Færslur: Gulvestungar

„Gulvestungar“ mótmæla á ný
Lögregla í París og fleiri borgum í Frakklandi er með mikinn viðbúnað, þar sem svonefndir gulvestungar ætla að efna til funda á morgun og mótmæla efnahagsstefnu stjórnvalda. Forsprakki andófsins hvetur þátttakendur til borgaralegrar óhlýðni.
11.09.2020 - 17:20
Tugir handteknir í París í dag
Franska lögreglan beitti táragasi gegn mótmælendum í gulum vestum í París dag. Mörg þúsund manns mótmæltu stjórnvöldum á götum höfuðborgarinnar og voru tugir handteknir. Mótmælendur hrópuðu slagorð gegn lögreglunni og forsetanum Emmanuel Macron.
18.01.2020 - 23:11
Fjölmennustu og ofbeldisfyllstu mótmælin um langt skeið
Nær 150 voru handtekin í París í dag, þegar mótmæli gulvestunga á árs afmæli hreyfingarinnar þróuðust út í átök og óeirðir sumstaðar í borginni og lögregla greip til táragass og háþrýstidælna. Blásið var til mótmæla um land allt í dag til að minnast þess að á morgun er rétt ár frá fyrstu mótmælunum. Þótt mótmælin í dag hafi ekki verið jafn fjölmenn og þau voru þegar mest var síðastliðinn vetur og fram eftir vori, þá hlýddu þúsundir kallinu í flestum stærstu borgum landsins.
16.11.2019 - 23:35
Beittu táragasi gegn mótmælendum í Frakklandi
Lögregla beitti táragasi og öflugum vatnsbyssum gegn tæplega þúsund gulvestungum sem tóku þátt í vikulegum mótmælum í borginni Toulouse í suðurhluta Frakklands í dag. Fimm voru handteknir á mótmælunum.
28.09.2019 - 19:42
Lögregla dreifði mannfjölda með táragasi
Lögreglan í París beitti í dag táragasi til að dreifa mannfjölda í borginni. Rúmlega hundrað mótmælendur voru handteknir á mótmælum gulvestunga. 7.500 lögreglumenn voru á vakt og mikill viðbúnaðar vegna ótta við að gulvestungar og æsingamenn úr þeirra röðum hleyptu upp loftslagsmótmælum sem líka voru boðuð í borginni.
21.09.2019 - 14:18
Fátækt, ofbeldi og vesalingar samtímans
Édouard Louis er ört rísandi stjarna í bókmenntaheimi Evrópu um þess mundir. Hann er 26 ára gamall, fæddur árið 1992 inn í verkamannafjölskyldu í Hallencourt í Norður-Frakklandi.
Róstur á mótmælafundum í París
Franska lögreglan beitti táragasi á grímuklædda mótmælendur í París í dag og handtók fjölda óeirðaseggja eftir að rúður voru brotnar í verslunargluggum og lögregla grýtt.  Grímu- og dökkklæddir mótmælendur sem fóru saman í hópum og gulvestungar settu svip á hefðbundna kröfugöngur á baráttudegi verkalýðsins
01.05.2019 - 16:45
Hvöttu lögreglumenn til sjálfsvíga
Fjöldi fólks í hópi gulvestunga, sem fjölmenntu á götum Parísar á laugardag, hrópaði slagorð þar sem lögreglumenn voru hvattir til sjálfsvíga. Aftur og aftur mátti heyra mótmælendur kyrja „Drepið ykkur! Drepið ykkur!“ og þannig vísa til nýlegra frétta af fjölda sjálfsmorða meðal franskra lögreglumanna upp á síðkastið, sem er svo mikill að talað hefur verið um faraldur.
22.04.2019 - 05:52
„Sjálfsvígsfaraldur“ franskra lögreglumanna
Fjöldi sjálfsvíga í röðum frönsku lögreglunnar veldur þungum áhyggjum hjá stéttarfélagi lögreglumanna, yfirstjórn lögreglunnar og dómsmálayfirvöldum í landinu. Tveir lögreglumenn sviptu sig lífi á skírdag. Lögreglukona á fimmtugsaldri skaut sig á skrifstofu sinni í Montpellier í Suður-Frakklandi og síðar um daginn fannst hálfþrítugur lögreglumaður látinn á heimili sínu. Hann hafði einnig skotið sig. Bæði notuðu þau vinnubyssuna við verknaðinn.
21.04.2019 - 06:46
Yfir 200 handtekin í mótmælum í París
Parísarlögreglan handtók nær 230 manns í mótmælum gulvestunga á á götum Parísar í dag, tuttugasta og þriðja laugardaginn í röð. 179 voru enn í haldi laust fyrir miðnætti að staðartíma. Mótmælin í dag voru fjölmennari en þau hafa verið undanfarna laugardaga, talið er að níu til tíu þúsund hafi tekið þátt í mótmælunum í París og var viðbúnaður lögreglu umtalsverður.
20.04.2019 - 23:41
Átök milli mótmælenda og lögreglu í Toulouse
Það kom til átaka milli lögreglu og mótmælenda í borginni Toulouse í Frakklandi í dag. Gulvestungar mótmæla í Frakklandi 22. helgina í röð, og hvöttu mótmælendur til að fjölmenna í miðborg Toulouse.
13.04.2019 - 16:35
Hörð átök í mótmælum gulvestunga í París
Það kom til harðra átaka milli mótmælenda og lögreglu í Parísarborg í morgun. Gulvestungar eru áberandi í hópnum en aukin harka virðist aftur vera að færast í mótmælin sem hafa staðið frá því í nóvember.
16.03.2019 - 12:37
Deila við Ítali vegna Gulvestunga
Frönsk stjórnvöld hafa kallað heim sendiherra sinn í Róm, eftir að Luigi Di Maio, leiðtogi annars stjórnarflokksins á Ítalíu, hitti mótmælendur úr hópi frönsku Gulvestunganna nálægt París fyrr í vikunni og dreifði mynd af sér með þeim á samfélagsmiðlum. Frönsk stjórnvöld segja að framferði Di Maios sé óásættanleg og ekki boðleg fyrir vinaþjóð og bandalagsríki.
07.02.2019 - 15:51