Færslur: Gusgus

Söngvakeppnin
Mögnuð ábreiða hjá Gus Gus á laginu Is it true
Það var mikil stemning í Gufunesi í gær þar sem rúmlega þúsund manns skemmtu sér saman á grímulausum viðburði þar sem fimm fyrstu lögin í Söngvakeppninni voru flutt með glæsibrag. Skemmtiatriðin voru ekki síður glæsileg, hljómsveitin Gus Gus með Margréti Rán í fararbroddi flutti lagið Is it true í glænýjum búningi.
27.02.2022 - 15:29
Mannlegi þátturinn
Er hlédrægur og fámáll en nær að opna sig á sviði
Daníel Ágúst Haraldsson söngvari var í senn félagslyndur og einrænn unglingur sem varði miklum tíma heima hjá sér að mála olíuverk. Ef hann væri ekki tónlistarmaður hefði hann líklega lagt fyrir sig sálfræði en hans eftirlætishlutverk í lífinu er föðurhlutverkið.
10.10.2021 - 14:15
Pistill
Flaggskipið heldur kúrsi á elleftu skífu GusGus
Í meira en aldarfjórðung hefur GusGus verið í framvarðasveit danstónlistarinnar. Meðlimaskipan hefur breyst reglulega í gegnum tíðina og nú hefur sveitin bætt við sig Margréti Rán Magnúsdóttur söngkonu úr hljómsveitinni Vök. Hún spilar stórt hlutverk á nýjustu plötu GusGus, Mobile Home. Davíð Roach Gunnarsson rýnir í plötuna.
12.06.2021 - 09:30
Menningin
GusGus rýnir í þrumuský yfir mannkyninu
Hljómsveitin GusGus sendi frá sér sína elleftu plötu á 26 árum á dögunum. Sú nefnist Mobile Home og er eins konar konsept plata, þar sem kveður við myrkari tón en oft áður.  
10.06.2021 - 15:51
Gagnrýni
Ekki feilnóta á ferli
Enn er snúningur settur á gifturíkt skapalón hljómsveitarinnar GusGus, segir Arnar Eggert Thoroddsen gagnrýnandi um nýjustu plötuna, sem heitir Mobile Home.
GusGus - Mobile Home
Hljómsveitin GusGus hefur starfað frá 1995 með góðum árangri og hinir og þessir komið við til að taka í hin ýmsu hljóðfæri og hljóðnema. Nú er sveitin tríó og sendir frá sér sína elleftu sólóplötu, Mobile Home, með þau Bigga veiru, Daníel Ágúst og Margréti Rán í áhöfn.
25.05.2021 - 11:05
Vikan
GusGus og Vök í eina sæng
Hinar ástælu hljómsveitir GusGus og Vök hafa leitt hesta sína saman og gáfu nýverið út lagið Higher sem þau fluttu í Vikunni með Gísla Marteini.
13.11.2020 - 21:57
Þegar GusGus breytti Eldborg í næturklúbb
Hljómsveitin GusGus er danstónlistarstofnun, tekknó-ráðuneyti og æðsta húsið í íslenskri danstónlist. GusGus lék tvisvar fyrir fullu húsi í Eldborgarsal Hörpu síðasta laugardagskvöld og fréttaritari Menningarvefsins RÚV var á svæðinu.
23.11.2018 - 16:23
Tónlist
Fyrir þá sem þola ekki hita, svita og þrengsli
Hljómsveitin GusGus blæs til stórtónleika í Eldborgarsal Hörpu í nóvember þar sem fyrrverandi liðsmenn eins og Urður og Högni munu einnig koma fram.
21.04.2018 - 15:38
I don't know how to love flutt í beinni
Hljómsveitin Gusgus flutti lagið I don't know how to love í beinni í kvöld í Vikunni með Gísla Marteini. Daníel Ágúst og Birgir Þórarinsson tilkynntu einnig stórtónleika sveitarinnar í nóvember þar sem gamlir Gusgus liðar munu stíga á svið með þeim.
20.04.2018 - 23:05