Færslur: Gvatemala

Smituðum flóttamönnum vísað úr landi í Bandaríkjunum
Alejandro Giammattei, forseti Gvatemala, er verulega ósáttur við þau vinnubrögð Bandaríkjanna að senda fólk úr landi sem er smitað af COVID-19, hvað þá til ríkis sem á í vandræðum með að takast á við faraldurinn. Hann segist ekki geta talið Bandaríkin til bandalagsþjóða Gvatemala þegar þau komi svona fram við ríkið.
22.05.2020 - 02:43
Þunguð kona lést eftir fall af landamæragirðingu
19 ára þunguð kona frá Gvatemala lést á þriðjudag eftir að hafa reynt að klifra yfir landamæragirðingu í Texas. Yfirvöld í Gvatemala greindu frá þessu í gær. Konan féll aftur fyrir sig ofan af 5,5 metra hárri girðingu sem hún reyndi að klífa ásamt væntanlegum barnsföður sínum. Konan, Miriam Estefany Giron Luna, var komin 30 vikur á leið þegar hún lést. 
13.03.2020 - 06:41
Börn tína baunir fyrir Starbucks og Nespresso
Börn eru notuð sem vinnuafl á kaffibaunaökrum í Gvatemala. Kaffihúsakeðjan Starbucks er meðal kaupenda bauna frá ökrunum, sem og Nestle sem notar baunirnar í Nespresso kaffi sitt.
02.03.2020 - 04:19
Hermenn beittu táragasi gegn flóttafólki
Mörg hundruð flóttamenn frá Mið-Ameríku reyndu að ryðja sér leið yfir landamæri Gvatemala að Mexíkó í gær með því að vaða yfir á sem liggur á milli landanna. Mexíkóskir þjóðvarðliðar bægðu fólkinu frá með táragasi. 
21.01.2020 - 05:39
Hermenn hefta för flóttamanna til Mexíkó
Mexíkóskir hermenn héldu aftur af um 1.500 flóttamönnum frá Mið-Ameríku við landamærin að Gvatemala. Einn hermannanna tjáði flóttamönnunum í gegnum gjallarhorn að ferðalag þeirra væri til einskis ef þeir væru ekki með vegabréfsáritun eða önnur gögn til að komast yfir landamærin.
19.01.2020 - 03:30
Mexíkóskir hælisleitendur hugsanlega til Gvatemala
Mexíkómenn sem leita hælis í Bandaríkjunum kunna að verða sendir til Gvatemala samkvæmt umdeildum samningi Bandaríkjanna og Gvatemala. Ráðuneyti heimavarna í Bandaríkjunum greindi frá þessu í morgun.
07.01.2020 - 09:15
Gvatemala
Giammattei tekur við af Morales
Íhaldsmaðurinn Alejandro Giammattei var í gær kjörinn forseti Gvatemala. Bar hann sigurorð af sósíaldemókratanum og fyrrverandi forsetafrúnni Söndru Torres, í seinni umferð forsetakosninganna.
12.08.2019 - 02:10
Snarpur skjálfti í Mið-Ameríku
Jarðskjálfti af stærðinni 6,5 olli skemmdum á mannvirkjum og slasaði þrjá við landamæri Mexíkó og Gvatemala í dag. Að sögn yfirvalda fannst skjálftinn allt frá El Salvador í suðri til Mexíkóborgar í norðri.
02.02.2019 - 02:12
Myndband
Tvö börn létust í umsjá bandarískra yfirvalda
Tvö börn létust í umsjá bandarískra landamærayfirvalda í þessum mánuði. Bæði andlátin eru til rannsóknar og yfirvöld hafa tilkynnt um breytt verklag. Börnin voru bæði frá Gvatemala, sjö ára stúlka og átta ára drengur
Öll börn í umsjá landamærayfirvalda til læknis
Bandarísk landamærayfirvöld hafa gefið fyrirmæli um að öll börn í þeirra umsjá skuli undirgangast læknisskoðun hið fyrsta. Ákvörðun um þetta var tekin eftir að átta ára drengur frá Gvatemala, sem vistaður var í öryggisbúðum landamærayfirvalda í Nýju Mexíkó, lést á aðfangadagskvöld. Hann hafði þá verið í öryggisbúðunum í tæpa viku. Fyrr í þessum mánuði lést sjö ára gömul stúlka, líka frá Gvatemala, í öðrum búðum landamærayfirvalda.
27.12.2018 - 05:28
Bandaríkin
Annað barn deyr í umsjá landamærayfirvalda
Átta ára drengur frá Gvatemala lést í umsjá bandarískra landamærayfirvalda á jólanótt. Drengurinn lést á sjúkrahúsi í Alamorgordo í Nýju Mexíkó, sem er í hálfs annars tíma akstursfjarlægð frá mexíkósku landamærunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá landamærayfirvöldum.
Gosið í Gvatemala í rénun
Eldgosið sem hófst í Fuego-eldfjallinu í Gvatemala á sunnudag er mjög í rénun og nánast búið, að sögn yfirvalda vestra. Gosið, sem er það fimmta sem orðið hefur í fjallinu á þessu ári, var feikiöflugt þann stutta tíma sem það stóð. Lýst var yfir hæsta viðbúnaðarstigi og gripið til þess ráðs að flytja um 4.000 íbúa í hlíðum þess og næsta nágrenni á öruggan stað.
20.11.2018 - 06:37
Hraunstrókur um kílómetra upp úr gíg fjallsins
Eldgosið sem hófst í eldfjallinu Fuego í Gvatemala á sunnudag færðist í aukana á mánudag og stóð glóandi hraunstrókurinn allt að kílómetra upp úr gígnum þegar húma tók að kvöldi. Um 4.000 manns þurftu að yfirgefa heimili sín vegna gossins, sem er hið fimmta í fjallinu á þessu ári. David de Leon, talsmaður almannavarna í Gvatemala, segir kraftinn í gosinu hafa vaxið eftir því sem leið á mánudaginn og skjálftavirkni sem fylgt hefur eldsumbrotunum einnig færst í aukana.
20.11.2018 - 01:15
Reyna að brjóta sér leið til Mexíkó
Hundruð flóttamanna frá Hondúras brutu sér leið í gegnum landamærahlið Gvatemala til þess að komast yfir til Mexíkó. Þar bíða þeirra óeirðarlögreglumenn sem reyna að hindra för þeirra yfir brú sem skilur á milli landanna.
19.10.2018 - 20:00
Flóttamenn komnir að landamærum Mexíkó
Hópur flóttamanna frá Hondúras er nú kominn að landamærum Gvatemala að Mexíkó. Fjölmennur hópur þeirra er við brú sem liggur á milli ríkjanna, en hinum megin bíður óeirðarlögregla Mexíkó.
19.10.2018 - 17:56
Hlé á leit vegna hættu á skriðum
Björgunarmenn í Gvatemala urðu í dag að hætta leit að fólki sem saknað er eftir að eldfjallið Fuego tók að gjósa. Mikil hætta er á skriðuföllum vegna úrhellisrigningar. Vitað er að 99 létu lífið í þegar gos hófst í fjallinu á sunnudaginn var. Allt að tvö hundruð er saknað.
07.06.2018 - 18:13
Nærri hundrað látnir í Gvatemala
99 hafa fundist látnir af völdum eldgossins í Gvatemala sem hófst á sunnudag. Kennsl hafa verið borin á 28 líkanna. Um 200 manns er enn saknað. Aðstæður hafa gert björgunarmönnum erfitt um vik. Eldfjallið hefur spúið sjóðandi hrauni og ösku langar leiðir, og óttast er að gosvirknin eigi enn eftir að aukast. 
07.06.2018 - 04:52
Nærri 200 saknað í Gvatemala
Nærri tvö hundruð manns er saknað og minnst 75 eru látnir af völdum eldgoss í fjallinu Fuego í Gvatemala. AFP fréttastofan hefur þetta eftir yfirvöldum þar í landi í gærkvöld. Alls hafa yfirvöld safnað upplýsingum um nöfn og búsetu 192 sem er saknað, að sögn Sergio Cabanas, yfirmanni almannavarna í Gvatemala.
06.06.2018 - 05:05
Eldgosið í Gvatemala: 69 dauðsföll staðfest
69 dauðsföll af völdum eldgossins í Fuego-fjalli í Gvatemala hafa nú verið staðfest. Búið er að bera kennsl á 17 hinna látnu, að sögn Fanuels Garcia, yfirmanns Réttarlækingastofnunar Gvatemala. Þá eru 46 alvarlega slösuð svo vitað sé og fjöldi fólks minna slasaður. Óttast er að mun fleiri hafi látist en leitar- og björgunarlið hefur enn ekki komist til nokkurra þorpa undir suðurhlíðum fjallsins. Nær 3.300 manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín og hátt í 2.000 dvelja nú í neyðarskýlum.
05.06.2018 - 05:50
Myndskeið
Þjóðarsorg lýst yfir í Gvatemala
Jimmy Morales, forseti Gvatemala, hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg í landinu vegna eldgoss sem hófst í fjallinu Fuego í gær.Minnst 25 eru látin og hátt í 300 slösuð af völdum hamfaranna. Óttast er að mun fleiri hafi farist. Mikil leit stendur yfir að fólki sem er saknað.
04.06.2018 - 13:27
25 dánir í gosinu í Gvatemala
Minnst 25 hafa farist og hundruð slasast síðan gos hófst í eldfjallinu Fuego í Gvatemala í gær. Miklar sprengingar og ógurlegar drunur fylgja gosinu, sem eldfjallafræðingar syðra segja það mesta sem orðið hefur í fjallinu síðan 1974. Þunnfljótandi kvika flæðir í stríðum straumum og kolsvartri ösku hefur rignt yfir stór svæði. Almannavarnir Gvatemala greina frá því að fólk hafi brunnið inni er rauðglóandi hraunelfur skall á þorpinu El Rodeo, kveikti þar í fjölda húsa og eyddi öllu sem fyrir varð.
04.06.2018 - 04:22
Fyrrverandi forseti Gvatemala látinn
Alvaro Arzu, fyrrverandi forseti Gvatemala og borgarstjóri höfuðborgarinnar Gvatemala, er látinn. Stjórn Arzus gerði friðarsáttmála við skæruliðahreyfinguna URNG árið 1996 og batt þar enda á áratugalangt borgarastríð í landinu. 
28.04.2018 - 05:07
Tóku 3,3 tonn af kókaíni og 21 fanga
Lögregla í fimm Mið- og Suður-Ameríkulöndum lagði hald á 3,3 tonn af kókaíni og handtók 21 mann í víðtækri, samræmdri lögregluaðgerð í gær. Meirihluti kókaínsins átti að fara á markað í Mið-Ameríku og í Bandaríkjunum, að sögn kólumbískra lögregluyfirvalda, sem stjórnuðu aðgerðum í samvinnu við eiturlyfjadeild bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, en stjórnvöld og lögregla í Gvatemala, Ekvador, Kosta Ríka og Panama tóku einnig þátt í aðgerðunum.
Slóðir Maya fundnar í Gvatemala
Sérfræðingar hafa fundið tugi þúsunda ævafornra mannvirkja Maya þétt inni í frumskógum norðurhluta Gvatemela með því að beina hátækni leysisskanna úr lofti á svæðið. 
02.02.2018 - 07:01
Gvatemala fetar í fótspor Bandaríkjanna
Forseti Gvatemala tilkynnti á Facebook í kvöld að ríkið hyggist færa sendiráð sitt í Ísrael frá Tel Aviv til Jerúsalem. Fetar hann þar í fótspor Donalds Trumps Bandaríkjaforseta.
25.12.2017 - 04:48