Færslur: Gylfi Þór Þorsteinsson

Mörg börn dvelja nú í farsóttarhúsum
Hátt í tíu prósent af þeim 1.800 sem eru með virkt kórónuveirusmit eru í einangrun í farsóttarhúsum. Hluti þeirra er fólk sem færa þarf af covid-legudeild Landspítala vegna plássleysis, að sögn Gylfa Þórs Þorsteinssonar forstöðumanns farsóttarhúsanna. Um þriðjungur eru börn, sum dvelja þar með ósmituðum foreldrum sínum. 
Nærri tvöfalt fleiri í farsóttarhúsum en í síðustu viku
Yfir hundrað gestir eru nú á farsóttarhúsum Rauðakrossins í Reykjavík og bættust við 40 gestir bara nú um helgina. Aðeins tveir gestir eru á farsóttarhúsi á Akureyri. Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa, segir þau búa sig undir fjölgun gesta samhliða afléttingum sóttvarnaraðgerða stjórnvalda. Hann segir óvíst hversu lengi farsóttarhúsin verði starfrækt hér á landi.
Enginn slasaður eftir handtöku í sóttvarnarhúsi
Maður í „mjög annarlegu ástandi“ var handtekinn í sóttvarnahúsinu við Rauðarárstíg í Reykjavík í nótt eftir líkamsárás, eignaspjöll og brot á sóttvarnalögum, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Tvær innlagnir á spítala í gær
Óbólusettir komufarþegar fá ekki lengur að fara í skimunarsóttkví í farsóttarhúsum og segir forstöðumaður húsanna að það létti verulega á álaginu. 83 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær.
Sjónvarpsfrétt
Þau allra-heppnustu fá svalir í einangruninni
Um 400 manns dvelja nú í farsóttarhúsum í Reykjavík, meirihluti með covid. Forstöðumaðurinn segir einkenni geta versnað mjög hratt. Sumir bjarga sér í ísskápalausum herbergjum með því að hengja plastpoka út um glugga og geyma kælivörur þar. Tugir nýrra gesta koma inn á hótelin á hverjum degi.