Færslur: Hælisleitendur

Vilja að hætt verði við að senda börn til Grikklands
Tvö börn ásamt fjölskyldu eru meðal þeirra hælisleitenda sem íslensk stjórnvöld ætla að endursenda til Grikklands. Rauði krossinn kallar eftir að mannréttindi barnanna séu virt og hætt sé við að senda fólkið til baka.
Aldrei fleiri hælisleitendur en það sem af er ári
Næstum þrisvar sinnum fleiri hafa sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi það sem af er þessu ári en allt árið í fyrra. Aldrei hafa jafn margir sótt hér um vernd.
01.09.2022 - 12:27
Undirbúa brottvísun á næstu dögum og vikum
Stoðdeild ríkislögreglustjóra hefur á ný hafið undirbúning að fylgd hælisleitenda til Grikklands. Það eru einstaklingar sem dvöldu á Íslandi meðan á Covid-19 stóð. Reikna má með að þeim verði fylgt úr landi á næstu dögum og vikum, samkvæmt skriflegum svörum frá samskiptastjóra Ríkislögreglustjóra.
Tæplega 200 í ólöglegri dvöl hér á landi
Alls eru 169 flóttamenn, 129 karlar og 40 konur, hér í ólögmætri dvöl og þurfa að yfirgefa landið samkvæmt ákvörðun stjórnvalda. Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, kom fyrir allsherjar- og menntamálanefnd í gær í fór yfir stöðu þeirra sem til stendur að vísa úr landi.
Sjónvarpsfrétt
„Trúi ekki að stjórnvöld ætli að láta þetta gerast“
Þingmaður Pírata segist ekki vilja trúa því að stjórnvöld láti verða af að endursenda fleiri flóttamenn til Grikklands en nokkru sinni fyrr. Samkvæmt nýútgefinni skýrslu Rauða kross Íslands er heilsu og velferð flóttabarna stefnt í mikla hættu með því að senda þau til Grikklands, og yfirgnæfandi líkur á að þau verði heimilislaus eða búi við óviðunandi aðstæður. 
Sjónvarpsfrétt
„Málið getur vaxið og orðið óstjórnlegt“
Stjórnmálafræðingur segir að í brottvísunarmálinu kristallist sá munur sem sé á stefnu stjórnarflokkanna og að þessi munur komi skýrt í ljós nú, þegar ríkisstjórnin þarf ekki lengur að verja mestallri vinnu sinni í verkefni tengd kórónuveirufaraldrinum.
Barnshafandi konu verður ekki vísað úr landi
Barnshafandi hælisleitanda, sem er gengin átta mánuði á leið, hefur verið forðað frá brottvísun. Konan hafði fengið boð um að flytja ætti hana brott af landi en fékk vottorð frá lækni um að ekki væri forsvaranlegt að senda hana úr landi vegna ástands hennar.
Félagsráðgjafar lýsa áhyggjum af brottvísun flóttamanna
Félagsráðgjafafélag Íslands segir mikið áhyggjuefni að stór hópur umsækjenda um alþjóðlega vernd eigi nú yfir höfði sér að vera vísað úr landi. Í ályktun frá félaginu segir að íslenska ríkið stuðli með brottvísununum að því að hrekja fleiri á flótta um Evrópu. Skorar félagið á stjórnvöld að hafa mannúðarsjónarmið í fyrirrúmi í ákvörðunum um móttöku flóttafólks og við lagasetningu er varðar málefni útlendinga.
Sjónvarpsfrétt
Óttast að fólkið verði sent í hættulegar aðstæður
Hættulegar aðstæður bíða þeirra tæplega 300 útlendinga sem til stendur að senda úr landi til Grikklands, að mati Rauða krossins. Kona sem hefur starfað í flóttamannabúðum í Grikklandi óttast þá stefnu sem verið sé að marka í útlendingamálum hér á landi.
Silfrið
Formaður Rauða krossins segir útlendingastefnuna harða
Formaður Rauða krossins segir óásættanlegt að flóttafólki sé mismunað eftir því hvaðan það kemur. Verið sé að taka upp útlendingastefnu sem sé með þeim harðari sem þekkist, tengja þurfi saman dvalarleyfi og atvinnuleyfi.
Sjónvarpsfrétt
Vísa á metfjölda úr landi
Vísa á hátt í 300 umsækjendum um alþjóðlega vernd úr landi. Dómsmálaráðherra segir að fólkið hafi dvalið hér ólöglega og þetta hafi legið fyrir um tíma. Lögmaður fólksins segir dómsmál á dagskrá, sem gæti breytt stöðu fólksins. Aldrei hafa fleiri verið í þessum sporum í einu.
Ábendingar um úkraínsku systurnar skiluðu sér ekki
Úkraínskar systur, sem hafa verið á hrakhólum í þá viku sem þær hafa dvalið hér á landi, voru fyrir mistök settar í herbergi með karlmanni þeim ótengdum. Þetta kemur fram í svari Útlendingastofnunar við fyrirspurn fréttastofu. Þar stendur að ábendingar um málið hafi ekki skilað sér „með þeim hætti að mistökin uppgötvuðust.“
Óttarr Proppé stýrir hópi um öryggi flóttabarna
Stýrihópur verður stofnaður um rétt og öryggi flóttabarna sem hingað koma, en búist er við að þeim fari fjölgandi. Óttarr Proppé fyrrverandi heilbrigðisráðherra fer fyrir hópnum.
Tortryggni og skilningsleysi mætir oft hælisleitendum
Hælisleitendur mæta oft tortryggni og skilningsleysi segir verkefnastjóri hjá Rauða krossinum. Það sé mikilvægt fyrir hælisleitendurna að finna að það sé fólk til staðar sem lætur sér annt um það.
22.04.2022 - 10:20
761 Úkraínumaður hefur sótt um alþjóðlega vernd
Alls hefur 761 Úkraínumaður sótt um alþjóðlega vernd hér á landi frá áramótum. Þetta kemur fram í nýrri stöðuskýrslu landamærasviðs ríkislögreglustjóra.
Bretar senda hælisleitendur til Rúanda
Stór hluti þeirra sem sækjast eftir hæli í Bretlandi verða framvegis fluttir til afríkuríkisins Rúanda á meðan mál þeirra verða tekin fyrir, samkvæmt nýju samkomulagi sem innanríkisráðherrar ríkjanna undirrituðu í morgun. Forsætisráðherra Bretlands segir Rúanda eitt öruggasta landið í heiminum.
14.04.2022 - 12:17
Bretar ætla að senda hælisleitendur til Rúanda
Bresk stjórnvöld hyggjast flytja hælisleitendur, sem koma til landsins á bátskænum eftir hættuför yfir Ermarsundið, til Afríkuríkisins Rúanda. Þar verður þeim komið fyrir í flóttamannabúðum á meðan unnið er úr umsóknum þeirra um hæli í Bretlandi. Þetta kemur fram í áætlun bresku ríkisstjórnarinnar, sem búist er við að innanríkisráðherrann Priti Patel leggi fram í dag, fimmtudag, samkvæmt bresku fréttastofunni PA Media.
14.04.2022 - 02:44
Hafa aflað húsnæðis fyrir um 1.000 úkraínska flóttamenn
Tekist hefur að afla húsnæðis sem dugar fyrir um 1.000 úkraínska hælisleitendur hverju sinni. Þetta segir í tilkynningu frá Framkvæmdasýslunni - ríkiseignum (FSRE). Félagsmálaráðuneytið bað FSRE um að aðstoða við útvegun húsnæðis fyrir úkraínskt flóttafólk um miðjan mars.
Þórhildur Sunna fordæmir orð dómsmálaráðherra
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, fordæmir orð Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um að flóttamenn sem neita PCR-prófum tefji fyrir þegar kemur að móttöku fólks á flótta frá Úkraínu. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir að Íslandi verði reiðubúið þegar kallið kemur um aðstoð.
26.02.2022 - 15:22
Viðtal
Læknar segjast þurfa að velja milli laga og siðareglna
Læknafélag Íslands hefur gert alvarlegar athugasemdir við drög að frumvarpi til útlendingalaga þar sem lagt er til að hægt sé að skylda hælisleitendur í læknisskoðun. Steinunn Þórðardóttir, formaður félagsins, segir að ef frumvarpið verði að lögum séu læknar settir í mjög erfiða stöðu og þurfi að velja milli þess að fylgja landslögum eða fara að alþjóðlegum siðareglum lækna.
Støjberg rekin af þingi
Danska þingið samþykkti í dag að svipta Inger Støjberg, fyrrum ráðherra innflytjendamála, þingmennsku.
21.12.2021 - 16:39
Forsetaframbjóðandi meiddist lítillega á kosningafundi
Forsetaframbjóðandinn franski Eric Zemmour slasaðist lítillega þegar ráðist var að honum á kosningafundi sem hann hélt síðdegis í dag. Átök brutust út meðal áhorfenda meðan Zemmour flutti ræðu sína.
Lýsti aðstæðum flóttamanna sem skipbroti siðmenningar
Frans páfi hvatti fólk í dag til að taka höndum saman um að binda enda á það skipbrot siðmenningar sem hann sagði bágar aðstæður flóttamanna vera. Hann ítrekaði ákall sitt um að taka vel á móti flóttamönnum og etja ekki einum hópi fátæks fólks gegn öðrum.
05.12.2021 - 16:03
„Kraftaverki líkast að hafa lifað af“
Leigubílstjórinn sem komst lífs af þegar sprengja sprakk í bíl hans fyrir utan Kvennaspítala í Liverpool segir kraftaverki líkast að hann lifði af. Hann er hylltur sem hetja því tilræðið hefði geta kostað mikið manntjón.
21.11.2021 - 23:09
Segir 7 þúsund hælisleitendur vera í Hvíta-Rússlandi
Talsmaður forsetaembættisins í Hvíta-Rússlandi segir að um það bil sjö þúsund erlendir hælisleitendur séu í landinu um þessar mundir. Tvö þúsund eru við pólsku landamærin og freista þess að komast yfir til Evrópusambandsríkja.
18.11.2021 - 14:14