Færslur: Hafdís Huld

Lestin
„Litla fólkið segir mér að ég svæfi þau á kvöldin“
Mörg íslensk börn alast upp við að hlýða á rödd Hafdísar Huldar á hverju kvöldi og sofna ekki öðruvísi en við söng hennar. Plata hennar, Vögguvísur, hefur verið ein mest streymda íslenska platan á Spotify svo árum skiptir og ekkert lát er á vinsældunum.
16.10.2020 - 11:29
Mannlegi Þátturinn
Spilar, syngur og hugsar um börn og hænur
Hafdís Huld hefur verið víðförul í gegnum tónlistarferil sinn en hún var í grunnskóla þegar hún gekk til liðs við hljómsveitina GusGus. Í gegnum alla menntaskólagönguna ferðaðist hún um heiminn með hljómsveitinni á milli þess sem hún sótti kennslustundir þegar að hún var á Íslandi. Í dag ætti hún að vera í tónleikaferð með eiginmanni sínum en í stað þess flytja þau nú eitt lag á dag á netinu fyrir aðdáendur sína um allan heim.
25.04.2020 - 14:58
Gagnrýni
Tilbrigði við stef
Ný plata Hafdísar Huldar inniheldur strípaðar ábreiður yfir lög annarra. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í verkið, sem er plata vikunnar á Rás 2.
Leyfðu þér litla drauma
„Það þurfa ekki allir að vera kúl, það er bara þreytandi,“ segir tónlistarkonan Hafdís Huld, sem sendi fyrr á árinu frá sér sína fjórðu sólóplötu, Dare to Dream Small. Hún hefur verið á tónleikaferðum undanfarið, m.a. í Kína, þar sem henni og Bangsímon var bannað að koma fram.
19.11.2017 - 16:00
Hafdís Huld í Stúdíói 12
Söngkonan Hafdís Huld mætti galvösk í stúdíó 12 og tók þrjú lög af nýútkominni plötu sinni, Dare to Dream Small. Með Hafdísi kom fram Alistair Wright, unnusti hennar og samverkamaður í tónlistinni til tíu ára.
11.11.2017 - 14:48
Tónlistargagnrýni
Nýbylgjuskotið sumarpopp
Nýjasta plata Hafdísar Huldar ber með sér þægilegt, ljúfstreymt popp með nettu nýbylgjukryddi. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í verkið sem er plata vikunnar á Rás 2.  
Dare To Dream Small – Hafdís Huld
Nýjasta plata Hafdísar Huldar Dare to Dream Small kom út í Evrópu þann 28. júlí síðastliðinn. Platan er tekin upp í Stúdíó Suðurá í Mosfellsdal veturinn 2016 - 2017 og um útsetningar og upptökustjórn sá Alisdair Wright. Lögin á plötunni tengjast öll ákveðnu þema og koma inn á fegurðina í hversdagsleikanum, litla drauma og það að vera sáttur við sitt. Platan hefur hlotið mjög góða dóma og vandaðir textar Hafdísar á plötunni hafa vakið verðskuldaða athygli.
15.08.2017 - 11:38