Færslur: Hagstofa Íslands

Mest hlutfallsleg fjölgun á Norðurlandi vestra
Íbúum á Norðurlandi vestra fjölgaði hlutfallslega mest á fyrstu mánuðum ársins. Fækkun varð á Vestfjörðum og Norðurlandi eystra. Sveitarstjórinn í Skagafirði segir að hæg fjölgun hafi orðið síðustu þrjú til fjögur ár, eftir mögur ár þar á undan.
3.600 færri laus störf en í fyrra
Laus störf á íslenskum vinnumarkaði voru um 2.600 á öðrum ársfjórðungi í ár samkvæmt starfaskráningu Hagstofu Íslands. Starfaskráning Hagstofunnar hófst á fyrsta ársfjórðungi í fyrra, fjöldi starfa hefur ekki mælst lægri síðan.
Íslenskir karlar verða elstir í Evrópu
Íslenskir karlar verða nú elstir allra evrópskra karla, meðalævilengd þeirra var 81 ár í fyrra og meðalævilengd íslenskra kvenna var 84,2 ár. Munurinn á meðalævilengd karla og kvenna fer minnkandi.
29.06.2020 - 10:02
Stóra verkefnið að skapa fleiri störf, segir Katrín
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir stóra verkefnið framundan vera að skapa fleiri störf en að þjóðfélagið sé vel í stakk búið að takast á við þann metsamdrátt sem Hagstofan spáði í gær. 
Vonar að aðgerðir skili sér í kraftmeiri viðspyrnu
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra vonar að aðgerðir stjórnvalda skili sér í kraftmeiri viðspyrnu en gert er ráð fyrir í nýrri þjóðhagsspá Hagstofu Íslands sem birt var í morgun. Samkvæmt henni dregst verg landsframleiðsla saman um 8,4 prósent í ár. Það er mesti samdráttur sem orðið hefur á lýðveldistímanum.
26.06.2020 - 11:59
Færri fyrirtæki gjaldþrota í maí í ár en í fyrra
Tuttugu og tvö virk fyrirtæki urðu gjaldþrota í maí. Það er 42% minna en í sama mánuði í fyrra þegar þau voru 38. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands. Flest voru fyrirtækin í heild- og smásöluverslun og viðgerðum á ökutækjum, en þau voru átta. Fimm fyrirtæki voru í ferðaþjónustu.
Fleiri heimili fengu fjárhagsaðstoð
Þeim heimilum sem þáðu fjárhagsaðstoð frá sveitarfélögunum fjölgaði um tæp 13% á milli áranna 2018 og ‘19. Þetta var í fyrsta skiptið frá árinu 2013 sem viðtakendum aðstoðarinnar fjölgaði. Einstæðir barnlausir karlar eru sá hópur sem fékk hlutfallslega oftast fjárhagsaðstoð, en þeir voru 43,6% þeirra sem þáðu hana. 
Flest gjaldþrot í ferðaþjónustu og byggingariðnaði
88 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta í apríl. Af þeim voru 48 með virka starfsemi í fyrra, sem er 60 prósent meira en á sama tíma í fyrra. Flest fyrirtækin voru í byggingariðnaði eða tengd ferðaþjónustu.
08.06.2020 - 13:42
38% af auglýsingatekjum fóru til erlendra miðla
Íslenskir auglýsendur vörðu um 5,2 milljörðum árið 2018 til að auglýsa á erlendum miðlum, einkum á vef. Þetta eru 38% af auglýsingakaupum þess árs og 70% af öllum auglýsingakaupum á innlendum og erlendum vefsíðum. Greiðslur fyrir birtingu auglýsinga í innlendum miðlum árið 2018 námu 13,4 milljörðum króna og ríflega þrjár af hverjum tíu krónum af auglýsingatekjum innlendra miðla féllu í hlut dag- og vikublaða.
27.05.2020 - 09:45
417 fyrirtæki gjaldþrota það sem af er ári
Alls urðu 417 fyrirtæki gjaldþrota á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs. Það er talsvert meira en á sama tíma í fyrra, þegar þau voru 276 en nokkuð færra en 2018, þegar 457 fyrirtæki urðu gjaldþrota á sama tímabili. 
Hækkun launavísitölu í apríl sú mesta í 12 mánuði
Launavísitala í apríl hækkaði um 3,3% frá marsmánuði. Þetta er mesta breyting á vísitölunni á milli mánaða undanfarna 12 mánuði. Breytingin er meðal annars vegna launahækkana sem samið var um í kjarasamningum bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði.
22.05.2020 - 09:33
Fleiri útlendingar og Norðurlandabúum fækkar
Erlendum ríkisborgurum hér á landi fjölgaði um 1.530 frá 1. desember í fyrra til 1. maí. Pólverjum fjölgaði mest, en Norðurlandabúum fækkaði. Nú búa 50.877 erlendir ríkisborgarar hér á landi.
18.05.2020 - 17:10
Ferðamenn vörðu 284 milljörðum í fyrra
Erlendir ferðamenn vörðu 284 milljörðum hér á landi í fyrra. Þeir keyptu veitinga- og gistiþjónustu fyrir rúmlega 109 milljarða sem voru hæstu útgjaldaliðirnir. Þá vörðu þeir 75,7 milljörðum í tómstundir og menningu. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofu Íslands um einkaneysluútgjöld erlendra ferðamanna hér á landi í fyrra.
18.05.2020 - 11:28
Fleiri í fjarvinnu og vinna fleiri stundir
Launafólk í fjarvinnu var sex prósentustigum fleira á fyrsta ársfjórðungi þessa árs í samanburði við sama ársfjórðung í fyrra. Þetta kemur fram í Vinnumarkaðstölum Hagstofu Íslands. Annað árið í röð vinnur fólk í fjarvinnu fleiri vinnustundir en þeir sem aldrei vinna fjarvinnu.
07.05.2020 - 09:40
Lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja aldrei uppfyllt
Lög sem krefjast þess að í stjórnum fyrirtækja með fleiri en 50 starfsmenn séu hlutfall hvors kyns yfir 40% hafa aldrei verið uppfyllt frá því þau tóku gildi árið 2013. Hlutfall kvenna er nú 34,7%.
06.05.2020 - 11:16
Loftgæði, menntun, heilsa og tekjur mæla lífsgæði
Ríkisstjórnin samþykkti á ríkisstjórnarfundi í gær tillögu forsætisráðherra um notkun 39 félagslegra, umhverfislegra og efnahagslegra mælikvarða sem verða lýsandi fyrir hagsæld og lífsgæði á Íslandi.
Mikill samdráttur í heimagistingu
Gistinóttum fækkaði töluvert í febrúar í ár miðað við sama mánuð í fyrra eða um hátt í þrettán prósent að því fram kemur í tölum Hagstofunnar. Sérstaklega fækkaði gestum sem leituðu sér gistingar á síðum á borð við Airbnb, gistinætur þeirra voru 43% færri í febrúar en í febrúar í fyrra.
31.03.2020 - 10:31
Atvinnuleysið í febrúar var 5 prósent
Um 10.300 manns voru atvinnulausir í febrúar, samkvæmt árstíðarleiðréttum tölum vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofunnar. Það jafngildir um 5 prósent af vinnuaflinu. Atvinnuþátttaka var 80,4 prósent á meðan árstíðarleiðrétt hlutfall starfandi var 77,5 prósent
26.03.2020 - 09:23
23% minni fiskafli milli ára í janúar
Landaður afli íslenskra fiskiskipa í janúar 2020 var 35,8 þúsund tonn sem er 23% minni afli en í janúar í fyrra. Þá nam aflinn 46,4 þúsund tonnum, samkvæmt tilkynningu Hagstofunnar úr bráðabirgðatölum frá Fiskistofu.
15.02.2020 - 10:36
Atvinnuleysi aukist minna en spár gerðu ráð fyrir
Atvinnuleysi jókst ekki eins mikið og spár gerðu ráð fyrir snemma árs 2019 og staðan á vinnumarkaði versnaði hægar en reiknað var með. Fólki á vinnumarkaði hefur aftur á móti fjölgað hægar en áður.
29.01.2020 - 10:20
Aldrei færri börn fæðst að meðaltali á hverja konu
Í fyrra fæddust 4.228 börn hér landi sem er vel undir meðaltali síðustu sex áratuga. Konur eignast nú sitt fyrsta barn síðar á ævinni og meðalaldur mæðra hefur hækkað jafnt og þétt frá því um miðjan níunda áratuginn. Ekki hafa fæðst færri börn á hverja konu síðan mælingar hófust og fæðingar mælast undir því sem miðað er við að þurfi til þess að viðhalda mannfjölda til lengri tíma. Þá hefur ungbarnadauði hvergi í Evrópu verið jafn fátíður og hér.
19.12.2019 - 10:30
Fleiri fluttust til landsins en frá því
Í fyrra fluttu 6.556 fleiri til landsins en frá því, eða alls 14.275 einstaklingar. Árið áður fluttu 8.240 til landsins umfram brottflutta, eða 14.929. Flestir þeirra sem fluttu af landi brott fóru til Póllands eða Danmerkur. Erlendir ríkisborgarar voru fleiri en íslenskir í hópi brottfluttra, eða 4.916 á móti 2.803.
15.400 starfa við menningu
Í fyrra störfuðu 15.400 manns, á aldrinum 16 til 74 ára, við menningu. Það er 7,7 prósent af vinnandi fólki, samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands.
13.12.2019 - 21:47
Aflaverðmæti úr sjó í september jókst um 13,6%
Aflaverðmæti fyrstu sölu var 12,4 milljarðar króna í september sem er 13,6 prósentum meira en í sama mánuði í fyrra. Verðmæti botnfisksafla var rúmir átta milljarðar og jókst um 26,5 prósent. Aukning var á verðmæti allra helstu botnfiskstegunda.
05.12.2019 - 22:44
Gistinætur dragast saman um tæp fimm prósent
Heildarfjöldi greiddra gistinátta á öllum gististöðum í október dróst saman um 4,9% miðað við sama mánuð í fyrra. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu Hagstofunnar. Ef aðeins er litið á gistinætur á hótelum varð hins vegar 3% aukning. Mestur var samdrátturinn á gistinóttum í gegnum Airbnb og svipaðar síður þar sem þeim fækkaði um 19,6% miðað við október í fyrra.
29.11.2019 - 11:58