Færslur: Hælismál

Umsækjendum fækkaði en fleiri fengu vernd
Útlendingastofnun bárust fjórðungi færri umsóknir um alþjóðlega vernd í fyrra en árið áður, en þó hafa aldrei fleiri fengið vernd. Forstjóri Útlendingastofnunar segir líklegt að umsóknum fjölgi um leið og samgöngur milli landa verði greiðari.
Málsmeðferðartími heldur áfram að styttast
Ákveðið jafnvægi virðist hafa náðst hjá kærunefnd útlendingamála varðandi lengd málsmeðferðartíma vegna umsókn um alþjóðlega vernd.
03.09.2019 - 14:45
Málsmeðferðartími undir markmiðum stjórnvalda
Fjöldi mála sem berast Kærunefnd útlendingamála helst í hendur við fjölgun umsókna um alþjóðlega vernd hér á landi. Á þessu ári hefur nefndin fengið 393 mál til afgreiðslu. Á sama tíma í fyrra var fjöldinn 284 og árið 2015 barst 71 mál fyrstu átta mánuði ársins. Málsmeðferðartíminn hefur verið styttur.
19.09.2017 - 15:40
Umsóknir um alþjóðlega vernd helmingi fleiri
Á fyrstu átta mánuðum ársins hafa borist 779 umsóknir um alþjóðlega vernd hér á landi. Það eru tvisvar sinnum fleiri en bárust á sama tímabili í fyrra þegar umsóknirnar voru 385.
19.09.2017 - 13:30
Tíu nýir starfsmenn til að flýta hælisumsóknum
Tíu nýir starfsmenn taka til starfa hjá Útlendingastofnun á næstunni til að hraða meðferð hælisumsókna. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að meirihluti hælisumsókna sé tilhæfulaus og að slíkar umsóknir hafi „kæft kerfið“ bæði hvað varðar mannafla og fé. Hún býst við allt að tvö þúsund umsóknum í ár en tekur fram að erfitt er að spá fyrir um slíkt. Mikið sé til þess vinnandi að koma í veg fyrir tilhæfulausar umsóknir en þegar hafi nokkur árangur náðst við afgreiðslu þeirra.
11.08.2017 - 20:46
Ekki liðið að velvild Íslendinga sé misnotuð
Ríkisstjórnin ætlar ekki að láta það átölulaust að menn misnoti velvild Íslendinga gagnvart stríðshrjáðu fólki, með tilhæfulausum hælisumsóknum. Þetta segir Sigríður Andersen dómsmálaráðherra. Íslendingar hafi þó svigrúm til að taka á móti fleiri flóttamönnum en gert hefur verið til þessa.
17.01.2017 - 12:46
Minnihlutahópar sækja um hæli
Flestir hælisleitendur frá Albaníu og Makedóníu tilheyra minnihlutahópum sem eiga erfitt með að fá vinnu og framfleyta sér í heimalöndunum, samkvæmt greiningu Evrópsku stuðningsskrifstofunnar í hælismálefnum. Íslensk stjórnvöld reyna að fækka tilhæfulausum hælisumsóknum með því að flýta meðferð þeirra.
16.01.2017 - 19:10
Hælisumsóknum fjölgar um 220% milli ára
Hælisumsóknum á síðasta ári fjölgaði um 220% frá árinu 2015. Langflestir umsækjendur koma frá Makedóníu og Albaníu, en þeir fá ekki hæli hér á landi þar sem löndin flokkast sem örugg ríki.
14.01.2017 - 11:56
Vill koma í veg fyrir að kerfið sé misnotað
Heildarfjöldi hælisumsókna á árinu er kominn yfir 1100. Álagið hefur aldrei verið meira. Stefna Evrópusambandsins í málefnum hælisleitenda er orðin harðari. Afganir eiga til dæmis minni möguleika á vernd en áður. Stjórnvöld hér hafa líka sett strangari reglur.
Umboðsmanni barna brugðið vegna brottvísunar
„Það þarf að hugsa þessi mál betur og fara ofan í þau í þaula,“ segir Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, sem var brugðið eftir að hafa séð umfjöllun um fjölskyldu sem átti að vísa af landi brott í morgun í lögreglufylgd. Ekki varð af brottvísuninni að sinni, að líkindum vegna uppnáms sem börnin og móðir þeirra komust í.
16.11.2016 - 20:10
Hvers vegna flýja Makedónar til Íslands?
Síðustu vikur hefur orðið mikil aukning í komu makedónskra hælisleitenda hingað til lands. En hvað veldur því? Það geisar ekki stríð á Balkanskaganum og í huga flestra er skýrt að aðstæður fólks í Kumanovo í Makedóníu eru ekki sambærilegar við aðstæður fólks í Aleppo í Sýrlandi. Alþjóðleg vernd er ekki veitt á grundvelli bágra félagslegra aðstæðna. Hún er veitt þeim sem flýja ofsóknir og óttast um líf sitt og frelsi í heimalandinu. En er þetta svona klippt og skorið?
19.10.2016 - 18:59