Færslur: Hagar

Guðmundur er hættur við að hætta
Náðst hefur samkomulag um að Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, starfi áfram sem framkvæmdastjóri hjá fyrirtækinu, en 30. apríl síðastliðinn var tilkynnt um að hann hefði óskað eftir að láta þar af störfum.
12.06.2020 - 21:19
Finnur í Finns stað í forstjórastól Haga
Stjórn Haga hf. hefur ráðið Finn Oddsson sem forstjóra félagsins og mun hann hefja störf hjá félaginu í sumar. Þetta kemur fram í tilkynningu sem fyrirtækið sendi til Kauphallar Íslands í kvöld. Hagar reka meðal annars Bónus og Hagkaup. Finnur Árnason, sem verið hefur forstjóri Haga frá 2005, óskaði nýverið eftir því að láta af störfum sem forstjóri.
07.05.2020 - 23:30
Hlutabótalögum verður breytt til að hindra misnotkun
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að hlutabótalögum verði breytt til að koma í veg fyrir að stöndug fyrirtæki nýti sér hana til þess að greiða niður laun starfsmanna sinna. Fyrirtækin Össur, Hagar og Skeljungur hafa öll nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda til að standa straum af hluta af launakostnaði starfsmanna um leið og þau greiddu eigendum sínum arð eða keyptu eigin bréf.