Færslur: Hafnarhúsið

Alltaf smá sorglegt að pakka sýningu niður
„Þetta er alltaf smá sorglegt. Það er mjög ólíklegt að þetta verði nokkurn tímann sett upp aftur nákvæmlega eins og þetta var hérna í D-salnum,” segir Leifur Ýmir Eyjólfsson, myndlistarmaður, þar sem hann er í óða önn að taka niður einkasýninguna Handrit í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi.
Svarthvítu verkin minna Erró á Skaftá að sumri
Listamaðurinn Erró opnaði sýninguna Svart og hvítt í Hafnarhúsinu um helgina. Á þessari sýningu gefur að líta um þrjátíu ný og nýleg svarthvít málverk eftir Erró. Verkin koma flest beint frá vinnustofu hans í París.
17.10.2018 - 10:20
Lifandi ferli lífvana efna
„Ég er í rauninni alltaf að stilla upp aðstæðum fyrir efnislega ferla til að performera,“ segir Anna Rún Tryggvadóttir myndlistarmaður um sýningu sína Garður, sem stendur yfir í Hafnarhúsínu. Þar hefur hún hafa umbreytt skjannahvítu grjóti í marglita skúlptúra sem taka sífelldum breytingum.
Líður eins og Garðari Hólm að halda tónleika
„Í rauninni er maður alltaf að upplifa sig á vatnaskilum sem listamaður,“ segir Ragnar Kjartansson, sem opnar sýninguna Guð, hvað mér líður illa í Hafnarhúsinu á laugardag. Þetta er fyrsta safnsýning hans hér á landi og inniheldur valin verk frá árinu 2004 til dagsins í dag.