Færslur: Hæstiréttur Bandaríkjanna

Hæstiréttur hafnar kröfu um ógildingu „öfgalaganna“
Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði formlega í dag kröfum mannréttindasamtaka og þeirra sem framkvæma þungunarrof um að hindra gildistöku afar umdeildra laga sem Texas-ríki setti um bann við þungarrofi.
Texas: Þungunarrof óheimilt eftir sex vikna meðgöngu
Umdeild lög um þungunarrof taka gildi í Texas í Bandaríkjunum í dag. Samkvæmt nýju lögunum verður þungunarrof óheimilt eftir sex vikur meðgöngu.
Milljónir Bandaríkjamanna gætu orðið heimilislausar
Milljónir Bandaríkjamanna gætu staðið frammi fyrir því að verða bornir út af heimilum sínum á næstunni. Á sunnudag rennur út bann við útburðargerðum sem gilt hefur um gjörvöll Bandaríkin um ellefu mánaða skeið.
Framboð Trumps vill að Hæstiréttur snúi niðurstöðu
Rudy Giuliani lögmaður Donalds Trump hefur fyrir hönd framboðs forsetans farið þess á leit við Hæstarétt Bandaríkjanna að hann snúi þremur úrskurðum um gildi póstatkvæða sem dómstóll í Pennsylvaníu-ríki kvað upp í nóvember.
Texas höfðar mál til að fá úrslitum hnekkt
Ríkissaksóknari Texas hefur höfðað mál fyrir hæstarétti Bandaríkjanna á hendur fjórum ríkjum til að freista þess að framlengja frest til að staðfesta úrslit forsetakosninganna 3. nóvember. Hann segir ríkin hafa farið á svig við reglur við framkvæmd kosninga þar.
Stuðningsmenn Trumps leita til Hæstaréttar
Nokkrir stuðningsmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta fara þess á leit við Hæstarétt Bandaríkjanna að hann fresti því að kosningaúrslit í Pennsylvaníu verði endanlega staðfest.
Spennan eykst þegar vika er til forsetakosninga vestra
Donald Trump Bandaríkjaforseti kann að fá aukinn byr í seglin eftir staðfestingu öldungadeildar Bandaríkjaþings á Amy Coney Barrett sem hæstaréttardómara.
Barrett segir lögin alltaf eiga að ráða för
Amy Coney Barrett nýskipaður dómari við Hæstarétt Bandaríkjanna lýsti því yfir að hún muni hvorki láta pólítísk öfl né eigin skoðanir hafa áhrif á störf sín.
Öldungadeildin staðfestir skipun Amy Coney Barrett
Þingmenn öldungadeildar Bandaríkjaþings samþykktu skipun Amy Coney Barrett í embætti hæstaréttardómara nú skömmu eftir miðnættið að íslenskum tíma.
Barrett segir lög og reglur muni ráða úrskurðum sínum
Hæstaréttardómaraefnið Amy Coney Barrett kveðst munu leggja persónulegar skoðanir sínar til hliðar við ákvarðanatöku í mikilvægum málum. Hún þagði þó þunnu hljóði um hvaða afstöðu hún tæki til þungunarrofs, þegar hún kom í fyrsta sinn fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings.
Tekist á í málflutningi um skipun dómara
Varaforsetaefni Demókrata sagði á þingi í dag að það skipti Repúblíkana meira máli að skipa hæstaréttardómara í Bandaríkjunum sem fyrst en hjálpa almenningi í heimsfaraldri. Fjöldi manns mótmælti við þinghúsið þegar öldungadeildin hóf málflutning vegna skipunar Amy Coney Barrett í hæstarétt. 
Donald Trump stóð við stóru orðin og tilnefndi Barrett
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stóð við loforð sitt og tilnefndi í kvöld Amy Coney Barrett til að taka sæti Ruth Bader Ginsburg í Hæstarétti Bandaríkjanna. Á meðan Ginsburg var talsmaður kvenfrelsis og frjálslyndis er Barrett fulltrúi kristinna íhaldsafla og er harður andstæðingur þungunarrofs.
Konurnar tvær og leiðin í sæti hæstaréttardómara
Tvær konur eru efstar á lista Donalds Trump Bandaríkjaforseti sem arftaki hæstaréttardómarans Ruth Bader Ginsburg. Forsetinn kveðst munu tilkynna val sitt næstkomandi föstudag eða á laugardag.
Biden biðlar til þingmanna Repúblikana
Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrata, hvatti þingmenn í dag til að koma í veg fyrir að nýr hæstaréttardómari yrði skipaður fyrir kosningar. Hann sagðist enga von bera til þess að forsetinn eða leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni myndu ekki reyna að beita valdi sínu.
Tveir þingmenn Repúblikana vilja bíða með skipun dómara
Lisa Murkowski, öldungardeildarþingmaður Repúblikana frá Alaska, lýsti því yfir í dag að hún sé andvíg því að greiða atkvæði um staðfestingu nýs hæstaréttardómara þegar svo skammt er til forsetakosninga. Donald Trump Bandaríkjaforseti vill tilnefna arftaka Ruth Bader Ginsburg sem fyrst. Bæði Trump og Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, vilja staðfesta nýjan dómara fyrir kosningar. McConnell kom í veg fyrir skipun hæstaréttardómara fyrir síðustu kosningar.
Trump kveðst ætla að tilnefna konu í Hæstarétt
Arftaki hinnar frjálslyndu Ruth Bader Ginsburg við Hæstarétt Bandaríkjanna verður kona. Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti þetta í gær.
Að velja dómara strax, eða ekki. Þar liggur efinn
Trump Bandaríkjaforseti ætti að tilnefna nýjan dómara við Hæstarétt þegar í næstu viku. Þetta er mat Teds Cruz öldungadeildarþingmanns Repúblikanaflokksins, frá Texas.
Öldungadeildin tilbúin að staðfesta val Trumps á dómara
Talið er líklegt að Donald Trump Bandaríkjaforseti muni bregðast skjótt við að tilnefna arftaka Ruth Ginsberg við Hæstarétt Bandaríkjanna. Hún lést í dag 87 ára að aldri.
Ruth Bader Ginsburg hæstaréttardómari látin
Ruth Ginsburg dómari við Hæstarétt Bandaríkjanna er látin, 87 ára að aldri. Banamein hennar var krabbamein. Bill Clinton Bandaríkjaforseti skipaði hana í embætti árið 1993.
Ginsburg aftur lögð inn á sjúkrahús
Ruth Bader Ginsburg dómari við hæstarétt Bandaríkjanna hefur að nýju verið lögð inn á sjúkrahús. Hún er 87 ára og þykir afar frjálslyndur dómari.
Frjálslyndasti dómarinn með krabbamein
Ruth Bader Ginsburg, dómari við hæstarétt Bandaríkjanna, greindi frá því í dag að hún væri í lyfjameðferð vegna krabbameins. Við skimun hefðu komið í ljós meinvörp í lifur. Hún er orðin 87 ára og þykir frjálslyndust dómaranna níu í réttinum.
Vitnisburður Blasey Ford og Kavanaugh
Dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings hefur hlýtt á vitnisburð Christinu Blasey Ford, konunnar sem sakað hefur Brett Kavanaugh um kynferðisárás gegn sér snemma á níunda áratug síðustu aldar. Ford situr nú fyrir svörum. Síðar mun Kavanaugh koma sjálfur fyrir nefndina.
27.09.2018 - 14:22
Nýr hæstaréttardómari kynntur annað kvöld
Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar annað kvöld að kynna val sitt á nýjum dómara við hæstarétt Bandaríkjanna. Eitt sæti við réttinn hefur verið laust frá því að Antonin Scalia féll frá í febrúar síðastliðnum. Trump hefur áður greint frá því að hann ætli að velja dómara sem sé á móti fóstureyðingum og virði rétt Bandaríkjamanna til að bera vopn.
Scalia í Viðtalinu
Bandaríski hæstaréttardómarinnar Antonin Scalia, sem lést á laugardaginn var gestur Viðtalsins haustið 2008. Hann var stefnufastur en talinn íhaldssamur og nú stefnir í hörð pólitísk átök hafa um skipan eftirmanns hans. Repúblikanar vilja ekki að Barack Obama forseti útnefni nýjan dómara, heldur vilja að það bíði næsta forseta.