Færslur: Gunnar Eyjólfsson

Segðu mér
„Ég stend mig enn að því að tala við pabba“
„Heldur þú að ég ali dætur mínar upp sem vinnukonur fyrir syni þína?“ sagði Gunnar Eyjólfsson leikari við vin sinn sem hneykslaðist á því að karlmaðurinn á heimilinu væri að ryksuga. Dóttir hans, Þorgerður Katrín er fyrsta konan sem situr í formannssæti hægri flokks á Íslandi. Hún býr að því að vera alin upp af hvetjandi foreldrum.
Sjónvarpsþáttur um Gunnar Eyjólfsson frá '93
Í sjónvarpsþættinum Kvöldstund með listamanni, sem sýndur var 1993, ræddi Sigurður G. Tómasson við Gunnar Eyjólfsson, leikara. Í þættinum segir Gunnar meðal annars frá æsku sinni og uppvexti, námsárunum í Bretlandi og störfum sínum við leikhús hérlendis sem erlendis. Gunnar Eyjólfsson lést 21. nóvember, níutíu ára að aldri.
22.11.2016 - 14:24
Gunnar Eyjólfsson látinn
Gunnar Eyjólfsson, leikari, er látinn níutíu ára að aldri. Hann þreytti frumraun sína á fjölunum árið 1945, í sýningu Leikfélags Reykjavíkur á Kaupmanni í Feneyjum árið 1945. Síðasta hlutverk hans á leiksviði var í Fanný og Alexander, hjá Leikfélagi Reykjavíkur, þá 85 ára gamall.
21.11.2016 - 17:51