Færslur: Hælisleitendur

Ábendingar um úkraínsku systurnar skiluðu sér ekki
Úkraínskar systur, sem hafa verið á hrakhólum í þá viku sem þær hafa dvalið hér á landi, voru fyrir mistök settar í herbergi með karlmanni þeim ótengdum. Þetta kemur fram í svari Útlendingastofnunar við fyrirspurn fréttastofu. Þar stendur að ábendingar um málið hafi ekki skilað sér „með þeim hætti að mistökin uppgötvuðust.“
Óttarr Proppé stýrir hópi um öryggi flóttabarna
Stýrihópur verður stofnaður um rétt og öryggi flóttabarna sem hingað koma, en búist er við að þeim fari fjölgandi. Óttarr Proppé fyrrverandi heilbrigðisráðherra fer fyrir hópnum.
Tortryggni og skilningsleysi mætir oft hælisleitendum
Hælisleitendur mæta oft tortryggni og skilningsleysi segir verkefnastjóri hjá Rauða krossinum. Það sé mikilvægt fyrir hælisleitendurna að finna að það sé fólk til staðar sem lætur sér annt um það.
22.04.2022 - 10:20
761 Úkraínumaður hefur sótt um alþjóðlega vernd
Alls hefur 761 Úkraínumaður sótt um alþjóðlega vernd hér á landi frá áramótum. Þetta kemur fram í nýrri stöðuskýrslu landamærasviðs ríkislögreglustjóra.
Bretar senda hælisleitendur til Rúanda
Stór hluti þeirra sem sækjast eftir hæli í Bretlandi verða framvegis fluttir til afríkuríkisins Rúanda á meðan mál þeirra verða tekin fyrir, samkvæmt nýju samkomulagi sem innanríkisráðherrar ríkjanna undirrituðu í morgun. Forsætisráðherra Bretlands segir Rúanda eitt öruggasta landið í heiminum.
14.04.2022 - 12:17
Bretar ætla að senda hælisleitendur til Rúanda
Bresk stjórnvöld hyggjast flytja hælisleitendur, sem koma til landsins á bátskænum eftir hættuför yfir Ermarsundið, til Afríkuríkisins Rúanda. Þar verður þeim komið fyrir í flóttamannabúðum á meðan unnið er úr umsóknum þeirra um hæli í Bretlandi. Þetta kemur fram í áætlun bresku ríkisstjórnarinnar, sem búist er við að innanríkisráðherrann Priti Patel leggi fram í dag, fimmtudag, samkvæmt bresku fréttastofunni PA Media.
14.04.2022 - 02:44
Hafa aflað húsnæðis fyrir um 1.000 úkraínska flóttamenn
Tekist hefur að afla húsnæðis sem dugar fyrir um 1.000 úkraínska hælisleitendur hverju sinni. Þetta segir í tilkynningu frá Framkvæmdasýslunni - ríkiseignum (FSRE). Félagsmálaráðuneytið bað FSRE um að aðstoða við útvegun húsnæðis fyrir úkraínskt flóttafólk um miðjan mars.
Þórhildur Sunna fordæmir orð dómsmálaráðherra
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, fordæmir orð Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um að flóttamenn sem neita PCR-prófum tefji fyrir þegar kemur að móttöku fólks á flótta frá Úkraínu. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir að Íslandi verði reiðubúið þegar kallið kemur um aðstoð.
26.02.2022 - 15:22
Viðtal
Læknar segjast þurfa að velja milli laga og siðareglna
Læknafélag Íslands hefur gert alvarlegar athugasemdir við drög að frumvarpi til útlendingalaga þar sem lagt er til að hægt sé að skylda hælisleitendur í læknisskoðun. Steinunn Þórðardóttir, formaður félagsins, segir að ef frumvarpið verði að lögum séu læknar settir í mjög erfiða stöðu og þurfi að velja milli þess að fylgja landslögum eða fara að alþjóðlegum siðareglum lækna.
Støjberg rekin af þingi
Danska þingið samþykkti í dag að svipta Inger Støjberg, fyrrum ráðherra innflytjendamála, þingmennsku.
21.12.2021 - 16:39
Forsetaframbjóðandi meiddist lítillega á kosningafundi
Forsetaframbjóðandinn franski Eric Zemmour slasaðist lítillega þegar ráðist var að honum á kosningafundi sem hann hélt síðdegis í dag. Átök brutust út meðal áhorfenda meðan Zemmour flutti ræðu sína.
Lýsti aðstæðum flóttamanna sem skipbroti siðmenningar
Frans páfi hvatti fólk í dag til að taka höndum saman um að binda enda á það skipbrot siðmenningar sem hann sagði bágar aðstæður flóttamanna vera. Hann ítrekaði ákall sitt um að taka vel á móti flóttamönnum og etja ekki einum hópi fátæks fólks gegn öðrum.
05.12.2021 - 16:03
„Kraftaverki líkast að hafa lifað af“
Leigubílstjórinn sem komst lífs af þegar sprengja sprakk í bíl hans fyrir utan Kvennaspítala í Liverpool segir kraftaverki líkast að hann lifði af. Hann er hylltur sem hetja því tilræðið hefði geta kostað mikið manntjón.
21.11.2021 - 23:09
Segir 7 þúsund hælisleitendur vera í Hvíta-Rússlandi
Talsmaður forsetaembættisins í Hvíta-Rússlandi segir að um það bil sjö þúsund erlendir hælisleitendur séu í landinu um þessar mundir. Tvö þúsund eru við pólsku landamærin og freista þess að komast yfir til Evrópusambandsríkja.
18.11.2021 - 14:14
Máttu vísa georgísku pari og syni þess úr landi
Georgískt par tapaði í gær dómsmáli gegn íslenska ríkinu sem það höfðaði vegna brottvísunar sinnar og sonar síns úr landi. Fólkið kom hingað til lands í tvígang 2017 og 2018 og óskaði eftir alþjóðlegri vernd. Þeim var vísað úr landi í bæði skiptin, í seinna skiptið með ungan son sinn sem fæddist hér á landi.
Herða refsiaðgerðir gegn Hvít-Rússum
Búist er við því að Evrópusambandið kynni á morgun hertar refsiaðgerðir gegn stjórnvöldum í Hvíta-Rússlandi til að bregðast við stöðunni á landamærum Hvíta-Rússlands og Póllands þar sem þúsundir flóttamanna frá Mið-Asíu og Afríku freista þess að komast yfir landamærin til Evrópusambandsins. Viðbúið er að flugfélög, ferðaskrifstofur og embættismenn sem Evrópusambandið telur ábyrg fyrir straumi flóttamanna að landamærunum sæti öll refsiaðgerðum.
14.11.2021 - 21:37
Hundruðum hælisleitenda bjargað á Miðjarðarhafi
Ítalska strandgæslan bjargaði í nótt hátt í fjögur hundruð hælisleitendum sem höfðu komið yfir Miðjarðarhafa á litlum fiskibáti. Ekki tókst betur til en svo að báturinn strandaði skammt frá ferðamannabænum Pozzallo á suðurhluta Sikileyjar í vondu veðri.
10.11.2021 - 16:50
Hóta Hvítrússum vegna flóttamanna
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hvatti aðildarríki bandalagsins í dag til að auka refsiaðgerðir gegn Hvítrússum. Hún sagði óþolandi að þarlend stjórnvöld notuðu flóttamenn frá Miðausturlöndum sem peð í baráttu sinni við Evrópusambandið. Pólverjar sögðust í dag hafa snúið hundruðum flóttamanna frá landamærum sínum sem reynt hefðu að komast inn í landið frá Hvíta-Rússlandi. Þeir óttuðust að enn fleiri reyndu að komast yfir næstu daga.
08.11.2021 - 23:54
Pólverjar kvarta yfir Hvít-Rússum
Staðgengill sendiherra Hvíta-Rússlands í Póllandi var í dag boðaður í utanríkisráðuneytið í Varsjá og krafinn skýringa á að hópur óþekktra, einkennisklæddra og vopnaðra manna fór yfir landamærin í fyrrinótt. Þúsundir hælisleitenda hafa reynt að komast yfir þau að undanförnu.
03.11.2021 - 17:28
Vopnaðir mótmælendur við landamæri Þýskalands
Þýska lögreglan leysti upp mótmæli hægri öfgamanna í landinu í dag, sem höfðu tekið sér stöðu við landamæri Póllands. Mótmælendurnir voru um 50 talsins og voru vopnaðir piparúða, kylfum og sveðjum, er fram kemur á vef Breska ríkisútvarpsins. Hópurinn er talinn hafa tengsl við ný-nasísk stjórnmálaöfl í landinu, sem hafa talað fyrir lokun landamæra. Við landamærin spruttu svo upp önnur mótmæli, þar sem saman komu mannréttindahópar og mótmæltu nasískri hugmyndafræði.
Manntal á Grikklandi getur sýnt fjölda farandsfólks
Vonir standa til að fyrirhugað manntal á Grikklandi leiði í ljós fjölda flóttafólks og hælisleitenda í landinu. Seinasta manntal var gert árið 2011 en Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna telur áríðandi að átta sig á fjöldanum.
Gripu hundruð hælisleitenda í Mexíkó
Her og þjóðvarðlið í Mexíkó handtók í gærkvöld á sjöunda hundrað hælisleitendur sem hugðust komast yfir landamærin til Bandaríkjanna. Meira en helmingurinn er á barnsaldri.
Dómsmál vegna skjalafals endurupptekið
Endurupptökudómur hefur fallist á að mál hælisleitanda, sem var sakfelldur fyrir skjalafals, verið tekið upp að nýju fyrir dómstólum í ljósi þess að maðurinn hefur fengið alþjóðlega vernd hér á landi.
Reglur ÚTL vegna smita andstæðar lýðheilsusjónarmiðum
Fjögur kórónuveirusmit greindust á Ásbrú um síðustu helgi. Tuttugu eru í sóttkví, hælisleitendur og starfsmenn, og fóru þeir í fyrri sýnatöku um helgina.
13.08.2021 - 20:19
Afgönum sem störfuðu fyrir alþjóðaherinn boðið hæli
Ríki sem hafa haft herliði á að skipa í Afganistan bjóða nú þarlendum starfsmönnum hæli í ljósi mikillar framsóknar hersveita Talibana í landinu.