Færslur: Hæstiréttur Bandaríkjanna

Atkvæðagreiðsla um tilhögun þungunarrofs í Kansas
Kjósendur í Kansas, einu miðvesturríkja Bandaríkjanna, ganga í dag til atkvæðagreiðslu um hvernig haga skuli reglum um þungunarrof í ríkinu. Það er því í höndum Kansasbúa sjálfra að ákveða hvort rétturinn til þungunarrofs verði afnuminn úr stjórnarskrá ríkisins.
Fjöldi stofnana býður ekki lengur þungunarrof
Að minnsta kosti 43 heilbrigðisstofnanir víðs vegar um Bandaríkin eru hættar að bjóða konum upp á þungunarrof. Það gerist í kjölfar úrskurðar hæstaréttar sem felldi í lok júní úr gildi stjórnarskrárvarinn rétt kvenna til þungunarrofs.
Þungunarrof áfram löglegt í Kentucky - í bili
Þungunarrof verður löglegt í Kentucky enn um sinn, þrátt fyrir að lög um hið gagnstæða hafi tekið gildi í ríkinu daginn sem hæstiréttur Bandaríkjanna ógilti hálfrar aldar gamlan dóm sem tryggði rétt kvenna til þungunarrofs. 30. júní samþykkti Mitch Perry, dómari við umdæmisdómstól í Kentucky, lögbann á að lögunum yrði framfylgt og í gær ákvað hann að lögbannið skyldi framlengt.
Bandaríkin
17 þingmenn Demókrata handteknir í mótmælaaðgerðum
Minnst sautján þingmenn Demókrataflokksins á Bandaríkjaþingi voru handteknir í mótmælum fyrir utan hæstarétt Bandaríkjanna í höfuðborginni Washington í kvöld. Þar safnaðist fólk saman til að mótmæla nýlegri ákvörðun meirihluta dómaranna um að ógilda hálfrar aldar gamlan úrskurð forvera sinna, sem kvað á um stjórnarskrárvarinn rétt kvenna til að ráða eigin líkama og þar með til að undirgangast þungunarrof.
Bandaríkin
Þúsundir mótmæltu dómi hæstaréttar við Hvíta húsið
Um 10.000 manns, meirihlutinn konur, söfnuðust í dag saman í Washington DC, höfuðborg Bandaríkjanna, og gengu fylktu liði að aðsetri Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu til að mótmæla afnámi hæstaréttar á stjórnarskrárvörðum rétti kvenna til þungunarrofs.
Biden undirritar tilskipun um þungunarrof
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur undirritað forsetatilskipun sem ætlað er að vernda réttinn til þungunarrofs og aðgengis að getnaðarvörnum. Hæstiréttur felldi úr gildi úrskurð sem tryggði réttinn til þungunarrofs á landsvísu í síðasta mánuði.
Þær sem þurfa að fara úr heimaríki hljóti alríkisvernd
Joe Biden Bandaríkjaforseti segir konur sem þurfa að fara úr heimaríki sínu til að fara í þungunarrof verði verndaðar af alríkisstjórninni. Milljónir kvenna í Bandaríkjunum misstu stjórnarskrárvarinn rétt til þungunarrof í síðustu viku.
02.07.2022 - 15:07
Máttu ekki setja þak á útblástur kolabrennsluvera
Umhverfisstofnun Bandaríkjanna mátti ekki setja þak á útblástur kolabrennsluvera í landinu. Þetta er niðurstaða íhaldssams meirihluta dómara við Hæstarétt. Kolabrennsluver framleiða um fimmtung alls rafmagns í landinu.
Breyer hættir á morgun eftir 28 ár í Hæstarétti
Stephen Breyer, bandarískur hæstaréttardómari, sest í helgan stein á morgun eftir 28 ára setu. Ketanji Brown Jackson tekur sæti hans og verður fyrsta svarta konan til að gegna embætti hæstaréttardómara.
Þetta helst
Þungunarrofsdómurinn sem gæti breytt heimsmyndinni
Rétturinn til þungunarrofs er ekki lengur varinn í stjórnarskrá Bandaríkjanna eftir að nýr Hæstiréttur ógilti rúmlega fimmtíu ára gamlan dóm á jónsmessunni, Roe gegn Wade. Þessi 350 milljóna þjóð fékk þarna enn einn fleyginn á milli sín. Fólk ýmist grætur af gleði eða sorg, yfir því að réttur kvenna til að hafa vald yfir eigin líkama vegur ekki lengur eins þungt og réttur fósturs til þroska.
28.06.2022 - 14:40
Fjöldamótmæli vegna úrskurðar hæstaréttar halda áfram
Mótmæli vegna ógildingar hæstaréttar á tímamótadómi sem tryggði bandarískum konum rétt til að ráða eigin líkama fyrir tæpri hálfri öld héldu áfram víðs vegar um Bandaríkin í gær. Búist er við að þeim verði fram haldið í dag.
Vikulokin
„Við erum að snúa til baka“
Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði, segir algjöra pattstöðu í bandarísku stjórnkerfi helstu ástæðu þess að réttindamál einstaklinga fá ekki eðlilega afgreiðslu á vettvangi stjórnmálanna.  
Milljónir glatað frelsinu til að stjórna eigin líkama
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, birti fyrir stundu færslu á Twitter þar sem hann bregst við úrskrurði Hæstaréttar Bandaríkjanna um að fella úr gildi réttindi kvenna til þungunarrofs.
Einn dómara vill líka endurskoða samkynja hjónabönd
Fleiri réttindi en rétturinn til þungunarrofs gætu verið í hættu eftir að meirihluti hæstaréttar Bandaríkjanna birti úrskurð sinn í máli þar sem kveðið er á um að fordæmisgefandi niðurstaða í máli Roe gegn Wade frá því fyrir hálfri öld skyldi felld úr gildi.
Hæstiréttur Bandaríkjanna
Bannað að banna fólki að bera byssur á almannafæri
Hæstiréttur Bandaríkjanna komst í gær að þeirri niðurstöðu að rúmlega aldargömul löggjöf í New York-ríki, sem takmarkar heimildir fólks til að bera skotvopn á almannafæri, stangist á við annan viðauka stjórnarskrárinnar. Úrskurðurinn setur svipaða löggjöf í öðrum ríkjum Bandaríkjanna í uppnám og er mikið högg fyrir þau öfl sem vinna að því að draga úr byssuofbeldi þar í landi.
Meinað um sakramenti vegna stuðnings við þungunarrof
Erkibiskup kaþólsku kirkjunnar í San Franscisco tilkynnti Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, að henni væri óheimilt að ganga til altaris vegna afstöðu hennar til þungunarrofs. Þetta kom fram í tilkynningu erkibiskupsdæmisins í dag.
Næstum allt þungunarrof bannað í Oklahoma
Löggjafarþing Oklahomaríkis í Bandaríkjunum samþykkti í gær lög sem banna þungunarrof allt frá getnaði, með örfáum undantekningum. Lögin eru þau hörðustu sem samþykkt hafa verið í málaflokknum vestra.
Öldungadeildin greiðir atkvæði um þungunarrofslög
Þingmenn öldungadeildar Bandaríkjaþings greiða á miðvikudag atkvæði um frumvarp til laga sem tryggja á rétt til þungunarrofs um landið allt. Ekki þykir líklegt að frumvarpið hljóti brautargengi. Ný skoðanakönnun sýnir afar ólíka afstöðu fylgjenda stóru flokkanna tveggja til málsins.
Væntanlegum úrskurði um þungunarrof mótmælt
Fjöldi fólks safnaðist í gær saman í borgum víðs vegar um Bandaríkin til að lýsa yfir stuðningi við að þungunarrof verði áfram löglegt í landinu. Óttast er að meirihluti hæstaréttar felli í sumar úr gildi úrskurð í máli sem tryggði stjórnarskrárvarinn rétt til þungunarrofs fyrir tæpri hálfri öld.
Hyggjast mótmæla þungunarrofsdómi í allt sumar
Nokkur bandarísk félagasamtök sem styðja rétt til þungunarrofs hvetja til mótmæla um allt land í næstu viku. Ástæðan er uggur um að meirihluti hæstaréttar hyggist fella úr gildi úrskurð í máli sem tryggði réttinn til þungunarrofs fyrir tæpri hálfri öld.
Fimm aftökur í Bandaríkjunum það sem af er ári
Carman Deck, fangi á dauðadeild í Missouri var tekinn af lífi í gærkvöldi með banvænni lyfjablöndu. Hann var sakfelldur fyrir að hafa myrt tvær manneskjur fyrir aldarfjórðungi. Það sem af er ári hafa fimm fangar verið teknir af lífi í Bandaríkjunum.
Hörð þungunarrofslög staðfest í Oklahóma
Kevin Stitt, ríkisstjóri í Oklahóma, staðfesti í dag einhver hörðustu þungunarrofslög sem um getur í Bandaríkjunum. Drögum að meirihlutaáliti Hæstaréttar sem ógildir stjórnarskrárvarinn rétt til þungunarrofs var lekið í gær. Hæstiréttur Bandaríkjanna staðfesti þann rétt árið 1973 í málinu Roe gegn Wade.
Þungunarrof yrði samstundis bannað í 22 ríkjum
Búist er við því að þungunarrof verði bannað í fjölda ríkja í Bandaríkjunum eftir að hæstiréttur kveður upp dóm sinn í þungunarrofsmáli í sumar. Drög að meirihlutaáliti voru birt í gær en þau sýna að meirihluti réttarins hyggst fella úr gildi úrskurð í máli sem tryggði réttinn til þungunarrofs fyrir hálfri öld.
Aftöku fjórtán barna móður frestað í Texas
Áfrýjunarglæpadómstóll í Texas í Bandaríkjunum fyrirskipaði í gær að fresta skuli aftöku Melissu Lucio. Hún var dæmd til dauða fyrir að hafa orðið dóttur sinni að bana árið 2007 en aftakan var fyrirhuguð 27. apríl.
Ákæra vegna þungunarrofs felld niður í Texas
Saksóknari í Texas felldi í dag niður ákæru á hendur konu sem var handtekin nokkrum dögum áður eftir að hafa undirgengist þungunarrof. Málið hefur vakið almenna vanþóknun um öll Bandaríkin.