Færslur: Hættustig

Fyrsta andlát covid-sjúklings á Sjúkrahúsinu á Akureyri
Fyrsta andlát covid-sjúklings á Sjúkrahúsinu á Akureyri varð um helgina. 9 sjúklingar eru nú inniliggjandi á sjúkrahúsinu, þrír þeirra vegna covid en sex af öðrum orsökum. 
21.02.2022 - 14:14
Yfir 300 aðgerðum þegar frestað á Landspítala
Yfir þrjú hundruð færri aðgerðir hafa verið gerðar á Landspítala en til stóð í þær tæpu tvær vikur sem starfsemi spítalans hefur verið á hættustigi. Þetta eru ýmis konar aðgerðir að sögn framkvæmdastjóra aðgerðasviðs spítalans sem segir að bráðaaðgerðir séu settar í forgang. Það verði stórt verkefni að vinna þetta upp þegar starfsemin kemst af hættustigi.
Á hættustigi í fimmta skipti í faraldrinum
Verið er að endurskipuleggja starfsemi Landspítala vegna fjölgunar kórónuveirusmita og fjölda innlagna fólks með COVID-19. Farsóttanefnd spítalans fundar nú daglega eftir að starfsemin var færð upp á hættustig síðdegis í gær.
Aðgerðum frestað og heimsóknabann á Landspítala
Aðgerðum á Landspítala verður frestað og önnur deild verður opnuð fyrir covid-sjúklinga eftir að starfsemi spítalans var færð á hættustig síðdegis í dag vegna mikillar fjölgunar kórónuveirusmita. Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir starfandi forstjóri spítalans segir áhrifin á starfsemi spítalans margvísleg.
Hættustig almannavarna lækkað við gosstöðvarnar
Almannavarnastig vegna eldgossins í Geldingadölum hefur verið lækkað úr hættustigi niður í óvissustig. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra sem tók ákvörðunina í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum.
Minni úrkomu að vænta en enn hættustig í Út-Kinn
Enn er hættustig í gildi í Út-Kinn vegna úrkomu og aurskriðna og vegurinn þangað er lokaður fyrir almennri umferð. Íbúum er þó heimilt að dvelja á heimilum sínum en þeir hvattir til að fara um vegina í björtu.
07.10.2021 - 15:22
Myndskeið
Greinileg sár í hlíðum eftir aurskriður næturinnar
Aðgerðastjórn lögreglustjórans á Norðurlandi eystra situr á fundi og fer yfir gögn frá Landhelgisgæslunni, sem flaug yfir skriðusvæðið í Suður-Þingeyjarsýslu í dag.
03.10.2021 - 15:58
Rýming enn í gildi en staðan batnar á Ólafsfirði
Slökkvilið Fjallabyggðar og björgunarsveitir vinna enn hörðum höndum að því að dæla upp úr kjöllurum og brunnum á Ólafsfirði eftir þráláta úrkomu. Loks hefur tekið að draga úr úrkomu og Hermann Karlsson, aðalvarðstjóri í aðgerðarstjórn hjá lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra, segir slökkviliðið hafa náð utan um stöðuna. Áfram eigi þó að rigna í dag.
03.10.2021 - 12:41
Mæðgur í sóttkví á Ófeigsstöðum vaktar um miðja nótt
„Móðir mín sem er 85 ára, hún hefur aldrei kynnst þessu,“ segir Kristjana Einarsdóttir, sem býr ásamt móður sinni á Ófeigsstöðum í Þingeyjarsýslu. Bærinn er einn þeirra bæja sem var rýmdur í nótt vegna skriðuhættu þegar hættustigi var lýst yfir í Kinn og Útkinn í Þingeyjarsýslu. Kristjana segir að þeim mæðgum hafi verið brugðið þegar þær voru vaktar um eitt leytið í nótt.
03.10.2021 - 10:20
Rýming í Útkinn: „Aldrei vitað aðra eins rigningu“
Hættustigi var lýst yfir í Kinn og Útkinn í Þingeyjarsýslum á öðrum tímanum í nótt vegna úrkomu og skriðuhættu. Nokkrir bæir í Útkinn voru rýmdir, Björg, Ófeigsstaðir, Rangá, Engihlíð og Þóroddsstaðir. Hátt í þrjátíu manns þurftu að yfirgefa heimili sín. Nokkrar aurskriður féllu í nótt og sums staðar er hátt í einn og hálfur metri af aur á vegum.
03.10.2021 - 08:10
Hættu- og óvissustigi aflétt um sunnanvert landið
Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að að aflétta hættu- og óvissustigi vegna gróðurelda frá Austur-Skaftafellssýslu að Hvalfjarðarbotni í samráði við lögreglustjórana á Suðurlandi, Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu.
28.05.2021 - 13:58
Áfram þurrt og fólk brýnt til að gæta varkárni með eld
Austur-Skaftafellssýsla er nú á hættustigi vegna gróðurelda. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum brýnir fyrir fólki að fara varlega með eld utandyra. Fljótlegra sé að telja upp svæði þar sem hættustig gildir en ekki.
20.05.2021 - 09:42
Áfram bannað að grilla
Viðbúnaðarstig almannavarna vegna gróðurelda hefur verið lækkað úr hættustigi niður á óvissustig á Reykjanesi eftir þó nokkra úrkomu. Viðbúnaðarstig hefur hins vegar verið hækkað úr óvissustigi yfir á hættustig á Norðurlandi vestra.
14.05.2021 - 15:46
Hættustig á Keflavíkurflugvelli um miðjan dag
Hættustigi var lýst yfir á Keflavíkurflugvelli um miðjan dag í dag eftir að flugmaður einkaþotu tilkynnti um bilun í lendingabúnaði eftir flugtak. Í ljós kom að nefhjól þotunnar hafði skekkst.
Hættustig: Allar stöður mannaðar og búa sig undir átök
Hættustig almannavarna er nú í gildi á Reykjanesinu og höfuðborgarsvæðinu. Viðbúnaðarstigið þýðir litla breytingu fyrir hinn almenna borgara, þó að verið sé að búa sig undir alls konar aðstæður bak við tjöldin. Engin merki eru enn um gosóróa á Reykjanesinu eftir jarðskjálftahrinuna fyrr í dag. Sá stærsti var 5,7 að stærð en vísindamenn segja fólk að búa sig undir enn stærri skjálfta.
Myndskeið
Allt í rúst á skíðasvæðinu á Siglufirði
Skíðaskálinn í Skarðsdal á Siglufirði og gámar og vélar eru ónýt eftir snjóflóðið sem þar féll í nótt, segir umsjónarmaður skíðasvæðisins. Íbúar níu húsa sem rýmd voru á Siglufirði hafa allir fengið húsaskjól í nótt. 
20.01.2021 - 22:30
Landspítali undirbýr afléttingu neyðarstigs
Landpítali hefur hafið undirbúning að afléttingu neyðarstigs sem var lýst yfir 25. október. Stefnt er að því að færa spítalann á hættustig á morgun. Þetta er gert í kjölfar mats viðbragsstjórnar og farsóttanefndar spítalans um að tök hafi náðst á hópsmitinu sem kom upp á Landakoti og að spítalinn sé í stakk búinn að starfa á hættustigi.