Færslur: Gunnar Theodór Eggertsson

Gagnrýni
Drungalegt Disney sem slær of fast á léttu strengina
Tónninn er merkilega myrkur í nýjustu Disney-myndinni, Raya og síðasta drekanum, söguefnið alvarlegt og myndin ekki gerð fyrir yngstu áhorfendur, segir Gunnar Theodór Eggertsson gagnrýnandi, en svo virðist sem framleiðendur treysti ekki sínum eigin áhorfendum.
Gagnrýni
Daðrað við fáránleika án þess að taka skrefið að fullu
Kvikmyndin Hvernig á að vera klassa drusla er óbeint innlegg í femíníska umræðu og ágæt áminning um tvöfalt siðgæði kynjanna, segir Gunnar Theodór Eggertsson gagnrýnandi. Myndin sé á köflum fyndin en nái ekki miklu flugi.
Gagnrýni
Merkilega kraftlaus heimsendir Georges Clooneys
Kvikmyndin The Midnight Sky er glæsileg á að líta, segir Gunnar Theodór Eggertsson gagnrýnandi, en myndin sé þess utan óspennandi og að mestu óeftirminnileg.
Gagnrýni
Stórbrotin fæðing verður klisjum að bráð
Kvikmyndin Pieces of a Woman hefst á atriði sem er hreint út sagt ótrúlegt áhorfs, segir Gunnar Eggertsson gagnrýnandi, en því miður reiði myndin sig fullmikið á augljósa táknfræði að því loknu.
Sláturtíð eftir Gunnar Theodór Eggertsson 
„Eins og maður hefur lesið mikið af dýrasiðfræði þá er hægt að greina ansi mikið, en það er voðalega erfitt að koma með skýr svör um hvernig hægt sé að hafa áhrif eða breyta hlutunum þegar við búum í siðmenningu sem er reist á baki fórnardýra og iðnaður sem er svo stór í heiminum að hann er allt í kringum okkur,“ segir Gunnar Theodór Eggertsson, höfundur skáldsögunnar Sláturtíð, sem er bók vikunnar.  
Dagur barnabókarinnar
Sögugjöf á degi barnabókarinnar
Íslandsdeild IBBY gefur samkvæmt venju smásögu til allra barna á Íslandi hvar sem þau eru á landinu. Í ár skrifaði Gunnar Theodór Eggertsson rithöfundur smásöguna Haugurinn sem hann les fyrir börnin.
Gagnrýni
Óvenjuleg sýn á kunnuglegt glæpamál
„Vargur er laus við þá töffaralegu tilgerð sem vill stundum fylgja svipuðum myndum, forðast líka yfirdrifið drama og að velta sér upp úr eymd eða ofbeldi tengdu lífi aðalpersónanna,“ segir Gunnar Theodór Eggertsson kvikmyndagagnrýnandi Lestarinnar um nýja spennumynd leikstjórans Barkar Sigþórssonar.
Gagnrýni
Eilífðarstríð sem gengur merkilega vel upp
Ofurhetjumyndinni Avengers: Infinity War tekst að segja skýra og grípandi sögu þrátt fyrir alla yfirvigtina. Það er í raun stórmerkilegt hvað þessi stórmynd gengur vel upp, því hún hafði alla burði til að misheppnast og hrynja undan eigin skriðþunga, segir Gunnar Theodór Eggertsson, kvikmyndagagnrýnandi.
Gagnrýni
Gaman og drama fylgist að í Dauða Stalíns
The Death of Stalin er gamanmynd sem er jafnvel farsakennd á köflum en fjallar um flókið og þungt efni. Þótt hún sé mistæk hvað varðar uppbyggingu þá nær hún flugi þegar gamanið og dramað fylgist að og er auk þess mjög fyndin á köflum, segir Gunnar Theodór Eggertsson, kvikmyndagagnrýnandi.
Gagnrýni
Einlæg, íhugul og heillandi mynd
Þýska kvikmyndin Adam eftir Maríu Sólrúnu Sigurðardóttur er einlæg og íhugul mynd sem nær að draga fram hugarástand aðalpersónunnar á lifandi og listrænan hátt. Útkoman er heillandi hugleiðing um líf, dauða, börn og foreldra, segir Gunnar Theodór Eggertsson, kvikmyndagagnrýnandi.
Gagnrýni
Löturhæg kvikmynd sem þó gerist á ofsahraða
A Ghost Story er virkilega snjöll kvikmynd sem nær að skapa stórvirki úr litlu og ódýru hráefni. Ekki er um hefðbundna draugamynd að ræða, heldur eitthvað allt annað og meira, segir Gunnar Theodór Eggertsson kvikmyndagagnrýnandi.
Gagnrýni
Grípandi spennutryllir með þögnina í forgrunni
A Quiet Place er hrollvekja sem fjallar um að lifa af, eins og svo margar myndir í þeim geira, en segir kunnuglega sögu á nýstárlegan hátt með því að færa þögnina í forgrunn. Myndin spilar á á alla þá komplexa sem tengjast þögnum, þægilegum og óþægilegum, í okkar samfélagi, segir Gunnar Theodór Eggertsson, kvikmyndagagnrýnandi.
Gagnrýni
Vel smíðað drama sem dregur fram hið mannlega
Kvikmyndin Andið eðlilega á brýnt erindi hér heima fyrir jafnt sem erlendis, en efni hennar dregur fram hið mannlega sem passar ekki alltaf inn í svart-hvítan ramma laganna, segir Gunnar Theodór Eggertsson kvikmyndagagnrýnandi.
Gagnrýni
Skemmtilega dramatísk mynd sem iðar af lífi
Sex ára stúlkan Moonnee og Halley móðir hennar mynda kjarnann í kvikmyndinni The Florida Project, sem er í senn raunsæ og stílfærð, dramatísk en jafnframt full af lífi, segir Gunnar Theodór Eggertsson, kvikmyndarýnir Lestarinnar.
Gagnrýni
Áhugavert drama en aldrei sérlega spennandi
Pólitík, stéttaskipting og skapandi skriftir tvinnast saman í forvitnilegri ritsmiðju í kvikmyndinni L'Atelier, eða Vinnustofunni. Þar er margt áhugavert að finna en helsti gallinn er ef til vill sá að myndin nær aldrei að verða spennandi, segir Gunnar Theodór Eggertsson, kvikmyndarýnir Lestarinnar
Gagnrýni
Þétt íslensk fantasía
Bókin Galdra-Dísa eftir Gunnar Theodór Eggertsson er úthugsuð fantasía segir gagnrýnandi Víðsjár, þar takist höfundi að halda lesendum við efnið allan tímann.