Færslur: hafnarframkvæmdir

Sjónvarpsfrétt
Sögulegar hafnarframkvæmdir á Ísafirði
Verið er að reka niður stálþil í Ísafjarðarhöfn þar sem lengja á höfnina um 320 metra. Hafnarstjórinn segir að þetta sé söguleg framkvæmd.
Miklar breytingar framundan við Torfunefsbryggju
Hafnaryfirvöld á Akureyri leituðu ekki langt yfir skammt þegar efni í uppfyllingu við Torfunefsbryggju var sótt um 200 metra í næsta húsgrunn. Þar eru hafnar framkvæmdir sem standa munu næstu misserin og kosta um 600 milljónir króna.
18.10.2021 - 17:37
Myndskeið
Höfnin stóðst tekjuáætlun þrátt fyrir faraldur
Höfnin í Grundarfirði stóðst tekjuáætlun í fyrra og gott betur en það þrátt fyrir að skemmtiferðaskipin kæmu ekki. Stækkun hafnarinnar hefur tafist en henni á að ljúka í júní.
Leggja til að endurhanna Landeyjahöfn
Líklega þyrfti að endurhanna Landeyjahöfn til þess að hún verði nógu djúp fyrir þær siglingar sem henni er ætlað að sinna. Þær endurbætur sem hingað til hafa verið gerðar hafa ekki dugað hingað til og ætla má að erfitt sjólag utan hafnar muni áfram takmarka siglingar nýrrar ferju. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem unnin var um fyrstu skref að óháðri úttekt á framkvæmd og nýtingu hafnarinnar.
Myndskeið
„Tekur alltaf marga mánuði að byggja einn svona garð“
40 þúsund rúmmetra af efni þarf til þess að lengja brimvarnargarðinn í Ólafsvík um 80 metra. Framkvæmdin hefur staðið yfir síðan í vor en nú hillir undir verklok.
29.09.2020 - 10:46
Myndskeið
Segja að spyrja þurfi að leikslokum
Ný viðlega við Dalvíkurhöfn var vígð í dag. Framkvæmdin kostar um hálfan milljarð króna. Sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar segir íbúa standa þétt við bakið á starfsstöð Samherja á Dalvík. Dalvíkingar segja of snemmt að dæma.
15.11.2019 - 19:22
Móttaka stærri skipa möguleg með hafnarstækkun
Unnið er að stækkun norðurgarðs í Grundarfjarðarhöfn. Hafnargarðurinn lengist um 130 metra og þar verður um tíu metra dýpi við kant. Nú er verið að skipa upp um 650 tonnum af stáli sem er framleitt í Hollandi og var flutt þaðan til Íslands til hafnargerðarinnar.
Ákvörðun um stórskipahöfn ekki fyrr en 2018
Hlutafélagið Bremenport Gmbh & Co, sem er í eigu Bremen-borgar í Þýskalandi, ríkið, sveitarfélögin Langanesbyggð og Vopnafjörður og verkfræðistofan Efla munu hafa samstarf um forvinnu við undirbúning stórskipahafnar í Finnafirði.
13.10.2016 - 14:51
„Gætum sparað hálfan milljarð“
Kostnaður við hafnarframkvæmdir í Þorlákshöfn gæti orðið fjórðungi minni en áætlun gerir ráð fyrir. „Við gætum sparað hálfan milljarð króna miðað við kostnaðaráætlun, verkið gengur miklu betur en áætlað var“, segir Hjörtur Bergmann Jónsson hafnarstjóri í Þorlákshöfn.