Færslur: Gvatemala

Heita 310 milljónum dala til mannúðaraðstoðar
Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna hét því í samtali við Alejandro Giammattei forseta Gvatemala að 310 milljónum dala yrði varið til mannúðaraðstoðar í Mið-Ameríku.
27.04.2021 - 02:16
Hraunrennsli ógnar byggð í Gvatemala
Íbúar þorpa í nágrenni eldfjallsins Pacaya í Gvatemala velta því fyrir sér á hverjum morgni hvort hraunrennsli úr fjallinu eigi eftir að ná til þorpanna. Eldgos hófst í fjallinu í febrúar þegar sprunga myndaðist í hlíð þess.
23.04.2021 - 03:58
Bandaríkin semja við Mið-Ameríkuríki um landamæragæslu
Bandaríkjastjórn hefur náð samkomulagi við stjórnvöld í Mexíkó, Hondúras og Gvatemala um að hafa betri gætur á landamærum sínum. Jen Psaki, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, segir Bandaríkin vonast til þess að öflugri gæsla ríkjanna í Mið-Ameríku komi til með að halda aftur af fólksflótta þaðan til Bandaríkjanna. 
13.04.2021 - 04:34
Hondúras og Gvatemala
Yfir 400.000 í þörf fyrir brýna neyðaraðstoð
Yfir 400.000 manns í Hondúras og Gvatemala eru í brýnni þörf fyrir neyðaraðstoð, samkvæmt Norsku flóttamannahjálpinni, sem rekur hjálparstarf víðsvegar um heiminn. Tveir geipiöflugir fellibyljir, Eta og Iota, gengu yfir löndin í nóvember, urðu á þriðja hundrað manns að bana og skildu eftir sig slóð eyðileggingar.
09.12.2020 - 03:25
Umdeild fjárlög Gvatemala dregin til baka
Þing Mið-Ameríkuríkisins Gvatemala dró umdeild fjárlög ríkisins til baka í gær. Mótmælendur höfðu sig mjög í frammi um helgina, kröfðust afsagnar Alejandros Giammattei forseta og báru eld að þinghúsinu.
24.11.2020 - 02:41
Mótmæli halda áfram í Gvatemala
Hundruð flykktust í gær út á götur Gvatemalaborgar, höfuðborgar Mið-Ameríkuríkisins Gvatemala, til að krefjast afsagnar Alejandros Giamattei forseta landsins.
23.11.2020 - 05:48
Mótmælaalda rís í Gvatemala
Eldur var borinn að þinghúsinu í Gvatemalaborg, höfuðborg Mið-Ameríkuríkisins Gvatemala í dag. Hundruð mótmælanda sem krefjast afsagnar Alejandor Giammattei forseta réðust að byggingunni og kveiktu í henni.
22.11.2020 - 00:38
Gríðarlegt tjón af völdum fellibylsins Iota
Nú er talið að fellibylurinn Iota hafi orðið 44 að fjörtjóni í löndum Mið-Ameríku. Björgunarsveitir leggja hart að sér við björgun mannslífa og mannvirkja.
20.11.2020 - 02:14
Enn einn fellibylurinn dynur á Mið-Ameríku
Byrjað er að rýma bæi við Atlantshafsströnd Hondúras þar sem annar fellibylurinn á tveimur vikum og sá þrítugasti á þessu ári mun taka land á morgun, sunnudag, gangi spár eftir.
Víða mikið tjón af völdum Eta
Um 150 fórust af völdum  fellibylsins Eta þegar hann fór yfir Gvatemala á dögunum og um sextíu í Hondúras. Þá fórust að minnsta kosti tuttugu í Chiapas-ríki í suðurhluta Mexíkó.
10.11.2020 - 08:17
Eta veldur enn meira manntjóni
Hitabeltisstormurinn Eta heldur áfram að valda usla í Mið-Ameríku. Hann færir sig hægt norður á bóginn og er nú yfir Mexíkó. Minnst tuttugu eru látnir í Chiapas-fylki í sunnanverðu Mexíkó að sögn yfirvalda þar. Mikið manntjón varð einnig í Hondúras og Gvatemala. 23 hafa fundist látnir af völdum flóða í Hondúras, og um 150 eru taldir af eftir að aurskriða féll á þorp í Gvatemala.
07.11.2020 - 23:37
Óttast um afdrif 150 þorpsbúa í Gvatemala
Um 150 eru látnir eða er saknað eftir að aurskriða af völdum óveðursins Eta hreif heilt þorp með sér í Gvatemala í dag. Forsetinn Alejandro Giammattei greindi frá þessu í kvöld. Áður höfðu um tuttugu manns týnt lífi í Mið-Ameríku af völdum Eta, sem kom að landi í Níkaragva á þriðjudag sem fjórða stigs fellibylur.
07.11.2020 - 03:30
Minnst tólf látnir í óveðri í Mið-Ameríku
Stormurinn Eta, sem fer nú yfir Mið-Ameríku í formi hitabeltislægðar, hefur orðið minnst tólf manns að bana. Heimili þúsunda í Níkaragva, Hondúras og Gvatemala voru hrifsuð á brott í aurskriðum af völdum óveðursins.
06.11.2020 - 01:24
Kúbanskir flóttamenn fundust í flutningabíl
Lögregla í Gvatemala fann á laugardaginn fimmtán Kúbverja sem höfðu þjappað sér saman í þröngu farmrými flutningabifreiðar.
15.06.2020 - 01:15
Mannskaðaveður í Mið-Ameríku
Að minnsta kosti tuttugu fórust þegar óveðurslægðin Amanda gekk yfir Mið-Ameríku um helgina.
02.06.2020 - 10:43
Smituðum flóttamönnum vísað úr landi í Bandaríkjunum
Alejandro Giammattei, forseti Gvatemala, er verulega ósáttur við þau vinnubrögð Bandaríkjanna að senda fólk úr landi sem er smitað af COVID-19, hvað þá til ríkis sem á í vandræðum með að takast á við faraldurinn. Hann segist ekki geta talið Bandaríkin til bandalagsþjóða Gvatemala þegar þau komi svona fram við ríkið.
22.05.2020 - 02:43
Þunguð kona lést eftir fall af landamæragirðingu
19 ára þunguð kona frá Gvatemala lést á þriðjudag eftir að hafa reynt að klifra yfir landamæragirðingu í Texas. Yfirvöld í Gvatemala greindu frá þessu í gær. Konan féll aftur fyrir sig ofan af 5,5 metra hárri girðingu sem hún reyndi að klífa ásamt væntanlegum barnsföður sínum. Konan, Miriam Estefany Giron Luna, var komin 30 vikur á leið þegar hún lést. 
13.03.2020 - 06:41
Börn tína baunir fyrir Starbucks og Nespresso
Börn eru notuð sem vinnuafl á kaffibaunaökrum í Gvatemala. Kaffihúsakeðjan Starbucks er meðal kaupenda bauna frá ökrunum, sem og Nestle sem notar baunirnar í Nespresso kaffi sitt.
02.03.2020 - 04:19
Hermenn beittu táragasi gegn flóttafólki
Mörg hundruð flóttamenn frá Mið-Ameríku reyndu að ryðja sér leið yfir landamæri Gvatemala að Mexíkó í gær með því að vaða yfir á sem liggur á milli landanna. Mexíkóskir þjóðvarðliðar bægðu fólkinu frá með táragasi. 
21.01.2020 - 05:39
Hermenn hefta för flóttamanna til Mexíkó
Mexíkóskir hermenn héldu aftur af um 1.500 flóttamönnum frá Mið-Ameríku við landamærin að Gvatemala. Einn hermannanna tjáði flóttamönnunum í gegnum gjallarhorn að ferðalag þeirra væri til einskis ef þeir væru ekki með vegabréfsáritun eða önnur gögn til að komast yfir landamærin.
19.01.2020 - 03:30
Mexíkóskir hælisleitendur hugsanlega til Gvatemala
Mexíkómenn sem leita hælis í Bandaríkjunum kunna að verða sendir til Gvatemala samkvæmt umdeildum samningi Bandaríkjanna og Gvatemala. Ráðuneyti heimavarna í Bandaríkjunum greindi frá þessu í morgun.
07.01.2020 - 09:15
Gvatemala
Giammattei tekur við af Morales
Íhaldsmaðurinn Alejandro Giammattei var í gær kjörinn forseti Gvatemala. Bar hann sigurorð af sósíaldemókratanum og fyrrverandi forsetafrúnni Söndru Torres, í seinni umferð forsetakosninganna.
12.08.2019 - 02:10
Snarpur skjálfti í Mið-Ameríku
Jarðskjálfti af stærðinni 6,5 olli skemmdum á mannvirkjum og slasaði þrjá við landamæri Mexíkó og Gvatemala í dag. Að sögn yfirvalda fannst skjálftinn allt frá El Salvador í suðri til Mexíkóborgar í norðri.
02.02.2019 - 02:12
Myndband
Tvö börn létust í umsjá bandarískra yfirvalda
Tvö börn létust í umsjá bandarískra landamærayfirvalda í þessum mánuði. Bæði andlátin eru til rannsóknar og yfirvöld hafa tilkynnt um breytt verklag. Börnin voru bæði frá Gvatemala, sjö ára stúlka og átta ára drengur
Öll börn í umsjá landamærayfirvalda til læknis
Bandarísk landamærayfirvöld hafa gefið fyrirmæli um að öll börn í þeirra umsjá skuli undirgangast læknisskoðun hið fyrsta. Ákvörðun um þetta var tekin eftir að átta ára drengur frá Gvatemala, sem vistaður var í öryggisbúðum landamærayfirvalda í Nýju Mexíkó, lést á aðfangadagskvöld. Hann hafði þá verið í öryggisbúðunum í tæpa viku. Fyrr í þessum mánuði lést sjö ára gömul stúlka, líka frá Gvatemala, í öðrum búðum landamærayfirvalda.
27.12.2018 - 05:28