Færslur: Guðrún Margrét Pálsdóttir

Nýtt met í hverjum kosningum
Nýtt met fyrir lægsta atkvæðahlutfall frambjóðanda í forsetakosningum hefur verið sett í hverjum kosningum frá og með árinu 1988. Fram að þeim tíma hafði Gísli Sveinsson, fyrrverandi forseti Alþingis, átt verstu útkomu forsetaframbjóðanda í 38 ár. Hann hlaut 6,24 prósent atkvæða í fyrstu almennu forsetakosningunum sem fram fóru hérlendis, árið 1952. Síðustu 28 árin hafa átta frambjóðendur fengið lægra atkvæðahlutfall en Gísli fékk á sínum tíma.
5,5 meðmælendur fyrir hvert atkvæði
Fjórir frambjóðendur fengu fleiri undirskriftir á meðmælendalista sína fyrir forsetaframboð en atkvæði í sjálfum kosningunum. Þrír þeirra fengu margfalt fleiri meðmælendur en atkvæði.
Guðrún Margrét með RÚV-snappið í dag
Forsetaframbjóðandinn Guðrún Margrét Pálsdóttir sér um Snapchat-reikning RÚV í dag. Þar er hægt að fylgjast með því hvað hann tekur sér fyrir hendur, en allir forsetaframbjóðendur fá RÚV-snappið í einn dag næstu virku daga.
Baráttan um Bessastaði: Guðrún M. Pálsdóttir
Frambjóðendur til embættis forseta Íslands eru kynntir til sögunnar. Viðtal við forsetaframbjóðandann Guðrúnu Margréti Pálsdóttir.
Get náð því að þjóðin blómstri
Guðrún Margrét Pálsdóttir forsetaframbjóðandi segir að góðgeðarmál og að rækta rætur sínar séu sér hugleikin. Hún segir að með sinn bakgrunn geti hún komið því til leiðar að þjóðin nái að blómstra.
Fylgi Guðna minnkar um tæp 14 prósent
Guðni Th. Jóhannesson mælist með 56,6% fylgi í nýrri skoðanakönnun MMR sem gerð var dagana 26. maí til 1. júní. Halla Tómasdóttir bætir við sig tæpum 5 prósentustigum og Davíð Oddson tveimur.
Forsetinn sé hugsjónamanneskja
„Ég vil endilega sjá hugsjónarmanneskju í þessu starfi,“ sagði Guðrún Margrét Pálsdóttir, forsetaframbjóðandi á Morgunvaktinni á Rás 1. „Ég trúi því að ég eigi erindi í embættið og að þau gildi sem ég vil standa fyrir séu mikilvæg í þjóðfélagi okkar. Ég hef brennandi áhuga á velferð þessarar þjóðar og reyndar heimsins.“
Leiðtogi sem kallar þjóðina hærra
„Forsetinn á að vera sameiningartákn. Hann getur ekki skorast undan því að vera líka svolítið pólitískur en ég held að hann eigi ekki að vera pólitískari en hann þarf,“ segir Guðrún Margrét Pálsdóttir, forsetaframbjóðandi. Fyrir henni er forsetinn fyrst og fremst leiðtogi, sem á að kalla þjóðina hærra. Kristin gildi eru henni hugleikin, sömuleiðis læsi, grunnstoðir íslenskrar menningar og umhverfismál.“
Vill að þjóðin „gangi hamingjuleiðina“
Guðrún Margrét Pálsdóttir forsetaframbjóðandi segir að þjóðin geti látið gott af sér leiða með því að standa saman og hjálpast að. Hún segist sækja styrk í trúna.
Guðrún Pálsdóttir býður sig fram til forseta
Guðrún Pálsdóttir, hjúkrunarfræðingur og einn af stofnendum ABC barnahjálpar, hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Guðrúnu. Hún mun tilkynna um framboð sitt á Grand Hótel klukkan 12:30. Guðrún segir í tilkynningunni að meðmælasöfnun hafi gengið vel og þeir séu orðnir nálægt þúsund.