Færslur: Hælisleitendur

Vopnaðir mótmælendur við landamæri Þýskalands
Þýska lögreglan leysti upp mótmæli hægri öfgamanna í landinu í dag, sem höfðu tekið sér stöðu við landamæri Póllands. Mótmælendurnir voru um 50 talsins og voru vopnaðir piparúða, kylfum og sveðjum, er fram kemur á vef Breska ríkisútvarpsins. Hópurinn er talinn hafa tengsl við ný-nasísk stjórnmálaöfl í landinu, sem hafa talað fyrir lokun landamæra. Við landamærin spruttu svo upp önnur mótmæli, þar sem saman komu mannréttindahópar og mótmæltu nasískri hugmyndafræði.
Manntal á Grikklandi getur sýnt fjölda farandsfólks
Vonir standa til að fyrirhugað manntal á Grikklandi leiði í ljós fjölda flóttafólks og hælisleitenda í landinu. Seinasta manntal var gert árið 2011 en Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna telur áríðandi að átta sig á fjöldanum.
Gripu hundruð hælisleitenda í Mexíkó
Her og þjóðvarðlið í Mexíkó handtók í gærkvöld á sjöunda hundrað hælisleitendur sem hugðust komast yfir landamærin til Bandaríkjanna. Meira en helmingurinn er á barnsaldri.
Dómsmál vegna skjalafals endurupptekið
Endurupptökudómur hefur fallist á að mál hælisleitanda, sem var sakfelldur fyrir skjalafals, verið tekið upp að nýju fyrir dómstólum í ljósi þess að maðurinn hefur fengið alþjóðlega vernd hér á landi.
Reglur ÚTL vegna smita andstæðar lýðheilsusjónarmiðum
Fjögur kórónuveirusmit greindust á Ásbrú um síðustu helgi. Tuttugu eru í sóttkví, hælisleitendur og starfsmenn, og fóru þeir í fyrri sýnatöku um helgina.
13.08.2021 - 20:19
Afgönum sem störfuðu fyrir alþjóðaherinn boðið hæli
Ríki sem hafa haft herliði á að skipa í Afganistan bjóða nú þarlendum starfsmönnum hæli í ljósi mikillar framsóknar hersveita Talibana í landinu.
Láta af brottvísunum afganskra hælisleitenda
Hollensk og þýsk stjórnvöld munu ekki senda afganska hælisleitendur aftur til síns heima næstu sex mánuði. Þessi stefnubreyting er tilkomin vegna þess hve mörgum svæðum í Afganistan uppreisnarmenn talibana hafa náð að sölsa undir sig.
Fjöldi hælisleitenda komst til Melilla
Á fjórða hundrað hælisleitendur reyndu í dögun að komast frá Marokkó yfir á spænska sjálfstjórnarsvæðið Melilla. Til þess þurftu þeir að klifra yfir háan múr með gaddavír á toppnum. 238 komust alla leið. Þeir voru umsvifalaust fluttir í móttökustöð þar sem þeir verða í sóttkví næstu daga í samræmi við COVID-19 reglur á Spáni.
22.07.2021 - 12:11
Straumur hælisleitenda yfir Ermarsund
Á fimmta hundrað hælisleitendum tókst í gær að komast á gúmmíbátum yfir Ermarsund frá Frakklandi til Bretlands. Breska þingið áformar lagabreytingar í von um að stöðva flóttamannastrauminn.
20.07.2021 - 12:03
Myndskeið
Útlendingastofnun mótmælt á Austurvelli
Fólk á vegum fernra samtaka kom saman til mótmælafundar á Austurvelli kl. 13 í dag til að mótmæla meðferð yfirvalda hér á landi á flóttafólki og meintu kerfisbundnu ofbeldi Útlendingastofnunar.
Stjórn Afganistans biður afgönsku flóttafólki griða
Stjórnvöld í Kabúl hvetja Evrópuríki til að hætta að senda afganskt flóttafólk aftur til Afganistans, þótt því hafi verið synjað um hæli í viðkomandi ríkjum. Ástæðan er sú að talibanar sölsa undir sig æ stærri landsvæði í Afganistan jafnharðan og Vesturlönd draga herafla sinn þaðan, og landið þess vegna fjarri því að geta talist öruggt ríki. Afganska ríkisstjórnin fer því fram á að Evrópuríki hætti að senda Afganskt flóttafólk til síns heima næstu þrjá mánuði hið minnsta.
Tilkynna aðgerðir gegn hælisleitendum til NEL
Hjálparsamtökin Solaris hafa sent nefnd um eftirlit með störfum lögreglu, NEL, tilkynningu um „ámælisverða starfshætti lögreglu, starfsaðferð og framkomu í starfi,“ vegna aðgerða í húsakynnum Útlendingastofnunar í Hafnarfirði síðasta þriðjudag.
Fluttur á sjúkrahús vegna áverka eftir handtöku
Annar Palestínumannanna sem lögregla handtók á skrifstofum Útlendingastofnunar á þriðjudagsmorgun var fluttur á Landspítala með áverka eftir handtökuna.
Venesúelskir hælisleitendur myrtir í Kólumbíu
Hátt á annað þúsund flóttamanna frá Venesúela hefur verið myrt í nágrannaríkinu Kólumbíu síðustu ár. Hundraða er saknað. Margir hafa verið beittir ofbeldi.
Vill að Útlendingastofnun axli ábyrgð
Lögmaður hælisleitenda vill að Útlendingastofnun biðjist afsökunar á að hafa svipt fólk húsaskjóli og fæðispeningum fyrir að neita að fara í Covid-próf. Hann furðar sig á að enginn hjá stofnuninni hafi axlað ábyrgð á málinu.
22.06.2021 - 22:05
Landsliðsmaður Mjanmar leitar hælis í Japan
Varamarkmaður knattspyrnulandsliðs Mjanmar hefur leitað hælis í Japan. Pyae Lyan Aung notaði merki andstæðinga valdaránsins í heimalandi hans meðan þjóðsöngurinn var fluttur fyrir landsleik gegn Japan í síðasta mánuði. Hann óttast hið versta snúi hann aftur til Mjanmar.
17.06.2021 - 01:38
Kærunefnd snýr við ákvörðun Útlendingastofnunar
Kærunefnd útlendingamála hefur snúið við þeirri ákvörðun Útlendingastofnunar að neita hælisleitendum um húsaskjól og fæðispeninga, neiti þeir að fara í PCR-próf eftir að ákveðið hefur verið að vísa þeim úr landi. Þetta segir Magnús Davíð Norðdahl lögmaður en umbjóðandi hans er einn þeirra sem málið tekur til.
Verkferlum breytt vegna máls barnshafandi konu
Verkferlum hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins var breytt eftir að í ljós kom að þunguð albönsk kona fékk vottorð þess efnis að henni væri óhætt að halda í nítján stunda flug til heimalandsins árið 2019. Framkvæmdastjóri lækninga segir að brugðist verði við úrskurði landlæknis um málið í samráði við lögfræðing. 
Sjónvarpsfrétt
Telur nýju dönsku lögin ekki samræmast ESB-löggjöf
Danska þingið samþykkti í morgun lög sem heimila yfirvöldum að senda umsækjendur um alþjóðlega vernd til ríkja utan Evrópu á meðan þeir bíða niðurstöðu sinna mála. Talsmaður Framkvæmdastjórnar ESB í málefnum flóttafólks segir lögin ekki samræmast Evrópulöggjöf.
03.06.2021 - 19:13
Spyr hvort Ísland fari leið Dana í málum hælisleitenda
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurði Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í dag hvort til greina kæmi að taka þátt í því með Dönum að senda hælisleitendur til ríkis utan Evrópu. Tilefnið er lagasetning danska þingsins sem á að koma í veg fyrir að fólk komi til landsins og sæki um alþjóðlega vernd. Áslaug sagði að ná þyrfti breiðari samstöðu um hvaða leið skuli farin í Evrópu þegar kemur að alþjóðlegri vernd, svo það skilaði betri árangri.
03.06.2021 - 13:51
Samþykkja lög um að senda flóttafólk til þriðja ríkis
Danska þingið samþykkti í morgun lög sem heimila að umsækjendur um alþjóðlega vernd séu sendir til ákveðins ríkis utan Evrópu þar sem þeir bíða niðurstöðu umsókna sinna. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna lýsir yfir áhyggjum af því að fleiri ríki grípi til aðgerða sem þessa.
Fordæma ákvörðun um að úthýsa hælisleitendum
Héraðsfundur Reykjavíkurprófastsdæmis eystra fordæmir þá ákvörðun Útlendingastofnunar að neita hælisleitendum um húsaskjól og fæðispeninga neiti þeir að fara í PCR-próf eftir að ákveðið hefur verið að vísa þeim úr landi. Þetta kemur fram í ályktun sem fundurinn samþykkti. Þar segir að það sé verulega ámælisvert að íslensk stjórnvöld neyti aflsmunar og geri fólk vísvitandi að útigangsfólki í samfélagi sem vilji hafa kristin gildi og mannréttindi að leiðarljósi.
30.05.2021 - 15:45
Segir Palestínumennina hafa átt val
Útlendingastofnun hefur svipt hóp níu palestínskra hælisleitenda, sem til stendur að endursenda til Grikklands, húsnæði og tekið af þeim fæðisgreiðslur. Staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar segir aðgerðina samræmast lögum og reglum og ekki án fordæma. Mennirnir neituðu að undirgangast Covid-próf en það er forsenda þess að hægt sé að senda þá úr landi. Kona sem skotið hefur skjólshúsi yfir hluta hópsins segir aðgerðirnar ómannúðlegar.
Krefjast ógildingar á úrskurði kærunefndar
Mál nígeríska hælisleitandans Uhunoma Osayomore gegn íslenska ríkinu var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Krafist er ógildingar á úrskurði kærunefndar útlendingamála sem staðfesti ákvörðun Útlendingamálastofnunar þess efnis að synja honum um alþjóðlega vernd fyrr í mánuðinum.
Myndskeið
Báðu stjórnvöld að senda fólk ekki til Grikklands
Flóttamenn efndu til mótmæla á Austurvelli, fyrir framan Alþingi, í dag til að mótmæla fyrirhugaðri brottvísun umsækjenda um alþjóðlega vernd til Grikklands. Í fréttum RÚV á föstudag kom fram að Útlendingastofnun hefur vísað níu flóttamönnum til Grikklands það sem af er ári. Til stendur að vísa 25 til viðbótar til Grikklands á næstu mánuðum.