Færslur: Hæstiréttur Bandaríkjanna

Ginsburg aftur lögð inn á sjúkrahús
Ruth Bader Ginsburg dómari við hæstarétt Bandaríkjanna hefur að nýju verið lögð inn á sjúkrahús. Hún er 87 ára og þykir afar frjálslyndur dómari.
Frjálslyndasti dómarinn með krabbamein
Ruth Bader Ginsburg, dómari við hæstarétt Bandaríkjanna, greindi frá því í dag að hún væri í lyfjameðferð vegna krabbameins. Við skimun hefðu komið í ljós meinvörp í lifur. Hún er orðin 87 ára og þykir frjálslyndust dómaranna níu í réttinum.
Vitnisburður Blasey Ford og Kavanaugh
Dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings hefur hlýtt á vitnisburð Christinu Blasey Ford, konunnar sem sakað hefur Brett Kavanaugh um kynferðisárás gegn sér snemma á níunda áratug síðustu aldar. Ford situr nú fyrir svörum. Síðar mun Kavanaugh koma sjálfur fyrir nefndina.
27.09.2018 - 14:22
Nýr hæstaréttardómari kynntur annað kvöld
Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar annað kvöld að kynna val sitt á nýjum dómara við hæstarétt Bandaríkjanna. Eitt sæti við réttinn hefur verið laust frá því að Antonin Scalia féll frá í febrúar síðastliðnum. Trump hefur áður greint frá því að hann ætli að velja dómara sem sé á móti fóstureyðingum og virði rétt Bandaríkjamanna til að bera vopn.
Scalia í Viðtalinu
Bandaríski hæstaréttardómarinnar Antonin Scalia, sem lést á laugardaginn var gestur Viðtalsins haustið 2008. Hann var stefnufastur en talinn íhaldssamur og nú stefnir í hörð pólitísk átök hafa um skipan eftirmanns hans. Repúblikanar vilja ekki að Barack Obama forseti útnefni nýjan dómara, heldur vilja að það bíði næsta forseta.