörðu um 5,2 milljörðum árið 2018 til að auglýsa á erlendum miðlum, einkum á vef. Þetta eru 38% af auglýsingakaupum þess árs og 70% af öllum auglýsingakaupum á innlendum og erlendum vefsíðum. Greiðslur fyrir birtingu auglýsinga í innlendum miðlum árið 2018 námu 13,4 milljörðum króna og ríflega þrjár af hverjum tíu krónum af auglýsingatekjum innlendra miðla féllu í hlut dag- og vikublaða.
27.05.2020 - 09:45
417 fyrirtæki gjaldþrota það sem af er ári
Alls urðu 417 fyrirtæki gjaldþrota á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs. Það er talsvert meira en á sama tíma í fyrra, þegar þau voru 276 en nokkuð færra en 2018, þegar 457 fyrirtæki urðu gjaldþrota á sama tímabili.