Færslur: Gvæjana

Heimild til þungunarrofs mótmælt í Mexíkóborg
Þúsundir manna flykktust út á götur Mexíkóborgar í gær og kröfðust afnáms laga sem heimila þungunarrof. Mótmælin voru að áeggjan kaþólsku kirkjunnar og nokkurra íhaldssamra hópa.
Án fulltingis Rússa gæti geimstöðin hrapað til jarðar
Samstarf vesturlanda og Rússa á sviði geimrannsókna er í miklu uppnámi eftir að Vladimír Pútín Rússlandsforseti fyrirskipaði innrás í Úkraínu. Viðskiptaþvinganir ríkja Evrópusambandsins hafa orðið til þess að Rússar drógu sig að miklu leyti úr samstarfi við Geimvísindastofnun Evrópu.
Vélin sem fórst á Kúbu var í banni í Gvæjana
39 ára gömul Boeing-farþegaþotan sem fórst á Kúbu á föstudag var sett í flugbann í lofthelgi Suður-Ameríkuríkisins Gvæjana í maí á síðasta ári. Ástæðan var sú, að áhöfn vélarinnar sá ítrekað í gegnum fingur sér varðandi farangurs- og þar með hleðslureglur þegar flogið var frá Gvæjana til Kúbu. Egbert Field, forstjóri loftferðaeftirlits Gvæjana upplýsir þetta. Vélin var þá í eigu sama mexíkóska flugrekstraraðila og nú, en leigð út til flugfélagsins Easy Sky.
21.05.2018 - 07:38