Færslur: Hafnarfjörður

Heita vatnið streymir á ný í Hafnarfirði og Álftanesi
Vinnu við viðgerð á stórri hitaveitulögn í Hafnarfirði er lokið og heitu vatni hefur verið hleypt aftur á stofnlagnir þeirra hverfa í Hafnarfirði, Álftanesi og Garðbæ, sem verið höfðu heitavatnslaus um lengri og skemmri tíma. Byrjað var að hleypa heitu vatni á Álftanesið laust fyrir þrjú í nótt, að því er fram kemur á heimasíðu Veitna, og var vatninu síðan hleypt á annars staðar í áföngum. „Síðustu áhleypingu“ lauk klukkan 6.30, samkvæmt vef Veitna, og ættu allir að vera komnir með heitt vatn.
22.08.2020 - 05:19
Heitavatnslaust víða í Hafnarfirði og hluta Álftaness
Heitavatnslaust er í hluta Hafnarfjarðar og Álftaness og verður áfram fram undir klukkan fjögur í nótt, að því er segir á vef Veitna. Fjölmargir Hafnfirðingar hafa verið án heits vatns drjúgan hluta dags vegna viðgerða á stórri lögn. Sú vinna dróst á langinn og í kvöld bættust íbúar Setbergshverfis og hluta Álftaness í hóp heitavatnslausra, þegar leki kom að stórri lögn. UPPFÆRT: Áður var áætlað að viðgerð lyki um klukkan tvö í nótt, en nú hefur því verið seinkað til klukkan fjögur.
21.08.2020 - 23:42
Myndskeið
Jökull SK-16 kominn á flot
Báturinn Jökull SK-16 sem sökk við Óseyrarbryggju í Hafnarfirði á mánudag er kominn á flot. Að sögn Helga Hinrikssonar, framkvæmdastjóra Köfunarþjónustunnar, gengu aðgerðir í dag vel.
20.08.2020 - 16:18
Hrækt á lögreglu, ránstilraunir og heimilisofbeldi
Kona nokkur læsti sig inni á baðherbergi heima hjá sér á Seltjarnarnesi í nótt og komst ekki þaðan út af sjálfsdáðum.
Stakkaskipti hjá Strætó í Hafnarfirði
Leiðakerfi Strætó í Hafnarfirði verður breytt í dag. Á ferðinni er veruleg uppstokkun og umskipti frá eldra kerfi. Alls verða fimm akstursleiðir lagðar af og tvær teknar upp í staðinn.
14.06.2020 - 03:36
Myndband
Skip Hafró sigldu í nýja heimahöfn
Skip Hafrannsóknastofnunar komu síðdegis í land við Háabakka í Hafnarfirði þar sem þau fá nýtt lægi. Höfuðstöðvar stofnunarinnar verða formlega fluttar í dag í ný heimkynni við Fornubakka í Hafnarfirði.
Sökuðu minnihlutann um dylgjur og útúrsnúninga
Enn var tekist á í bæjarráði Hafnarfjarðar í gær vegna fyrirhugaðrar sölu á hlut sveitarfélagsins í HS Veitum. Minnihlutinn sakar meirihlutann um að fylgja ekki verkferlum og að halda upplýsingum frá almenningi. Þá er spurt hvort vitneskja um mögulega fjárfesta hafi verið ljós frá upphafi og málið því keyrt áfram eins hratt og kostur er. Meirihlutinn vísar gagnrýninni á bug.
„Selja gullgæsina til að fela slæman rekstur“
Miklar umræður voru á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í gær vegna fyrirhugaðrar sölu á hlut sveitarfélagsins í HS Veitum sem samþykkt var í bæjarráði í síðustu viku. Minnihlutinn leggst alfarið gegn því að selja hlutinn og benda á að hann hafi skilað sveitarfélaginu miklum tekjum.
Höfnuðu því að fresta launahækkunum bæjarfulltrúa
Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hafnaði á bæjarstjórnarfundi í gær tillögu frá fulltrúum minnihlutans um að breyta þóknun til kjörinna fulltrúa í Hafnarfirði þannig að fyrirhugaðar hækkanir á þingfararkaupi nái ekki til þeirra. 
Ungur drengur beitti hníf í Hafnarfirði
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var með töluverðan viðbúnað við Lækjargötu í Hafnarfirði á sjötta tímanum í dag, þegar tilkynnt var að unglingur hefði beitt hníf í deilum sínum við annan ungling. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir að drengirnir séu 12 og 13 ára. Sá sem fyrir hnífaárásinni varð hafi ekki slasast alvarlega.
Myndskeið
Vilja selja til að stoppa upp í gatið
Meirihluti bæjarráðs í Hafnarfirði vill selja hlut bæjarins í HS Veitum til að bregðast við samdrætti sem er fyrirsjáanlegur vegna COVID-19 faraldursins. Fulltrúi Samfylkingarinnar segir enga umræðu hafa verið um málið og að fólki hugnist þetta ekki.
Hafnarfjörður skoðar sölu á HS Veitum vegna COVID-19
Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum fyrir helgi að hefja undirbúning að mögulegri sölu á hlut sveitarfélagsins í HS Veitum. Bærinn á rúmlega 15% hlut í fyrirtækinu og er þriðji stærsti hluthafinn.
Viðtal
Segir að lokun álversins yrði gríðarlegt högg
Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það yrði gífurlegt högg fyrir íslenskt atvinnulíf ef Rio Tinto hættir starfsemi í Straumsvík. Um 1.250 störf séu þarna undir, 500 störf hjá fyrirtækinu og 750 afleidd störf. Þá skapi fyrirtækið 60 milljarða króna í gjaldeyristekjur á ári, þar af skilja það hér eftir 22-23 milljarða króna í sköttum, launum og raforku á hverju ári.
Staða álversins alvarleg fyrir Hafnarfjörð
„Þetta er alvarlegt mál og við fylgjumst náið með framvindu þess. Við höfum áhyggjur,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, um fréttir af álverinu í Straumsvík. Fyrirtækið hefur tilkynnt að reksturinn verði endurskoðaður. Horft sé til ýmissa möguleika, meðal annars að draga úr framleiðslu eða jafnvel lokun álversins. Ástæðan er lækkandi heimsmarkaðsverð á áli og raforkukostnaður sem fyrirtækið segist ekki ráða við.  
12.02.2020 - 10:39
Annar piltanna útskrifaður af spítala
Annar piltanna tveggja, sem voru fluttir á gjörgæsludeild eftir slys í Hafnarfjarðarhöfn 17. janúar, er kominn heim eftir dvöl á Landspítala. Fréttablaðið greinir frá þessu.
Sátt um að Reykjanesbraut liggi áfram við álver
Ákveðið hefur verið, eftir viðræður fulltrúa Hafnarfjarðarbæjar og álvers Rio Tinto í Straumsvík, að tvöföld Reykjanesbraut frá gatnamótum að Krýsuvík að Hvassahrauni verði í núverandi vegstæði, í stað þess að færa hana eins og gert er ráð fyrir í aðalskipulagi bæjarins.
28.01.2020 - 12:18
Annar piltanna úr Hafnarfjarðarhöfn laus af gjörgæslu
Annar unglingspiltanna sem lagðir voru inn á gjörgæsludeild Landspítalans eftir að þeir lentu í Hafnarfjarðarhöfn síðastliðinn föstudag hefur verið fluttur á almenna deild. Þetta herma heimildir fréttastofu. Hinn pilturinn liggur enn á gjörgæslu.
24.01.2020 - 23:48
Bænastund í Hafnarfjarðarkirkju
Haldin verður samveru- og bænastund í Hafnarfjarðarkirkju í dag vegna slyss í gærkvöld þegar bíll, með þremur piltum í, fór í sjóinn við Óseyrarbryggju. Ástand tveggja piltanna er alvarlegt og voru þeir fluttir á gjörgæsludeild Landspítala. Sá þriðji var lagður inn á aðra deild á spítalanum og er líðan hans eftir atvikum, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu.
18.01.2020 - 12:42
Banaslys á Reykjanesbraut
Banaslys varð á Reykjanesbraut í gærkvöld. Samkvæmt heimildum fréttastofu rákust tveir bílar saman sem komu úr gagnstæðri átt og lést einn maður í öðrum þeirra í árekstrinum. Aðrir munu ekki hafa slasast alvarlega.
13.01.2020 - 06:01
Alvarlegt slys á Reykjanesbraut
Alvarlegt umferðarslys varð á Reykjanesbraut um klukkan hálftíu í kvöld, til móts við álverið í Straumsvík. Viðbragðsaðilar voru enn á slysstað skömmu fyrir miðnætti en ekki hafa fengist nánari upplýsingar um slysið, tildrög þess, fjölda slaðaðra eða hversu alvarleg meiðsl þeirra eru. UPPFÆRT: Viðbragðsaðilar hafa lokið störfum á slysstað og Reykjanesbrautin hefur verið opnuð fyrir umferð.
13.01.2020 - 00:23
Myndskeið
Björgunaraðgerðir gengu vonum framar miðað við aðstæður
Flutningaskipið sem losnaði frá bryggju í Hafnarfirði í morgun og rak að grjótgarði hefur nú verið dregið að Hvaleyrarbakka. Sævar Guðmundsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að björgunaraðgerðir hafi gengið vonum framar miðað við aðstæður.
08.01.2020 - 09:42
Jarðskjálfti um 3 að stærð við Helgafell
Um klukkan níu í morgun varð jarðskjálfti að stærðinni 2,9 um níu kílómetra suður af Helgafelli við Hafnarfjörð. Veðurstofunni hafa borist tilkynningar um að skjálftinn hafi fundist á Höfuðborgarsvæðinu.
17.11.2019 - 17:40
Haldlögðu áfengi og fjármuni í vélhjólaklúbbi
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í gærkvöld afskipti af félögum í vélhjólaklúbbi í húsi í Hafnarfirði. Þar lagði lögregla hald á áfengi og peninga. Peningarnir eru taldir afrakstur ölöglegrar áfengissölu. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Myndband
Lögregla er að hefja rannsókn á stórbruna
Lögregla hóf á hádegi rannsókn á bruna í iðnaðarhúsnæði við Fornubúðir í Hafnarfirði í fyrrinótt. Húsið er illa farið eftir brunann og nánast bara útveggirnir sem standa eftir. Húsið var hreinsað í morgun.
01.08.2019 - 12:57
Rafmagn komið á í Hafnarfirði og Garðabæ
Rafmagn er komið á aftur í Hafnarfirði, Garðabæ og á Álftanesi, en það fór af í tvígang í kvöld, fyrst á sjöunda tímanum og svo aftur seint á áttunda tímanum. Á Facebook-síðu HS Veitna kemur fram að bilun hafi orðið í háspennustreng.
17.05.2019 - 00:32