Færslur: Gylfi Þór Þorsteinsson

Allt að fjögur þúsund flóttamenn í lok árs
Stríðinu er hvergi nærri lokið og verkefnið því rétt að byrja segir Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerðastjóri vegna komu flóttafólks. Hann telur að flóttamenn geti orðið allt að fjögur þúsund í lok árs.
Aldrei fleira flóttafólk komið til landsins
Aldrei hafa fleiri flóttamenn komið til landsins en á þessu ári. Frá áramótum hafa alls 1887 flóttamenn komið, þar af 1215 frá Úkraínu. Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerðastjóri vegna komu flóttamanna frá Úkraínu, segist eiga von á að flóttamönnum taki að fjölga með haustinu.
Um þriðjungur flóttamanna frá Úkraínu kominn með vinnu
Hátt í þriðjungur þeirra úkraínsku flóttamanna sem hingað hafa komið undanfarnar vikur er kominn með vinnu. Aðgerðastjóri flóttamannateymis segir að fólkið festist í búsetuúrræðum fyrir flóttafólk vegna húsnæðisskorts og leiguverðs.
„Þarna urðu mistök sem voru löguð“
Hátt í 600 úkraínskir flóttamenn eru komnir hingað til lands, rúmur fjórðungur þeirra eru börn. Flestir úr hópnum eru á höfuðborgarsvæðinu þar af um hundrað á Hótel Sögu. Aðgerðastjóri móttöku fólksins segir að mistök hafi verið gerð við flutning fólksins þangað. Verkefnastjóri hjá Rauða krossinum óskar eftir fleiri sjálfboðaliðum til að starfa með flóttafólki.
Færð til vegna ofsahræðslu flóttabarna við flugvélagný
Tugir Úkraínumanna voru fluttir í skyndi á hótel Sögu af Ásbrú eftir að ofsahræðsla greip börn í hópi flóttamanna vegna flugvélagnýs frá flugvellinum.
Síðasti gestur farsóttarhúsanna útskrifaður
Síðasti gestur farsóttar- og sóttvarnarhúsa Rauða Krossins var útskrifaður í morgun. Á síðustu tveimur árum hafa um 15 þúsund einstaklingar dvalið í farsóttarhúsum hér á landi og notið aðstoðar starfsfólks og sjálfboðaliða Rauða krossins.
Okkar á milli
„Það sem gerist er að bróðir hennar myrðir hana“
„Einhvern veginn stóð tíminn bara kyrr. Ég áttaði mig ekki á þessu fyrr en við fengum að fara upp í líkhús að kveðja hana og ég hafði aldrei séð hana svona grimma á svipinn,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson sem var staddur með föður sínum á Hótel KEA, að horfa á fréttir, þegar hann komst að því að móðir hans hefði verið myrt.
04.02.2022 - 16:32
Þurftu að bíða í geymslum og bílskúrum eftir plássi
Starfsfólk farsóttarhúsa var langt fram eftir kvöldi að hringja í fólk til að bjóða því pláss. Sumir þurftu að bíða úti í bílskúr eða geymslu eftir að komast í einangrun í farsóttarhúsi. Fjöldi nýrra innanlandssmita af kórónuveirunni slagar hátt í fimm hunduð eða 493. Sjötíu prósent voru ekki í sóttkví. Samtals greindust 522 smit í gær.
Mörg börn dvelja nú í farsóttarhúsum
Hátt í tíu prósent af þeim 1.800 sem eru með virkt kórónuveirusmit eru í einangrun í farsóttarhúsum. Hluti þeirra er fólk sem færa þarf af covid-legudeild Landspítala vegna plássleysis, að sögn Gylfa Þórs Þorsteinssonar forstöðumanns farsóttarhúsanna. Um þriðjungur eru börn, sum dvelja þar með ósmituðum foreldrum sínum. 
Nærri tvöfalt fleiri í farsóttarhúsum en í síðustu viku
Yfir hundrað gestir eru nú á farsóttarhúsum Rauðakrossins í Reykjavík og bættust við 40 gestir bara nú um helgina. Aðeins tveir gestir eru á farsóttarhúsi á Akureyri. Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa, segir þau búa sig undir fjölgun gesta samhliða afléttingum sóttvarnaraðgerða stjórnvalda. Hann segir óvíst hversu lengi farsóttarhúsin verði starfrækt hér á landi.
Enginn slasaður eftir handtöku í sóttvarnarhúsi
Maður í „mjög annarlegu ástandi“ var handtekinn í sóttvarnahúsinu við Rauðarárstíg í Reykjavík í nótt eftir líkamsárás, eignaspjöll og brot á sóttvarnalögum, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Tvær innlagnir á spítala í gær
Óbólusettir komufarþegar fá ekki lengur að fara í skimunarsóttkví í farsóttarhúsum og segir forstöðumaður húsanna að það létti verulega á álaginu. 83 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær.
Sjónvarpsfrétt
Þau allra-heppnustu fá svalir í einangruninni
Um 400 manns dvelja nú í farsóttarhúsum í Reykjavík, meirihluti með covid. Forstöðumaðurinn segir einkenni geta versnað mjög hratt. Sumir bjarga sér í ísskápalausum herbergjum með því að hengja plastpoka út um glugga og geyma kælivörur þar. Tugir nýrra gesta koma inn á hótelin á hverjum degi.