Færslur: Hælisleitendur

Myndskeið
Umsækjendur um alþjóðlega vernd fylla sóttvarnarhúsið
Sóttvarnarhúsið í Reykjavík er nánast orðið yfirfullt vegna hælisleitenda sem komið hafa hingað til lands undanfarnar vikur. Til stendur að opna annað sóttvarnarhús til viðbótar á næstu dögum.
Myndskeið
Tvær hópsýkingar líklega í gangi eftir ný smit í dag
Smit í tveimur konum sem greindust fyrst með kórónuveirusmit viku eftir komuna til landsins hafa valdið innanlandssmitum. Þegar hefur hópsmit verið staðfest vegna konunnar sem kom fyrr til landsins. Konan, sem kom síðar til landsins hefur nú smitað fjóra og því virðist sem upp sé komin hópsýking. Níu hælisleitendur eru í sóttkví í farsóttarhúsinu.
Um eitt prósent mannkyns á flótta
Nærri áttatíu milljónir, um eitt prósent mannkyns, eru á flótta í heiminum, samkvæmt nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Fjöldi þeirra sem hafa neyðst til að flýja heimili sín hefur tvöfaldast síðastliðinn áratug.
Hælisumsóknir ekki verið færri í rúman áratug
Hælisumsóknir sem bárust ríkjum Evrópusambandsins í apríl eru færri en þær hafa verið í rúman áratug. Þetta kemur fram í tölulegum upplýsingum frá flóttamannaskrifstofu ESB (EASO). Kórónuaveirufaraldurinn leiddi til lokunar ytri landamæra sambandsins.
10.06.2020 - 07:12
Fjórir handteknir við vinnustaðaeftirlit
Fjórir karlmenn voru handteknir á byggingasvæði í Garðabæ í gær þegar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var þar við vinnustaðaeftirlit.  Grunur leikur á að mennirnir, sem allir eru erlendir ríkisborgarar, hafa fengið skráningu á grundvelli falsaðra vegabréfa og hafi því ekki tilskilin leyfi til að starfa hér á landi. 
27.05.2020 - 16:23
Breytingar sem þrengja að réttindum hælisleitenda
Rauði krossinn gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum og lögum um atvinnuréttindi útlendinga. Frumvarpið, sem var fyrst lagt fram á 149. löggjafarþingi, var lagt fram á ný á þessu þingi eftir að hafa tekið nokkrum breytingum.
27.05.2020 - 13:47
Framlenging dvalarleyfis vegna Covid-19
Dómsmálaráðherra hefur með reglugerð framlengt dvalarleyfi eða vegabréfsáritun þeirra útlendinga sem komast ekki af landi brott af ástæðum tengdum Covid-19. Heimildin hefur verið framlengd til 1. júlí næstkomandi. Hún tekur til þeirra sem ekki komast héðan vegna ferðatakmarkana, sóttkvíar eða einangrunar.
20.05.2020 - 16:31
Úrskurðað um landamærabúðir Ungverja
Evrópudómstóllinn hefur úrskurðað að Ungverjaland megi ekki láta hælisleitendur dvelja í afgirtum búðum við landamæri landsins án þess að mál hvers og eins sé tekið til meðferðar. Eins megi ekki láta neinn dvelja þar lengur en í fjórar vikur.
15.05.2020 - 05:29
Sportrásin
Ekki vel staðið að undirbúningi Íslandsmótsins
Nú styttist í að mót á vegum KSÍ hefjist að nýju. Þórir Hákonarson, íþróttastjóri hjá Þrótti Reykjavík og fyrrum framkvæmdastjóri KSÍ, segir að upplýsingaflæði til aðildarfélaga þurfi að vera betra. Enn sé óljóst hvernig leikjum og æfingum verður háttað í sumar.
11.05.2020 - 11:33
Miðla upplýsingum um veiruna á nokkrum tungumálum
Rauði krossinn sér um að miðla nýjustu upplýsingum um kórónuveirufaraldurinn á hverjum tíma til umsækjenda um alþjóðlega vernd hér á landi. Í samvinnu við Landlæknisembættið hefur Rauði krossinn þýtt helstu leiðbeiningar um það hvernig hægt er að forðast smit og hefur verið settur upp sérstakur vefur, virtualvolunteer.org, þar sem upplýsingum er miðlað. Þetta eru bæði upplýsingar frá Landlækni og Rauða krossinum.
Endurskoða brottvísanir vegna útbreiðslu veirunnar
Útlendingastofnun hefur ákveðið að breyta efnismeðferð og mati á umsóknum hælisleitenda og þeirra sem sótt hafa um alþjóðlega vernd hér á landi út af útbreiðslu kórónuveirunnar. 
31.03.2020 - 23:55
Greiða hælisleitendum fyrir að snúa heim
Evrópusambandið og Grikkland ætla að bjóða fimm þúsund hælisleitendum á grísku eyjunum fjárstyrk gegn því að þeir snúi aftur til síns heima. Féð á að nægja þeim til að hefja nýtt líf.
12.03.2020 - 17:48
Flóttabörn verði ekki send til Grikklands
Unnið er að því í þremur ráðuneytum að breyta reglum þannig að börn á flótta verði ekki send til Grikklands. Barnamálaráðherra vonast til þess að breytingin komi til framkvæmda á næstu dögum. Brýnt sé að börn séu aðeins send þangað sem unnt er að tryggja þeim þar þá þjónustu sem þau eigi rétt á.
11.03.2020 - 22:23
Myndskeið
Viljum geta verið stolt af móttöku barna á flótta
Ísland á að bæta réttarstöðu barna sem ganga í gegnum skilnað foreldra, barna með fötlun og þeirra sem eru á flótta. Þetta er mat yfirmanns barnaréttarsviðs Evrópuráðsins.
10.03.2020 - 22:22
Myndskeið
Engin áform um að falla frá brottvísun til Grikklands
Forstjóri Útlendingastofnunar segir að engin áform séu um að falla frá brottvísun fjölskyldna til Grikklands. Brottvísun írakskrar fjölskyldu var frestað í dag.
05.03.2020 - 20:04
Biskupar biðla til Áslaugar Örnu í máli Maní
Biskup Íslands og vígslubiskuparnir á Hólum og í Skálholti hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þeir hvetja dómsmálaráðherra til að koma í veg fyrir að transpiltinum Maní Shahidi og fjölskyldu hans verði vísað úr landi. Í yfirlýsingunni kemur fram að fjölskyldan sé kristinnar trúar og hafi sótt þjónustu kirkjunnar í Breiðholtskirkju.
18.02.2020 - 18:14
„Vegna þess að Dyflinnarreglugerðin, bla, bla, bla“
Brottvísun íranska trans piltsins Manis var mótmælt á Alþingi í dag. Fullyrt var að brotið væri á rétti hans og að stjórnvöld skýldu sér á baki við lagatækni.
18.02.2020 - 15:06
Viðtal
Brottvísun Maní og fjölskyldu stendur enn
Enn stendur til að vísa Maní Shahidi, 17 ára transpilti frá Íran, og fjölskyldu hans úr landi. Þetta fékk lögmaður fjölskyldunnar Claudie Ashonie Wilson, staðfest hjá lögreglu í dag. Til stóð að vísa þeim úr landi aðfaranótt mánudags en á sunnudagskvöld var Maní lagður inn á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans vegna alvarlegrar vanheilsu.
18.02.2020 - 14:40
Afhentu 8.000 undirskriftir gegn brottvísun Maní
Í kringum 100 manns eru nú saman komin við dómsmálaráðuneytið við Sölvhólsgötu til að mótmæla brottvísun 17 ára íranska trans stráksins Maní og fjölskyldu hans sem synjað hefur verið um alþjóðlega vernd hér á landi.
18.02.2020 - 12:14
Maní og fjölskyldu ekki vísað úr landi á morgun
Maní Shahidi og fjölskyldu hans verður ekki vísað úr landi á morgun. Claudie Ashonie Wilson, lögmaður fjölskyldunnar, staðfesti þetta við Vísi í kvöld. Hann var lagður inn á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans í kvöld vegna alvarlegrar vanheilsu.
16.02.2020 - 23:21
Lögmaður segir fordæmi fyrir frestun brottvísunar
Trans piltur frá Íran segist fyrst hafa fundið fyrir öryggi á Íslandi og treyst sér til þess að segja frá því að hann væri trans. Lögmaður fjölskyldu piltsins segir fordæmi fyrir því að stjórnvöld fresti brottvísun í málum sem varða börn og því skuli sama gilda fyrir þetta barn.
16.02.2020 - 19:24
Mótmæla brottvísun íranskrar fjölskyldu
Írönskum hjónum og barni þeirra verður vísað úr landi í fyrramálið, en fjölskyldan kom hingað og óskaði eftir alþjóðlegri vernd fyrir tæpu ári. Barnið greindi nýlega frá því að það væri trans strákur.
16.02.2020 - 12:35
Kveikur
Hekla María bjargar flóttamönnum í neyð
Hekla María Friðriksdóttir var á ferðalagi um Evrópu 2015 þegar hún kynntist fólki sem var á leið til Grikklands. Ferðalagið endaði á eyjunni Lesbos, þar sem flóttamenn nánast rekur á land eftir svaðilför sjóleiðina frá Tyrklandi.
11.02.2020 - 07:02
Kveikur
Á götum Aþenu eftir brottvísun frá Íslandi
Ahmad Ata sefur í almenningsgörðum og reynir að orna sér við útblástur úr loftræstistokkum jarðlestakerfisins í Aþenu. Hann er heimilislaus eftir að hafa verið synjað um hæli á Íslandi.
04.02.2020 - 13:02
Kveikur
Fædd á Íslandi en vísað úr landi
Um jólin fæddist Berke á Landspítalanum. Foreldrar hennar, 19 og 20 ára, önduðu léttar eftir meðgöngu sem litaðist af spennunni sem þau hafa lifað við um langt skeið. Léttirinn var samt tímabundinn, því til stendur að vísa fjölskyldunni úr landi.
04.02.2020 - 07:02