Færslur: Hæstiréttur Íslands

Ólafur afturkallar kæru til Mannréttindadómstólsins
Ólafur Ólafsson, iðulega kenndur við Samskip og fyrrverandi hluthafi í Kaupþingi, hefur dregið kæru sína til Mannréttindadómstóls Evrópu til baka. Dómstóllinn hefur fellt mál hans niður.
Einn dómara Hæstaréttar í máli HR kennir við skólann
Synjun Hæstaréttar á áfrýjunarbeiðni Kristins Sigurjónssonar, fyrrverandi lektors við Háskólans í Reykjavík hefur verið felld úr gildi þar sem einn dómaranna sem tóku beiðnina fyrir er einnig kennari við Háskóla Reykjavíkur, sem á aðild að málinu.
Fallist á beiðni um endurupptöku í Glitnismáli
Krafa Magnúsar Arnars Argrímssonar um endurupptöku sakamáls sem dæmt var í Hæstarétti 2015 hefur hlotið samþykki endurupptökunefndar.
Páll Sverrisson fékk bætur og afsökunarbeiðni
Páll Sverrisson segist hafa fengið milljónir greiddar úr ríkissjóði. Árið 2018 komst ríkislögmaður að þeirri niðurstöðu að þrír dómstólar væru bótaskyldir vegna birtinga á viðkvæmum persónuupplýsingum um hann. Auk þess fékk Páll skriflega afsökunarbeiðni frá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra.
Sautján vilja setjast í Endurupptökudóm
Sautján sækja um embætti tveggja dómenda og tveggja varadómenda við Endurupptökudóm. Dómurinn er sérdómstóll sem tekur til starfa 1. desember næstkomandi og leysir endurupptökunefnd af hólmi.
Hæstiréttur klofinn í nauðgunarmáli
Hæstiréttur klofnaði þegar kveðin var upp ómerking á dómi Landsréttar. Konu var gefið að sök að hafa átt þátt í því að sambýlismaður hennar nauðgaði konu með þroskaskerðingu. Maðurinn lést áður en málið var tekið til aðalmeðferðar í héraðsdómi.
Átta sóttu um embætti dómara við Hæstarétt
Átta sóttu um tvö embætti dómara við Hæstarétt Íslands. Embættin voru auglýst þann 10. júlí síðastliðinn og rann umsóknarfrestur út í fyrradag. Fjórir umsækjenda eru Landsréttardómarar, tveir þeirra eru lagaprófessorar, einn er héraðsdómari og einn er lögmaður. Hlutfall karlkyns og kvenkyns umsækjenda er hnífjafnt.
29.07.2020 - 16:12
Tveir dómarar við Hæstarétt biðjast lausnar
Hæsta­rétt­ar­dóm­ar­arn­ir Greta Bald­urs­dótt­ir og Þor­geir Örlygs­son hafa sótt um lausn frá embætti. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir  dómsmálaráðherra greindi frá þessu á rík­is­stjórn­ar­fundi í dag.
„Mjög umhugsunarvert fyrir Hæstarétt Íslands“
Íslenska ríkið hefur viðurkennt brot gegn sex fyrrverandi starfsmönnum Byko og Húsasmiðjunnar. Þeir voru dæmdir í Hæstarétti 2016 fyrir verðsamráð, en töldu málsmeðferðina ólögmæta þar sem engar vitnaleiðslur fóru fram og því var engin bein sönnunarfærsla fyrir Hæstarétti. Sátt um bótagreiðslur náðist fyrir Mannréttindadómstól Evrópu í morgun. Lögmaður eins þeirra býst við að allir íhugi að sækja frekari skaðabætur.
Fjórir landsréttardómarar og ríkissaksóknari sækja um
Fjórir landsréttardómarar og ríkissaksóknari sækja um stöðu Hæstaréttardómara. Umsóknarfrestur um embættið rann út 16 .mars síðastliðinn. 
18.03.2020 - 13:27