Færslur: Gyðingar

Árásarmanna leitað logandi ljósi í Ísrael
Mikil leit stendur nú yfir í Ísrael að mönnum sem réðust að og myrtu þrjá. Bylgja ofbeldis hefur riðið yfir landið en árásin var gerð meðan Ísraelar fögnuðu stofndægri ríkisins. Þrír fórust og nokkrir særðust alvarlega í árás sem gerð var í ísraelska bænum Elad nærri Tel Aviv í gær.
Ræddu staðhæfingar Lavrovs um nasisma í Úkraínu
Úkraínuforseti hefur rætt við forsætisráðherra Ísraels vegna staðhæfinga utanríkisráðherra Rússlands þess efnis að nasistar réðu ríkjum í Úkraínu og að iðulega væru gyðingar verstu gyðingahatararnir.
Ísraelar æfir yfir ummælum Lavrovs um gyðinga
Yfirvöld í Ísrael krefjast afsökunarbeiðni vegna ummæla Sergeis Lavrov utanríkisráðherra Rússlands um gyðinga.
03.05.2022 - 02:55
Á samviskunni
„Mér fannst ég hrapa í eitthvað hyldýpi“
Sibyl Urbancic var ársgömul þegar hún kom fyrst heim. Heim til Íslands. Í dag er hún 84 ára og hefur búið erlendis í yfir 60 ár en í eigin huga er hún og verður Íslendingur. Til þess að Sibyl gæti orðið Íslendingur mátti hins vegar lítið út af bregða í röð atburða sem björguðu lífi Urbancic-fjölskyldunnar. Móðir Sibyl var austurrískur gyðingur. Hún flúði í gegnum ólgandi Evrópu með Sibyl og eldri systkini hennar tvö undan vísum dauða af hendi nasista.
Á samviskunni
Frænka forsætisráðherra vildi bjarga börnum gyðinga
Árið 1938 fór Friðarvinafélagið þess á leit við stjórnvöld að hingað til lands kæmu börn gyðinga sem hætt voru komin á meginlandi Evrópu. Fremst í flokki fór Katrín Thoroddsen en hlaut ekki erindi sem erfiði. Í dag situr náfrænka og nafna Katrínar í embætti því er neitaði börnunum um hæli.
Á samviskunni
Hafa Íslendingar mannslíf á samviskunni?
Salinger-fjölskyldan frá Berlín, Erich, Gertrud og Steffi sem er átta ára gömul, vilja koma til Íslands. „Í ljósi þess að yfirvofandi brottflutningur okkar er knúinn af brýnni nauðsyn, bið ég yður að svara eins fljótt og auðið er,” skrifar Erich þann 5. desember 1938. Svarið er krotað efst á bréfið. „Nei” með rauðum penna. Salinger-fjölskyldan var myrt í Auschwitz.
Amnesty sakar Ísraelsmenn um aðskilnaðarstefnu
Mannréttindasamtök kalla eftir því að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna setji á vopnasölubann til Ísraels. Þá hvetja samtökin til markviss viðskiptabanns á ísraelska valdhafa sem beri ábyrgð á dauða þúsunda palestínskra borgara. Ísraelsmenn eru sakaðir um að halda úti aðskilnaðarstefnu á Palestínumenn .
Líkur leiddar að hver sveik Önnu Frank í hendur nasista
Ný rannsókn hefur leitt í ljós hver það kann að hafa verið sem sveik Önnu Frank og fjölskyldu hennar í hendur nasista árið 1945. Hún lést í fangabúðum fimmtán ára að aldri en dagbók hennar er einhver þekktasta frásögn stríðsáranna.
18.01.2022 - 06:45
Víðtæk rannsókn á gíslatökumálinu í Texas framundan
Sá sem hafði fjóra í gíslingu í bænahúsi gyðinga í Texas hét Malik Faisal Akram og var breskur ríkisborgari á fimmtugsaldri. Bandaríska alríkislögreglan greindi frá nafni mannsins í dag en hann féll eftir umsátur lögreglu um bænahúsið.
16.01.2022 - 23:26
Einn gíslanna í Texas laus úr prísundinni
Einum hefur verið sleppt úr haldi gíslatökumanns í bænahúsi gyðinga í borginni Colleyville, skammt norðaustur af Fort Worth í Texas í Bandaríkjunum.
16.01.2022 - 01:14
Þýskaland
Réttarhöld hafin yfir nærri tíræðum fangabúðaritara
Fyrrverandi fangabúðaritari Nasista í Póllandi, sem nú er á tíræðisaldri var leidd fyrir þýskan ungmennadómstól í dag. Hún er meðal þeirra elstu sem svara hafa þurft til saka fyrir aðild að stríðsglæpum Þjóðverja á árunum 1933 til 1945.
Réttarhöld að hefjast yfir fyrrverandi fangabúðaritara
Réttarhöld hefjast í dag í Þýskalandi yfir Irmgard Furchner 96 ára fyrrverandi ritara fangabúða nasista í Stutthof í Póllandi. Allnokkur mál eru enn rekin gegn fólki sem talið er bera ábyrgð á voðaverkum sem framin voru á tímum Þriðja ríkisins.
Síðustu gyðingarnir farnir frá Afganistan
Zebulon Simentov varð loks að játa sig sigraðan. Þessi leiðtogi gyðinga neitaði að yfirgefa Afganistan þegar Sovétmenn réðust þar inn. Þrátt fyrir að Talibanar hafi handtekið hann fjórum sinnum og gengið í skrokk á honum og reynt að snúa honum til Islamstrúar var hann ekki á þeim buxunum að fara úr landi
09.09.2021 - 16:35
Le Pen enn og aftur ákærður fyrir hatursorðræðu
Réttarhöld hefjast á morgun yfir Jean-Marie Le Pen stofnanda Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi. Le Pen er ákærður fyrir hatursorðræðu í garð poppstjörnu af gyðingaættum en Le Pen hefur hlotið nokkra dóma í sambærilegum málum.
Múmíur, strandbær og dómkirkja bætast á heimsminjaskrá
Fjölgað hefur nokkuð á heimsminjaskrá UNESCO, Menningar- og vísindastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Meðal þess sem heimsminjanefndin ákvað að skyldi bætast á skrána eru dómkirkja í Mexíkó, forn stjörnuathugunarstöð í Perú og múmíur í Síle.
Umdeild lög samþykkt í Póllandi
Neðri deild Pólska þingsins samþykkti lög seint á fimmtudag sem sérfræðingar segja að gætu hindrað kröfur um endurheimt, þar með talið eignir gyðinga sem töpuðust við hernám Nasista í Seinni heimsstyrjöldinni. Fulltrúar Ísrael kalla lögin siðlaus.
25.06.2021 - 13:42
Biðst afsökunar á samanburði grímuskyldu við Helförina
Marjorie Taylor Greene, þingmaður Repúblikana á Bandaríkjaþingi, hefur beðist afsökunar á því að líkja grímuskyldu við illa meðferð nasista Þriðja ríkisins á Gyðingum og Helförina.
Róstusamt á Vesturbakka Jórdan-ár
Bandarísk stjórnvöld hafa lýst yfir áhyggjum vegna vaxandi ofbeldis í Jerúsalem. Óróasamt hefur verið á Vesturbakkanum frá því að Ramadan, föstumánuður múslíma, hófst 13. apríl síðastliðinn.
24.04.2021 - 04:23
Myndskeið
Leyniskjöl afhjúpuð - hægt að skoða á vef safnsins
Leyniskjöl frá upphafi síðari heimstyrjaldar eru nú opin öllum á vef Þjóðskjalasafnsins. Í einu segir að íslenska ríkið vilji ekki veita gyðingum dvalarleyfi og í öðru að hér séu stundaðar njósnir fyrir Þjóðverja. Skjölin eru á milli fimm og tíu þúsund sem birt eru nú og eru úr utanríkisráðuneytinu.
Niðjar gyðinga sem flýðu helförina fá ríkisborgararétt
Ný löggjöf í Austurríki gerir afkomendum gyðinga sem flýðu helförina kleift að öðlast austurrískan ríkisborgararétt. Lögin, sem taka gildi á þriðjudag, ná til barna, barnabarna og barnabarnabarna gyðinga sem flýðu Austurríki vegna ofsókna nasista.
30.08.2020 - 17:59
Maður sakaður um andgyðinglega glæpi handtekinn
Maður sem er ásakaður um andgyðinglega glæpi hefur verið handtekinn í Austurríki.
24.08.2020 - 05:42