Færslur: Hafnarfjörður

Níu þúsund dauð atkvæði í kosningunum
Í sveitarstjórnarkosningunum á laugardag féllu alls um níu þúsund atkvæði dauð niður á landsvísu. Þetta gerir það að verkum að hluti kjósenda fær ekki „sinn“ fulltrúa kjörinn í sveitarstjórn, en hlutfallið er mismunandi eftir sveitarfélögum.
Guðmundur Árni vill mynda meirihluta með Framsókn
Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórnarkosningunum í Hafnarfirði, hefur sett sig í samband við Valdimar Víðisson, oddvita Framsóknarflokksins í bænum, og óskað eftir viðræðum um myndun meirihluta Samfylkingar og Framsóknar.
Rússneskum skipum bannað að koma í íslenskar hafnir
Þetta gildir um farþega- og flutningaskip sem eru 500 brúttótonn eða stærri, skemmtiferðaskip og lystisnekkjur. Bannið tók gildi á föstudag.
Fylgi flokka í Hafnarfirði
Samfylkingin í stórsókn og meirihlutinn í fallhættu
Fylgi Samfylkingarinnar hefur aukist verulega meðal hafnfirskra kjósenda, samkvæmt nýrri könnun Prósents, sem birt er í Fréttablaðinu í dag. Verði niðurstaða kosninganna í takt við niðurstöður þessarar könnunar er meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fallinn, þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn haldi sínu fylgi og Framsóknarflokkurinn bæti lítið eitt við sig.
Björgunarsveitir halda leit áfram í birtingu
Leit verður fram haldið að Svanhvíti Harðardóttur nú þegar birta tekur. Björgunarsveitir gerðu hlé á leitinni laust eftir miðnættið samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg. Þá höfðu rúmlega hundrað björgunarsveitarmenn leitað hennar í allan gærdag á stóru svæði í Hafnarfirði og allt í kringum bæinn.
23.04.2022 - 00:48
Bjössi Thor er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2022
Björn Thoroddsen er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar árið 2022. Björn, eða Bjössi Thor eins og hann er yfirleitt kallaður, hefur síðastliðna áratugi verið einn helsti jazztónlistarmaður landsins og hlotið ýmsar viðurkenningar sem slíkur.
Sigurður leiðir Miðflokkinn áfram í Hafnarfirði
Sigurður Þ. Ragnarsson bæjarfulltrúi leiðir lista Miðflokksins í Hafnarfirði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Listi flokksins í Hafnarfirði var samþykktur á félagsfundi í gærkvöld. Arnhildur Ásdís Kolbeins skipar annað sæti á listanum.
Rósa áfram oddviti Sjálfstæðisfólks í Hafnarfirði
Rósa Guðbjartsdóttir vann afgerandi sigur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði og leiðir lista flokksins í sveitarstjórnarkosningunum í maí. Rósa er bæjarstjóri Hafnarfjarðar og hefur setið í bæjarstjórn frá árinu 2006. Hún hlaut 904 atkvæði í 1. sætið. Orri Björnsson lenti í öðru sæti með 384 atkvæði í 1. - 2. sæti, en Kristinn Andersen í því þriðja með 404 atkvæði í 1. - 3. sæti.
Myndband
Yfir 100 útköll vegna veðurs: Stálgrindarhús sprakk
Björgunarsveitir hafa sinnt um hundrað útköllum það sem af er degi, flestum á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Vesturlandi. Engar tilkynningar hafa borist um slys á fólki en foktjón er töluvert.
25.02.2022 - 16:00
Sextán gefa kost á sér hjá Samfylkingunni í Reykjavík
Sextán gefa kost á sér í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor, þar á meðal sjö sitjandi borgarfulltrúar flokksins og tveir varaborgarfulltrúar.
Eftirför um óttubil lauk við barnaskóla í Hafnarfirði
Íbúar við Hjallabraut í Hafnarfirði vöknuðu í nótt þegar nokkrir lögreglubílar með blikkandi bláljós og kolsvartur sérsveitarbíll lokuðu götunni um óttubil.
Masilik komið til Hafnarfjarðar
Grænlenska fiskiskipið Masilik er komið í Hafnarfjarðarhöfn eftir að hafa strandað við Vatnsleysuströnd um kvöldmatarleytið í gærkvöldi, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni.
17.12.2021 - 07:38
Grænlenska fiskiskipið Masilik er laust af strandstað
Grænlenska fiskiskipið Masilik er laust af strandstað við Vatnsleysuströnd. Um borð eru nokkrir skipverjar þess og liðsmenn Landhelgisgæslunnar. Nú dregur varðskipið Freyja skipið til Hafnarfjarðar.
Leit hætt við Hafnarfjarðarhöfn - enginn fór í sjóinn
Leit hefur verið hætt í og við Hafnarfjarðarhöfn, þar sem óttast var að einstaklingur hefði farið í sjóinn við Norðurbakkann. Leitinni var hætt á fyrsta tímanum í nótt þegar viðkomandi fannst heill á húfi, fjarri höfninni, og reyndist ekki hafa farið í sjóinn yfirhöfuð.
Óttast að maður hafi farið í sjóinn í Hafnarfjarðarhöfn
Lögregla og Slökkvilið höfuðborgarasvæðisins er með talsverðan viðbúnað á Norðurbakka við Hafnarfjarðarhöfn, þar sem óttast er að maður hafi farið í sjóinn.
Ekkert enn vitað um eldsupptök í Hafnarfirði
Ekkert er enn vitað um upptök eldsvoðans í Hafnarfirði, þar sem kona lést í nótt. Þetta segir yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Íbúðin var full af reyk og mikill hiti. 
Eldur virðist hafa kraumað lengi áður en útkall barst
Vísbendingar eru um að eldur hafi náð að krauma býsna lengi, áður en útkall barst slökkviliðinu í Hafnarfirði í nótt. Þetta segir varðstjóri hjá slökkviliðinu. Kona á sjötugsaldri lést í eldsvoðanum, sem kom upp í þríbýlishúsi. 
14.10.2021 - 10:04
Hafnfirðingar, Garðbæingar og Akureyingar fá deilibíla
Svokallaðir deilibílar standa íbúum Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Akureyrar til boða. Slíkir bílar hafa síðustu ár verið á þrettán stöðum í borginni. 
07.10.2021 - 16:18
Ekki hægt að kenna bæjarstjórn um stöðu Hvaleyrarvatns
Það er ekki hægt að kenna bæjarstjórninni um vatnsstöðu í Hvaleyrarvatni, segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði. Staðan sé náttúruleg, rakin til þurrka og snjóleysis, og bærinn hafi gert það sama og áður til að sporna gegn henni. Fara þurfi varlega í að dæla í vatnið til að raska ekki afkastagetu vatnsveitunnar og afhendingaröryggi íbúa.
06.08.2021 - 09:31
Talsverðar skemmdir eftir bruna í risíbúð í Hafnarfirði
Eldur kom upp í risíbúð við Hringbraut í Hafnarfirði á fjórða tímanum í nótt. Að sögn varðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins gekk greiðlega að slökkva eldinn sem var einskorðaður við þessa einu íbúð í húsinu.
Covid-smit í Vinnuskóla Hafnarfjarðar
Covid-smit er komið upp hjá flokkstjóra innan Vinnuskóla Hafnarfjarðar. Þetta staðfestir Jón Grétar Jónsson, umsjónarmaður Vinnuskólans í samtali við fréttastofu RÚV. 
Móða frá gosinu mældist í Færeyjum í gær
Slæm loftgæði eru á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt mælingum Umhverfisstofnunar. Náttúruvársérfræðingur telur rétt að vara viðkvæma við loftmengun. Gosmóða mældist í Færeyjum í gær.
Eldur kviknaði út frá hleðslutæki
Þá var slökkvilið kallað út vegna elds sem kviknaði í íbúðarhúsi í Hafnarfirði síðar á ellefta tímanum. Eldurinn kviknaði út frá hleðslutæki fyrir síma, og voru íbúar búnir að slökkva eldinn þegar slökkvilið kom á vettvang.
Bæjarstjóri segir fólksfækkun í Hafnarfirði tímabundna
Íbúum í Hafnarfirði hefur fækkað um rúmlega 200 íbúa frá áramótum, sem er þvert á íbúaþróun í nágrannasveitarfélögunum. Frá áramótum fjölgaði íbúum í Reykjavík um 721, Kópavogsbúum hefur fjölgað um 439 og íbúum Garðabæjar um 327, samkvæmt nýjum tölum Þjóðskrár um íbúafjölda eftir sveitarfélögum.
Kona ók aðra niður eftir árekstur
Kona á þrítugsaldri var flutt á spítala síðdegis í gær eftir að önnur kona, einnig á þrítugsaldri, ók á hana fyrir utan verslun Nettó á Miðvangi í Hafnarfirði, að því er virtist vísvitandi.
02.06.2021 - 11:22