Færslur: Hagsjá Landsbankans

Staðfesting á því að hagkerfið sé á réttri leið
Landsframleiðsla jókst um 8,6 prósent á fyrsta ársfjórðungi, borið saman við sama tímabil í fyrra, samkvæmt bráðabirgðamati Hagstofu Íslands. Er þetta fjórði ársfjórðungurinn í röð með jákvæðum hagvexti og segir í Hagsjá Landsbankans að þetta sé frekari staðfesting á að hagkerfið sé á réttri leið.
31.05.2022 - 19:25
Dýrast að leigja í vesturhluta Reykjavíkur
Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,1 prósent milli mánaða í apríl sem er talsvert meiri hækkun en á síðustu mánuðum. Í mars lækkaði til að mynda leiguverð að jafnaði um tæpt hálft prósentustig. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans.
30.05.2022 - 13:57
Aldrei fleiri á vinnumarkaði
Aldrei hafa fleiri verið á vinnumarkaði en í febrúar síðastliðinn, en samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu er áætlað að 215.400 manns hafi verið á vinnumarkaði þann mánuð. Atvinnuþátttaka hefur aukist um fjögur prósentustig á síðustu tólf mánuðum, og er nú 80,4%. 
29.03.2022 - 11:33
„Tæplega hægt að tala um mikið átak“
Hagfræðideild Landsbankans leiðir að því líkum að fjárfestingaátak stjórnvalda, sem ætlað var að bregðast við falli WOW og kórónuveirufaraldrinum, hafi í raun ekki verið fjárfestingaátak, í sögulegum skilningi þess hugtaks.
Morgunútvarpið
Landsmenn eyða sem aldrei fyrr
Kortavelta íslenskra greiðslukorta jókst um 8% í júlí samanborið við sama mánuð í fyrra. Aukningin var mest erlendis, eða um 71%.
Lausum störfum fjölgar hratt
Eins og víða um heim jókst atvinnuleysi hér á landi töluvert í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveirunnar og náði hámarki í janúar á þessu ári þegar atvinnuleysi mældist 11,6 prósent. Síðustu mánuði hefur það minnkað töluvert. Atvinnuleysi mældist 7,4 prósent í júní og núna fer lausum störfum fjölgandi.
29.07.2021 - 10:12
Neysla orðin meiri en fyrir faraldur
Kortavelta Íslendinga var 8% meiri í júní í ár en á sama tíma í fyrra. Þá var neyslan 9% meiri en í júní 2019. Neysla hefur því mælst meiri en hún var fyrir faraldurinn en hún fer í auknu mæli fram innanlands. Það má skýra með færri ferðalögum Íslendinga erlendis sökum faraldursins.
23.07.2021 - 09:44
Grunnlaun hækkuðu um 6,6% að meðaltali árið 2020
Grunnlaun á Íslandi hækkuðu um hátt í sjö af hundraði á liðnu ári. Lægstu laun á Íslandi árið 2020 voru í gisti- og veitingarekstri en einnig í meðhöndlun úrgangs, og störfum við vatns- og fráveitur. Hæst voru regluleg mánaðarlaun og heildarlaun hins vegar í fjármála- og vátryggingarstarfsemi.
Verðbólga á uppleið í takt við hækkandi hrávöruverð
Verði hækkun hrávöruverðs á heimsmarkaði varanleg þykir ljóst að verðbólga aukist í heiminum. Þetta kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans þar sem segir að hrávöruverð hafi ekki verið jafnhátt í tæp tíu ár. Mikil óvissa ríki þó um framhaldið.
Þróun fasteignaverðs stærsti óvissuþátturinn
Hagfræðideild Landsbankans spáir því að ársverðbólga mælist 4,4% í júlí, eða 0,1 prósentustigi hærra en nú er.
ASÍ segir vaxtahækkun ekki vænlega á þessum tímapunkti
Miðstjórn ASÍ mótmælir hækkun stýrivaxta Seðlabankans í ljósi þess að enn séu miklar takmarkanir á möguleikum atvinnulausra og fjölmörg fyrirtæki glími við rekstrarerfiðleika vegna sóttvarnaráðstafana.
Könnun sýnir bjartsýni Íslendinga til náinnar framtíðar
Íslendingar eru bjartsýnni nú á framtíðarhorfur í atvinnu- og efnahagslífi landsins en þeir voru eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. Þetta byggir á væntingavísitölu Gallups en gildi hennar hafa mælst yfir 100 frá því í nóvember sem þýðir að fleiri séu bjartsýnir en svartsýnir á stöðuna.
Miklar sveiflur hérlendis í verði og framboði fasteigna
Raunverð íbúða á Íslandi hefur hækkað um 40% frá árinu 2015 en eitt til 20% í á hinum Norðurlöndunum. Verð íbúða í Finnlandi hefur haldist nánast óbreytt á því tímabili. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri Hagsjá Landsbankans.
Spá ögn minni hagvexti vegna lægri loðnukvóta
Hagfræðideild Landsbankans gerir nú ráð fyrir örlítið minni hagvexti á árinu 2021 en fyrri spár gerðu ráð fyrir. Því veldur að minni loðnukvóta verður úthlutað en ætlað var í þjóðhagsspá bankans í október síðastliðnum.
Spá mikilli viðspyrnu næsta haust með tilkomu bóluefnis
Búast má við því að landsframleiðsla dragist hér saman um 8,5% á þessu ári vegna kórónuveirufaraldursins, en þrátt fyrir það megi búast við verulegri viðspyrnu strax næsta haust. Samdráttarskeiðið verði því tiltölulega stutt, en efnahagsbatinn jafnframt hægur fyrst um sinn.
20.10.2020 - 08:55
Matarkarfan hækkað um 6,3% frá áramótum
Matarkarfan, sem er tekin saman með tilteknu safni af vörum og þjónustu, hefur hækkað um 6,3% það sem af er ári. Stærstu útgjaldaliðirnir eru kjöt og næst koma mjólkurvörur og egg.
21.09.2020 - 15:58