Færslur: Hafnarborg

Pistill
Útvíkkun einsleitrar myndlistarsenu
Sýningin Samfélag skynjandi vera, í Hafnarborg menningar- og listamiðstöð, er hugarfóstur sýningarstjóranna Wiolu Ujazdowsku og Huberts Gromny. Sýningunni er ætlað skapa vettvang þar sem margar raddir mætast og ólíkir möguleikar tjáningar og skynjunar eru skoðaðir.
Dansað á mörkum handverks og listar
Á sýningunni Efni:viður í Hafnarborg eru sýndir listgripir og nytjahlutir úr tré. Sýningin er upptaktur að Hönnunarmars sem verður hleypt af stokkunum í vikunni.
15.06.2020 - 14:55
Menningin
Forspá samsýning boðaði Þögult vor
Samsýning sem fjallar um umhverfisvá vegna loftslagsbreytinga var opnuð í Hafnarborg í janúar. Sýningin var skipulögð og sett upp áður en kórónuveirufaraldurinn braust út en titillinn var þó merkilega forspár um það sem var fram undan: Þögult vor.
07.05.2020 - 13:56
Ótrúlegt ævistarf saman komið á einum stað
Guðjón Samúelsson er langþekktasti arkitektinn í Íslandssögunni. Það er í sjálfu sér erfitt að fara út að ganga án þess að rekast á hús eftir hann. Í Hafnarborg, sem er eitt af hans húsum, stendur einmitt yfir sýning á verkum hans þessa dagana.
08.12.2019 - 15:14
Víðsjá
Hvernig komst einn maður yfir þetta allt?
„Það þekkja allir þessar byggingar, þær eru margar orðnar tákn fyrir stofnanir og staði; Háskóli Íslands, Hallgrímskirkja er eitt helsta tákn Reykjavíkur og Akureyrarkirkja fyrir Akureyri. En það eru kannski færri sem gera sér grein fyrir því að sami maðurinn hafi skapað öll þessi form,“ segir Pétur Ármannsson arkitekt og fræðimaður um gríðarlegt lífsstarf Guðjóns Samúelssonar, húsameistara ríkisins.
07.11.2019 - 09:21
Myndskeið
Hafnarfjörður í gegnum linsu 21. aldar
Í Hafnarborg stendur yfir samsýningin Tímahvörf en þar birtist sýn átta íslenskra og erlendra ljósmyndara á Hafnarfjörð á 21. öld.
02.07.2019 - 11:20
Myndlist með þögnum
Á neðri hæð Hafnarborgar er sýningin Umrót eftir Mörtu Maríu Jónsdóttur. Verkin eru óhlutbundin, á mörkum teikningar og málverks og ómálaður striginn verður hluti af myndheiminum. Sýningin stendur til 3. mars.
31.01.2019 - 15:32
Hlutgerving tónlistarinnar
Í Hafnarborg opnuðu tvær nýjar sýningar um helgina. Á efri hæðinni gefur að líta sýninguna Hljóðön sem fagnar fimm ára starfsafmæli samnefndrar tónleikaraðar um þessar mundir. Hún er tileinkuð samtímatónlist og hefur verið á dagskrá Hafnarborgar frá árinu 2013. Fjöldi verka prýðir salinn þar sem gerð er tilraun til að teygja sig út fyrir heim hljóða yfir í hið sjónræna.
30.01.2019 - 14:58
Safneignir eiga sér ýmsar hliðar
Ágústa Kristófersdóttir, forstöðumaður Hafnarborgar, segir að á afmælissýningunni 35/30 hafi þau Unnar Örn, sýningarstjóri, reynt að draga fram allar hliðar safneignarinnar, líka þær sem allajafna eru ekki sýndar.
10.06.2018 - 10:14
Málverkið er svakalega breiður faðmur
„Myndlist verður að vera opin til túlkunar,“ segir myndlistarmaðurinn Jón Axel Björnsson sem sýnir ný málverk og vatnslitamyndir á sýningunni Afstæði í Hafnarborg. Verk Jóns eru á jarðhæð safnsins, í Sverrissal, en á efri hæðinni sýnir Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir á sýningunni Margoft við sjáum og margoft við sjáum aftur. Hún er sammála Jóni um að ekki megi þröngva merkingu og túlkun upp á áhorfandann.
Draumar og minningar í ull sauðkindarinnar
Myndlistarkonan Ráðhildur Ingadóttir hefur á undanförnum árum deilt tíma sínum milli Kaupmannahafnar og Seyðisfjarðar. Á nýrri sýningu hennar í Hafnarborg í Hafnarfirði sem hún kallar upp á ensku Ultimate, Relative koma draumar, dagbókarbrot, búddismi og ullin af sauðkindinni við sögu.
27.01.2018 - 08:55
Japönsk hönnun í Hafnarborg
Í dag opnar Hafnarborg sýningu á vegum menningarstofnunarinnar Japan Foundation, þar sem japönsk hönnun er í öndvegi:„Þetta er fyrst og fremst samtímahönnun, hönnun frá síðustu árum. Yngstu gripirnir eru frá 2014 en svo er líka aðeins sögulegt yfirlit yfir japanska hönnun frá 20. öld,“ segir Ágústa Kristófersdóttir, safnstjóri Hafnarborgar.
28.10.2017 - 13:55
Litlir fuglar sem segja stóra sögu
Svokallaðir söngvarar eru heillandi fuglar, ekki bara vegna þess að þeir eru smáir og syngja vel, heldur vegna þess að þeir flækjast hingað til lands og verða hér strandaglópar.
Málverkið blómstrar á breyttum forsendum
„Ég vona að þetta veki hugleiðingar um hvað er hægt að gera með málverkinu og eins hugleiðingar um það hvað málverk er,“ segir Jóhannes Dagsson, listheimspekingur og sýningarstjóri sýningarinnar Málverk - ekki miðill, sem opnuð var í Hafnarborg á föstudag. 
29.08.2017 - 09:42
Listaverk úr brauðdeigi
Listamaðurinn Egill Sæbjörnsson fjallar um borgarskipulag og mikilvægi töfra í umhverfi okkar í nýrri innsetningu í aðalsal Hafnarborgar í Hafnatrfirði. 
31.10.2016 - 16:04