Færslur: Guðmundur R.

Nostursamlegt Norðfjarðarpopp
Sameinaðar sálir er þriðja sólóplata Guðmundar R. hvar hann flytur okkur einlægt alþýðupopp og stendur sig prýðilega og gott betur í þeirri deildinni.
Guðmundur R. - Sameinaðar sálir
Guðmundur R. Gíslason gerði garðinn frægan með æskusveit sinni Súellen á níunda og tíunda áratug síðustu aldar en síðustu ár hefur hann einbeitt sér að sólóferli sínum. Sameinaðar sálir er þriðja sólóplata Guðmundar. Áður gaf hann út plötuna Íslensk tónlist árið 2007 sem hann vann með Halla Reynis og Þúsund ár kom síðan 10 árum síðar en þar stjórnaði Jón Ólafsson upptökum.
30.03.2020 - 16:00
Þúsund ár
Þúsund ár er sólóplata Guðmundar R. Gíslasonar. Platan inniheldur 10 ný lög og ljóð eftir Guðmund.
22.01.2018 - 16:12