Færslur: Hafnarfjörður

Þakplötur fuku og bátur losnaði í bálhvössu veðri
Bálhvasst hefur verið á höfuðborgarsvæðinu í nótt og lögreglu hafa borist tilkynningar um að fellihýsi, trampólín, auglýsingaskilti, girðingar, þakplötur og fleira hefðu fokið af stað.
Myndskeið
Slökkvistarfi lokið í Hafnarfirði - grunur um íkveikju
Slökkvistarfi í tengibyggingu við St. Jósefsspítala í Hafnarfirði, þar sem eldur kom upp á ellefta tímanum í kvöld, lauk nú seint á tólfta tímanum og eru slökkviliðsmenn að ganga frá og búa sig undir brottför, að sögn varðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Samkvæmt heimildum fréttastofu er talið nær fullvíst að kveikt hafi verið í húsinu, sem til stóð að rífa í fyrramálið. Engar skemmdir urðu á aðalbyggingunni, sem nú hýsir Lífsgæðasetur St. Jó.
Eldsvoði við Suðurgötu í Hafnarfirði
Eldur logar í tengibyggingu við St. Jósefsspítalann við Suðurgötu í Hafnarfirði, þar sem áður var leikskóli. Eldurinn hefur læst sig í þak hússins og mikinn reyk leggur frá honum. Fjölmennt slökkvilið er að störfum á vettvangi en fyrstu bílar voru sendir af stað klukkan 22.35 og var eldur þegar orðinn töluverður þegar að var komið.
Ógnaði konu með hnífi og rændi farsíma hennar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í allmörg horn að líta í gærkvöld og í nótt, eitthvað var um ölvun, slys, innbrot og gripdeildir. Einn gistir fangageymslur eftir hópslagsmál í miðborginni og lögreglan handtók mann sem hafði ógnað konu með hnífi og rænt af henni farsíma.
Hæst laun í Garðabæ og Kópavogi en lægst í Hafnarfirði
Bæjarstjóri Garðabæjar er launahæstur bæjarstjóra á höfuðborgarsvæðinu, bæjarstjóri Kópavogs fylgir þar á eftir, samkvæmt samantekt fréttastofu á mánaðarlaunum borgar- og bæjarstjóra. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar er launalægstur.
Myndskeið
Fimmtugasti rampurinn opnaður í Hafnarfirði
Fimmtugasti rampurinn í átakinu Römpum upp Ísland var formlega opnaður við Ísbúð Vesturbæjar í Fjarðargötu í Hafnarfirði í morgun.
Þetta helst
Umsátrið í Hafnarfirði
Umsátursástand ríkti í norðurbænum í Hafnarfirði í allan morgun og fram yfir hádegi þegar maður á sjötugsaldri, vopnaður byssu, hóf skothríð af svölum íbúðar sinnar á kyrrstæða bíla. Leikskóla var lokað af ótta við árásarmanninn og fjölmennt lið lögreglu, sérsveitar og sjúkraliðs kallað á staðinn. Maðurinn kom út úr íbúð sinni skömmu eftir hádegi, eftir að hafa rætt við lögreglu í síma í marga klukkutíma. Við fórum yfir atburði morgunsins í Þetta helst.
22.06.2022 - 15:23
Skotmaðurinn handtekinn - skaut á tvo bíla
Íbúi í fjölbýlishúsi í Miðvangi í Hafnarfirði sem grunaður er um að hafa skotið á bíla á bílastæði er kominn út úr húsinu og hefur verið handtekinn. Þetta staðfestir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Hafnarfirði. Hann skaut á tvo bíla en ekki einn eins og áður hafði verið talað um.
Nágrönnum skotmanns sagt að halda sig inni
Íbúi fjölbýlishússins í Miðvangi, þar sem umfangsmiklar aðgerðir Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa staðið yfir frá því í morgun þegar tilkynnt var um skothvelli, segist ekki hafa orðið vitni að neinu né heyrt skothvelli. Þegar hann fór út á stigagang í morgun mætti hann lögreglumönnum sem skipuðu honum að halda sig inni.
Tveir oddvitar ganga í Samfylkinguna í Hafnarfirði
Oddvitar tveggja flokka sem ekki hlutu kjör í sveitarstjórnarkosningunum í Hafnarfirði hafa gengið til liðs við Samfylkinguna í sveitarfélaginu.
Rósa áfram bæjarstjóri til 2025
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa undirritað málefnasamning um meirihlutasamstarf í Hafnarfirði. Rósa Guðbjartsdóttir, sem verið hefur bæjarstjóri síðustu ár, verður áfram til 1. janúar 2025 en þá tekur Valdimar Víðisson, oddviti Framsóknarflokks, við.
Lögðu upp með að Framsókn fengi aukið vægi
Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hafa náð samkomulagi um að mynda nýjan meirihluta í Hafnarfirði. Oddvitar flokkanna ætla að skipta með sér bæjarstjórastólnum á næsta kjörtímabili.
Skipta með sér bæjarstjórastólnum
Samkomulag um myndun nýs meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í Hafnarfirði hefur náðst.
Góður gangur í viðræðum í Hafnarfirði
Oddvitar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks gera ráð fyrir að niðurstöður viðræðna flokkanna skýrist um miðja næstu viku.
21.05.2022 - 14:33
Góður gangur í meirihlutaviðræðum í Hafnarfirði
Góður gangur er í viðræðum Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirði.
Níu þúsund dauð atkvæði í kosningunum
Í sveitarstjórnarkosningunum á laugardag féllu alls um níu þúsund atkvæði dauð niður á landsvísu. Þetta gerir það að verkum að hluti kjósenda fær ekki „sinn“ fulltrúa kjörinn í sveitarstjórn, en hlutfallið er mismunandi eftir sveitarfélögum.
Guðmundur Árni vill mynda meirihluta með Framsókn
Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórnarkosningunum í Hafnarfirði, hefur sett sig í samband við Valdimar Víðisson, oddvita Framsóknarflokksins í bænum, og óskað eftir viðræðum um myndun meirihluta Samfylkingar og Framsóknar.
Rússneskum skipum bannað að koma í íslenskar hafnir
Þetta gildir um farþega- og flutningaskip sem eru 500 brúttótonn eða stærri, skemmtiferðaskip og lystisnekkjur. Bannið tók gildi á föstudag.
Fylgi flokka í Hafnarfirði
Samfylkingin í stórsókn og meirihlutinn í fallhættu
Fylgi Samfylkingarinnar hefur aukist verulega meðal hafnfirskra kjósenda, samkvæmt nýrri könnun Prósents, sem birt er í Fréttablaðinu í dag. Verði niðurstaða kosninganna í takt við niðurstöður þessarar könnunar er meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fallinn, þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn haldi sínu fylgi og Framsóknarflokkurinn bæti lítið eitt við sig.
Björgunarsveitir halda leit áfram í birtingu
Leit verður fram haldið að Svanhvíti Harðardóttur nú þegar birta tekur. Björgunarsveitir gerðu hlé á leitinni laust eftir miðnættið samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg. Þá höfðu rúmlega hundrað björgunarsveitarmenn leitað hennar í allan gærdag á stóru svæði í Hafnarfirði og allt í kringum bæinn.
23.04.2022 - 00:48
Bjössi Thor er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2022
Björn Thoroddsen er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar árið 2022. Björn, eða Bjössi Thor eins og hann er yfirleitt kallaður, hefur síðastliðna áratugi verið einn helsti jazztónlistarmaður landsins og hlotið ýmsar viðurkenningar sem slíkur.
Sigurður leiðir Miðflokkinn áfram í Hafnarfirði
Sigurður Þ. Ragnarsson bæjarfulltrúi leiðir lista Miðflokksins í Hafnarfirði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Listi flokksins í Hafnarfirði var samþykktur á félagsfundi í gærkvöld. Arnhildur Ásdís Kolbeins skipar annað sæti á listanum.
Rósa áfram oddviti Sjálfstæðisfólks í Hafnarfirði
Rósa Guðbjartsdóttir vann afgerandi sigur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði og leiðir lista flokksins í sveitarstjórnarkosningunum í maí. Rósa er bæjarstjóri Hafnarfjarðar og hefur setið í bæjarstjórn frá árinu 2006. Hún hlaut 904 atkvæði í 1. sætið. Orri Björnsson lenti í öðru sæti með 384 atkvæði í 1. - 2. sæti, en Kristinn Andersen í því þriðja með 404 atkvæði í 1. - 3. sæti.
Myndband
Yfir 100 útköll vegna veðurs: Stálgrindarhús sprakk
Björgunarsveitir hafa sinnt um hundrað útköllum það sem af er degi, flestum á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Vesturlandi. Engar tilkynningar hafa borist um slys á fólki en foktjón er töluvert.
25.02.2022 - 16:00
Sextán gefa kost á sér hjá Samfylkingunni í Reykjavík
Sextán gefa kost á sér í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor, þar á meðal sjö sitjandi borgarfulltrúar flokksins og tveir varaborgarfulltrúar.