Færslur: Hafnarfjörður

Annar piltanna útskrifaður af spítala
Annar piltanna tveggja, sem voru fluttir á gjörgæsludeild eftir slys í Hafnarfjarðarhöfn 17. janúar, er kominn heim eftir dvöl á Landspítala. Fréttablaðið greinir frá þessu.
Sátt um að Reykjanesbraut liggi áfram við álver
Ákveðið hefur verið, eftir viðræður fulltrúa Hafnarfjarðarbæjar og álvers Rio Tinto í Straumsvík, að tvöföld Reykjanesbraut frá gatnamótum að Krýsuvík að Hvassahrauni verði í núverandi vegstæði, í stað þess að færa hana eins og gert er ráð fyrir í aðalskipulagi bæjarins.
28.01.2020 - 12:18
Annar piltanna úr Hafnarfjarðarhöfn laus af gjörgæslu
Annar unglingspiltanna sem lagðir voru inn á gjörgæsludeild Landspítalans eftir að þeir lentu í Hafnarfjarðarhöfn síðastliðinn föstudag hefur verið fluttur á almenna deild. Þetta herma heimildir fréttastofu. Hinn pilturinn liggur enn á gjörgæslu.
24.01.2020 - 23:48
Bænastund í Hafnarfjarðarkirkju
Haldin verður samveru- og bænastund í Hafnarfjarðarkirkju í dag vegna slyss í gærkvöld þegar bíll, með þremur piltum í, fór í sjóinn við Óseyrarbryggju. Ástand tveggja piltanna er alvarlegt og voru þeir fluttir á gjörgæsludeild Landspítala. Sá þriðji var lagður inn á aðra deild á spítalanum og er líðan hans eftir atvikum, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu.
18.01.2020 - 12:42
Banaslys á Reykjanesbraut
Banaslys varð á Reykjanesbraut í gærkvöld. Samkvæmt heimildum fréttastofu rákust tveir bílar saman sem komu úr gagnstæðri átt og lést einn maður í öðrum þeirra í árekstrinum. Aðrir munu ekki hafa slasast alvarlega.
13.01.2020 - 06:01
Alvarlegt slys á Reykjanesbraut
Alvarlegt umferðarslys varð á Reykjanesbraut um klukkan hálftíu í kvöld, til móts við álverið í Straumsvík. Viðbragðsaðilar voru enn á slysstað skömmu fyrir miðnætti en ekki hafa fengist nánari upplýsingar um slysið, tildrög þess, fjölda slaðaðra eða hversu alvarleg meiðsl þeirra eru. UPPFÆRT: Viðbragðsaðilar hafa lokið störfum á slysstað og Reykjanesbrautin hefur verið opnuð fyrir umferð.
13.01.2020 - 00:23
Myndskeið
Björgunaraðgerðir gengu vonum framar miðað við aðstæður
Flutningaskipið sem losnaði frá bryggju í Hafnarfirði í morgun og rak að grjótgarði hefur nú verið dregið að Hvaleyrarbakka. Sævar Guðmundsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að björgunaraðgerðir hafi gengið vonum framar miðað við aðstæður.
08.01.2020 - 09:42
Jarðskjálfti um 3 að stærð við Helgafell
Um klukkan níu í morgun varð jarðskjálfti að stærðinni 2,9 um níu kílómetra suður af Helgafelli við Hafnarfjörð. Veðurstofunni hafa borist tilkynningar um að skjálftinn hafi fundist á Höfuðborgarsvæðinu.
17.11.2019 - 17:40
Haldlögðu áfengi og fjármuni í vélhjólaklúbbi
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í gærkvöld afskipti af félögum í vélhjólaklúbbi í húsi í Hafnarfirði. Þar lagði lögregla hald á áfengi og peninga. Peningarnir eru taldir afrakstur ölöglegrar áfengissölu. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Myndband
Lögregla er að hefja rannsókn á stórbruna
Lögregla hóf á hádegi rannsókn á bruna í iðnaðarhúsnæði við Fornubúðir í Hafnarfirði í fyrrinótt. Húsið er illa farið eftir brunann og nánast bara útveggirnir sem standa eftir. Húsið var hreinsað í morgun.
01.08.2019 - 12:57
Rafmagn komið á í Hafnarfirði og Garðabæ
Rafmagn er komið á aftur í Hafnarfirði, Garðabæ og á Álftanesi, en það fór af í tvígang í kvöld, fyrst á sjöunda tímanum og svo aftur seint á áttunda tímanum. Á Facebook-síðu HS Veitna kemur fram að bilun hafi orðið í háspennustreng.
17.05.2019 - 00:32
Færa raflínur frá nýju hverfi í Hafnarfirði
Hamraneslínur, rafmagnslínur sem liggja yfir Skarðshlíðarhverfi í Hafnarfirði, verða færðar á næstunni. Hluti þeirra verður tímabundið færður á kafla við Hamranestengivirki. Þegar Lyklafellslína verður tilbúin verða línurnar fjarlægðar.
07.05.2019 - 09:53
Efri hæð hússins gjörónýt eftir brunann
Efri hæð húss í Hafnarfirði er gjörónýt að hluta eftir eldsvoða seinni partinn í dag. Slökkvilið bjargaði fjórum úr logandi húsinu, en engan sakaði. Slökkvistarf stendur enn en er á lokametrunum.
20.04.2019 - 18:42
Myndskeið
Björguðu 4 sem voru fastir á svölum hússins
Slökkviliðsmenn komu fjórum mönnum til bjargar sem sátu fastir á svölum íbúðar þar sem eldur kom upp á fjórða tímanum í dag. Íbúðin er bakvið Húsasmiðjuna við Dalshraun í Hafnarfirði. Slökkviliðsmenn eru nú að vinna í því að slökkva í glæðum og „komast fyrir þetta,“ eins og varðstjóri hjá slökkviliðinu orðaði það.
20.04.2019 - 16:01
Sprengingar vegna framkvæmda í Hafnarfirði
Mörgum brá í brún í dag og í fyrradag þegar sprengdur var skurður í sjávarbotninn við Hafnarfjarðarhöfn. Þar var verið að sprengja fyrir nýjum stálþilsbakka.
15.02.2019 - 14:52
Viðtal
Ætla að krefja Veitur um skýringar
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði segir að bæjarstjórnin ætli að krefjast skýringa frá Veitum um það hvers vegna mikið beri í milli spár um heitavatnsnotkun og raunverulegrar þarfar. Veitur segja að ekki hafi þurft að takmarka afhendingu á heitu vatni.
02.02.2019 - 14:45
Úttekt
Óhefðbundið húsnæði: „Skúta er lifandi skepna“
Á Íslandi eru stórir hópar fólks fastir; fastir á leigumarkaði, í foreldrahúsum, í óleyfishúsnæði. Flestir vilja kaupa sér íbúð en það er ekki á allra færi. Margir eru eflaust orðnir leiðir á að verja stórum hluta ráðstöfunartekna sinna í húsaleigu. Suma óar við að skuldsetja sig og greiða af láni áratugum saman. Er eitthvað annað í boði? Næstu daga fjallar Spegillinn um fólk sem valið hefur óhefðbundnar leiðir til að koma þaki yfir höfuðið; af hugsjón, til að búa ódýrt eða hvoru tveggja.
Myndband
Snjórúllur þekja golfvöll í Hafnarfirði
Óvenjuleg sjón hefur blasað við þeim sem hafa átt leið hjá Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. Þar hefur náttúran myndað margar snjórúllur. Starfsmenn golfklúbbsins Keilis birtu myndir af rúllunum á Facebook í gær og hafa þær vakið nokkra athygli.
25.01.2019 - 14:41
Rómantískur hversdagsleiki á dansgólfinu
Allt í einu nefnist önnur breiðskífa raftónlistarmannsins Anda. Tónlistin er glaðleg og litrík hljóðgervladrifin raftónlist. Lögin eru melódísk og mörg hver grípandi og dansvæn, vísa á sama tíma í ítaló-diskó, hið framtíðarlega og rómantíska hljóðgervlapopp sem Ítalir gerðu að útflutningsvöru á níunda áratugnum, og svo séríslenskt dægurpopp. Það er einhvern veginn eins og andi þorparans hans Pálma svífi alltaf yfir vötnum, þannig líður manni eins og þessi tónlist sé á sama tíma gömul og glæný.
Leyfa gæludýr í félagslegum íbúðum
Fjölskylduráð Hafnarfjarðar hefur samþykkt að gæludýrahald verði leyft í félagslegum íbúðum í eigu sveitarfélagsins. Því er íbúum nú leyfilegt að halda hunda eða ketti.
07.09.2018 - 19:28
Viðbragðsbúnaður virkaði ekki sem skyldi
Vegna bilunar í viðbragðsbúnaði hafði rafmagnsleysið í Hafnarfirði, Garðabæ og á Álftanesi í gærkvöld víðtækari áhrif en ella. Rafmagnslaust var í eina klukkustund frá klukkan frá 21:57.
31.08.2018 - 16:37
Krefjast tvöföldunar Reykjanesbrautar
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar krefst þess að í nýrri vegaáætlun Alþingis verði gert ráð fyrir brýnum framkvæmdum við þann hluta Reykjanesbrautar sem liggur í gegnum bæinn. Bæjarstjórn samþykkti ályktun þess efnis á fundi sínum í gær.
Ökumaður bifhjóls hunsaði lögreglu
Lögreglumenn við eftirlit í Hafnarfirði í nótt komu auga á bifhjól sem ekið var afar greitt um götur bæjarins. Ökumaðurinn virti ekki umferðarreglur og sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu.
Bjarg skilar lóð undir 32 íbúðir í Hafnarfirði
Íbúðafélagið Bjarg hefur skilað lóð undir þrjátíu og tvær íbúðir í Skarðshlíð í Hafnarfirði þar sem ekki verður hægt að byggja ódýrar íbúðir á lóðinni og uppfylla jafnframt skilyrði bæjarfélagsins um hús þar. Þegar frumhönnun íbúðanna var lokið kom í ljós að kostnaður við byggingu þeirra yrði meiri en leyfður hámarkskostnaður samkvæmt reglugerð um almennar íbúðir.
Nýr meirihluti í Hafnarfirði
Rósa Guðbjartsdóttir oddviti Sjálfstæðismanna verður bæjarstjóri í Hafnarfirði. Sjálfstæðisflokkur og Framsókn og óháðir, sömdu undir kvöld um meirihlutasamstarf í bænum. 
31.05.2018 - 21:58