Færslur: Gunnar Helgason

Viðtal
Gleymdi að vera leikari
Nú hafa bækur Gunnars Helgasonar öðlast nýtt líf með kvikmynda- og leikritaaðlögunum og segir rithöfundurinn tilfinninguna vera ótrúlega. Sjálfur stóð hann agndofa og horfði á meðleikara sína þegar hann átti að fara með línur.
28.05.2021 - 10:54
Gunnar læsti sig inni í herbergi á fyrsta stefnumótinu
„Þetta var versta fyrsta deit allra tíma,“ segir Gunnar Helgason um það þegar hann bauð eiginkonunni fyrst í mat heim til sín. Hann hafði verið hrifinn af henni í eitt og hálft ár en tók því svo illa þegar hún sigraði hann í tafli að hann henti taflborðinu á gólfið og lokaði sig inni. Hjónin hafa verið saman í þrjátíu ár og eru bæði að gefa út bók fyrir jólin.
Núllstilling
Hægt að keyra í heimsókn og fá bók hent út um gluggann
Gunnar Helgason, rithöfundur og leikari, er einn af peppurum landsliðsins í lestri sem stefnir að því að setja heimsmet í fjölda lesinna mínútna á einum mánuði. Átakið tími til að lesa stendur yfir í apríl og allir geta tekið þátt.
06.04.2020 - 17:18
Bregðast ekki við ummælum Gunnars Helga um Bandaríkin
Mennta-og lýðheilsusvið Hafnarfjarðar telur að ummæli sem Gunnar Helgason lét falla um Bandaríkin í Vikunni á RÚV hafi verið óheppileg. Þau hafi þó ekki verið í samræmi við það sem skólasamfélagið upplifði af heimsóknum hans í grunnskóla Hafnarfjarðar. Þetta kemur fram í tveggja síðna minnisblaði sem unnið var eftir að kvartað var undan orðum Gunnars í sjónvarpsþættinum til fræðsluráðs Hafnarfjarðar.
Gagnrýni
Litrík, skemmtileg og fyndin bók um rottur
Illska, hamingja, samstaða og hugrekki einkenna líf Hafnarrottanna í Draumaþjófinum, nýjustu barnabók Gunnars Helgasonar, sem dregur upp áhugaverða mynd af ógn og valdabaráttu í samfélagi dýra að mati gagnrýnenda Kiljunnar.
Fálkar voru íslenskir ólympíumeistarar
RÚV sýnir í kvöld nýjan heimildarþátt þar sem skyggnst er á bak við tjöldin við gerð fjölskyldumyndarinnar Víti í Vestmannaeyjum sem frumsýnd var í vor. Höfundar og aðrir aðstandendur myndarinnar segja frá ýmsu sem framleiðslunni tengist. Þáttaröð úr söguheimi myndarinnar verður sýnd á RÚV í haust.