Færslur: Gylfi Þór Sigurðsson
Mál ónefnda fótboltamannsins, Gylfa Sigurðssonar
Tæpt ár er nú liðið frá því að Gylfi Þór Sigurðsson, einn besti knattspyrnumaður íslenskrar fótboltasögu, var handtekinn á heimili sínu í Manchester, grunaður um kynferðisbrot. Á þessum 11 mánuðum hefur Gylfi ekki leikið fótbolta, hvorki með félagsliði sínu Everton né íslenska landsliðinu. Þetta helst skoðar ofan í kjölinn það litla sem þó er vitað um mál ónefnda fótboltamannsins frá Íslandi.
14.06.2022 - 13:48
Gylfi áfram í farbanni fram í apríl
Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson, sem er á mála hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Everton, verður áfram laus samkvæmt skilyrðum og í farbanni fram til 17. apríl.
20.01.2022 - 08:32
Leikmaður Everton laus gegn tryggingu fram á miðvikudag
Leikmaður breska úrvalsdeildarliðsins Everton verður áfram laus gegn tryggingu. Það er í þriðja sinn sem leikmaðurinn fær slíka framlengingu sem nú gildir til miðvikudagsins 19. janúar næstkomandi.
15.01.2022 - 02:45
Gylfi ekki í úrvalsdeildarhópi Everton
Gylfi Þór Sigurðsson er ekki á meðal þeirra 24 leikmanna Everton sem skráðir eru til leiks í úrvalsdeildinni í vetur.
11.09.2021 - 18:53
Guðni: Engin tilkynning um kynferðisbrot á borð KSÍ
Engar kvartanir eða tilkynningar um kynferðisbrot hafa komið inn á borð Knattspyrnusambands Íslands, að sögn Guðna Bergssonar, formanns sambandsins. Hann segir í Kastljósi að sambandið taki allar ásakanir um kynferðisbrot innan knattspyrnuhreyfingarinnar alvarlega.
27.08.2021 - 10:23
„Ég hef ekki haft samband við Gylfa“
Arnar Þór Viðarsson, þjálfari karlalandsliðsins í fótbolta, sagðist ekki hafa haft samband við Gylfa Þór Sigurðsson þegar hann var spurður út í mál Gylfa á blaðamannafundi í dag. Þar var landsliðshópurinn fyrir komandi landsleiki kynntur. Gylfi Þór er ekki í landsliðshópnum, ekki frekar en hann hefur verið í hóp Everton eftir að lögregla hóf rannsókn á því hvort hann hefði brotið gegn stúlku.
25.08.2021 - 13:59
Gylfi áfram laus gegn tryggingu
Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson verður áfram laus úr haldi lögreglu gegn tryggingu til 16. október hið minnsta.
15.08.2021 - 00:33
Fabian Delph sagður vera öskureiður Everton
Það hefur ekki farið fram hjá neinum að 31 árs gamall leikmaður Everton hefur verið til rannsóknar hjá lögreglu í Englandi, sakaður um brot gegn barni. Leikmaðurinn hefur ekki verið nafngreindur og þar sem tveir í liðinu eru 31 árs gamlir hafa getgátur og ásakanir flogið um á netinu.
22.07.2021 - 17:37
The Sun segir Gylfa hafna ásökunum
Gylfi Þór Sigurðsson er sagður neita staðfastlega að hafa brotið gegn ólögráða einstaklingi. Liðsfélagar hans eru sagðir miður sín yfir ásökununum.
21.07.2021 - 11:33
Gylfi svamlar með svínum
Gylfi Þór Sigurðsson er kominn í verðskuldað frí eftir frábæra frammistöðu á HM. Síðustu daga hefur kappinn verið duglegur á Instagram. Þangað hefur hann dælt inn myndum og myndböndum af hverri sólarströndinni á fætur annarri en ein slík ljósmynd vakti athygli á dögunum. Á myndinni má nefnilega sjá Gylfa ganga um ströndina með lítinn grísling sér við hlið.
10.07.2018 - 09:00
Stjóri Swansea vill 2-3 leikmenn í stað Gylfa
Paul Clement knattspyrnustjóri velska félagsins Swansea City sem leikur í ensku úrvalsdeildinni sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag vegna leiks Swansea og Manchester United í deildinni um helgina. Eðlilega voru fyrstu spurningar blaðamanna um brotthvarf Gylfa Þórs Sigurðssonar, sem samdi við Everton í gær.
17.08.2017 - 13:32
Gylfi stóðst læknisskoðun - Ekki með á morgun
„Það nýjasta af Gylfa er að hann fór í læknisskoðun í morgun. Þær upplýsingar sem ég hef frá læknunum eru þær að hann stóðst þessa skoðun. Við munum sjá hann í bláu innan nokkurrra klukkutíma geri ég ráð fyrir,“ sagði Ronald Koeman knattspyrnustjóri Everton á blaðamannafundi í Liverpool sem hófst klukkan 13:00.
16.08.2017 - 13:13
Koemann svarar um komu Gylfa
Ronald Koeman knattspyrnustjóri Everton situr fyrir svörum á fréttamannafundi í Liverpool vegna leiks Everton og Hadjuk Split í forkeppni Evrópudeildarinnar annað kvöld. Fundurinn hefst kl. 13:00. Fyrstu spurningar fundarins snérust allar um komu Gylfa Þórs Sigurðssonar.
16.08.2017 - 12:34
Búist við spurningaflóði vegna Gylfa kl. 13
Enska knattspyrnufélagið Everton heldur blaðamannafund kl. 13:00 að íslenskum tíma í dag vegna leiks Everton við Hadjuk Split í umspili fyrir riðlakeppni Evrópudeildarinnar sem verður annað kvöld. Þar mun Ronald Koeman knattspyrnustjóri Everton sitja fyrir svörum.
16.08.2017 - 10:56
Hvaða númer eru á lausu hjá Everton?
Búast má við því að Gylfi Þór Sigurðsson verði kynntur sem nýr leikmaður Everton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Everton greiðir Swansea 45 milljónir punda eða því sem nemur rúmlega 6,3 milljörðum íslenskra króna.
16.08.2017 - 09:03
… og Gylfi Sigurðsson í Svanavatninu
Sigurbjörg Þrastardóttir flutti eftirfarandi pistil á útiskónum í Víðsjá 10. nóvember.
10.11.2016 - 16:07
Gylfi Þór: „Við þurfum að skora fleiri mörk“
Gylfi Sigurðsson segir að lið Swansea sé að taka framförum. Liðið laut í gras 2-1 fyrir Manchester United á Old Trafford í dag en Gylfi jafnaði leikinn í 1-1 um miðjan seinni hálfleik.
02.01.2016 - 18:17