Færslur: Hafið

Viðtal
Fræðsla um plast skilaði ekki nægum árangri
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, mælti á Alþingi í gær fyrir frumvarpi sem kveður á um bann við sölu á ýmis konar einnota plastvörum. Frumvarpið er hugsað sem næsta skref í framhaldi af hertum reglum um burðarpoka úr plasti sem tóku gildi í fyrra. Við ákvörðun á því hvaða vörur ætti að banna var horft til þess hvers konar rusl finnst helst við strendur ríkja í Evrópu.
05.05.2020 - 10:01
Unnið að loftslagslausnum í Blábankanum
Um þrjátíu manns frá Íslandi og útlöndum unnu að nýjum lausnum og hugmyndum í tengslum við hafið í Loftslagsskólanum í Blábankanum á Þingeyri á Vestfjörðum. Skólinn er hluti af alþjóðlegu samstarfi og hefur verið haldinn með mismunandi áherslum í New York, Tókíó og á Þingeyri.
06.09.2019 - 17:59
Telja ummæli líffræðings mistúlkuð
Fulltrúar Samtaka hvalaskoðunarfyrirtækja og Hafrannsóknarstofnunar funduðu í dag um ummæli líffræðings stofnunarinnar í frétt um helgina eftir að um 50 grindhvalir syntu á land við Útskála í Garði. Hafrannsóknastofnun telur ummæli líffræðingsins hafa verið mistúlkuð og að ekki sé ástæða til að draga þau til baka.
07.08.2019 - 15:53
Fjölbreytileiki og furðuverur á hafsbotni
Áhöfn rannsóknaskips Hafrannsóknastofnunar, Bjarna Sæmundssonar, kannaði lífríki hafsbotsins á dögunum og þar kenndi ýmissa grasa. Meðal annars fann leiðangursfólk furðudýr á Kötlugrunni sem sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun segir ekki enn vitað hverrar tegundar er.
01.08.2019 - 11:15
Íslensk flugvél í neðansjávar skemmtigarði
Íslenskri flugvél var komið fyrir í skemmtigarði á hafsbotni við Barein í vikunni. Vélin, sem er af gerðinni Boeing 747, var áður í eigu Air Atlanta. Þetta er í fyrsta sinn sem svo stórri vél er sökkt og komið fyrir á hafsbotni, en hún er 70 metrar á lengd.
16.06.2019 - 15:26
Erlent · Boeing · Hafið
Myndskeið
Jafn mikið plast í maga þorsks og ufsa
Jafnmikið örplast er í maga fisks við vesturströnd landsins, hvort sem heimkynni hans eru á sjávarbotni eða ofar. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar. Anne de Vries er nú á lokaspretti við gerð meistaraverkefnis. Hún er í meistaranámi í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða og rannsakar plastmagn í maga þorsks og ufsa. Anne kynnti rannsóknirnar á málstofu hjá Hafrannsóknastofnun í dag.
23.11.2018 - 22:07
Þekktasta verk Leccia í Listasafni Íslands
Vidjóverkið og innsetningin La Mer, eða Hafið, yfirtekur heilan sal í Listasafni Íslands. Víðsjá ræddi við Æsu Sigurjónsdóttur um Hafið og höfund þess, hinn korsíkanska Ange Leccia.
Hafið á að tala í samtímann en tekst það ekki
„Verkið fjallar í grunninn um hvaða áhrif kvótakerfið hafði þegar það var sett á og sú gagnrýni á raun enn við í dag, hvernig kvótakerfið tekur sjálfstæðið af einstökum sjómönnum og færir auðinn í hendur fárra.“ Guðrún Baldvinsdóttir rýnir í Hafið.
Gagnrýni
Vantar kraft og frumleika í Hafið
Jólasýning Þjóðleikhússins, Hafið eftir Ólaf Hauk Símonarson, fær ekki góðar móttökur hjá gagnrýnendum Menningarinnar. Bryndís Loftsdóttir og Snæbjörn Brynjarsson segja að uppsetningin sé ekki nógu metnaðarfull og góður efniviður komist illa til skila vegna skorts á heildarsýn.
Sjónræn áhrif Búrfellslundar yrðu verst
Neikvæðustu umhverfisáhrif 200 megavatta vindorkuvers við Búrfell yrðu sýnileiki þeirra, segir í frummatsskýrslu Landsvirkjunar um umhverfisáhrif. Samkvæmt henni yrðu áhrif á jarðmyndanir, gróður og fuglalíf hverfandi og áhrif á sveitarfélög á svæðinu jákvæð.