Færslur: Gylfi Þór Sigurðsson

Gylfi svamlar með svínum
Gylfi Þór Sigurðsson er kominn í verðskuldað frí eftir frábæra frammistöðu á HM. Síðustu daga hefur kappinn verið duglegur á Instagram. Þangað hefur hann dælt inn myndum og myndböndum af hverri sólarströndinni á fætur annarri en ein slík ljósmynd vakti athygli á dögunum. Á myndinni má nefnilega sjá Gylfa ganga um ströndina með lítinn grísling sér við hlið.
10.07.2018 - 09:00
Stjóri Swansea vill 2-3 leikmenn í stað Gylfa
Paul Clement knattspyrnustjóri velska félagsins Swansea City sem leikur í ensku úrvalsdeildinni sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag vegna leiks Swansea og Manchester United í deildinni um helgina. Eðlilega voru fyrstu spurningar blaðamanna um brotthvarf Gylfa Þórs Sigurðssonar, sem samdi við Everton í gær.
17.08.2017 - 13:32
Gylfi stóðst læknisskoðun - Ekki með á morgun
„Það nýjasta af Gylfa er að hann fór í læknisskoðun í morgun. Þær upplýsingar sem ég hef frá læknunum eru þær að hann stóðst þessa skoðun. Við munum sjá hann í bláu innan nokkurrra klukkutíma geri ég ráð fyrir,“ sagði Ronald Koeman knattspyrnustjóri Everton á blaðamannafundi í Liverpool sem hófst klukkan 13:00.
16.08.2017 - 13:13
Koemann svarar um komu Gylfa
Ronald Koeman knattspyrnustjóri Everton situr fyrir svörum á fréttamannafundi í Liverpool vegna leiks Everton og Hadjuk Split í forkeppni Evrópudeildarinnar annað kvöld. Fundurinn hefst kl. 13:00. Fyrstu spurningar fundarins snérust allar um komu Gylfa Þórs Sigurðssonar.
16.08.2017 - 12:34
Búist við spurningaflóði vegna Gylfa kl. 13
Enska knattspyrnufélagið Everton heldur blaðamannafund kl. 13:00 að íslenskum tíma í dag vegna leiks Everton við Hadjuk Split í umspili fyrir riðlakeppni Evrópudeildarinnar sem verður annað kvöld. Þar mun Ronald Koeman knattspyrnustjóri Everton sitja fyrir svörum.
16.08.2017 - 10:56
Hvaða númer eru á lausu hjá Everton?
Búast má við því að Gylfi Þór Sigurðsson verði kynntur sem nýr leikmaður Everton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Everton greiðir Swansea 45 milljónir punda eða því sem nemur rúmlega 6,3 milljörðum íslenskra króna.
16.08.2017 - 09:03
… og Gylfi Sigurðsson í Svanavatninu
Sigurbjörg Þrastardóttir flutti eftirfarandi pistil á útiskónum í Víðsjá 10. nóvember.
Gylfi Þór: „Við þurfum að skora fleiri mörk“
Gylfi Sigurðsson segir að lið Swansea sé að taka framförum. Liðið laut í gras 2-1 fyrir Manchester United á Old Trafford í dag en Gylfi jafnaði leikinn í 1-1 um miðjan seinni hálfleik.
02.01.2016 - 18:17