Færslur: Guðmundur Ingólfsson

Ný og gömul sjónarhorn á landið
„Fólk er alltaf að taka myndir af sömu stöðunum og frá sama sjónarhorninu,“ segir Guðmundur Ingólfsson ljósmyndari sem fór í sérstakt ferðalag síðasta sumar til að finna ný sjónarhorn og uppgötva gömul sem fallið hafa í gleymskunnar dá. Guðmundur sýnir nýju myndirnar, ásamt gamalli klassík úr eigin ranni, á sýningu í Safnaðarheimili Neskirkju.
Fékk áhuga á ljósmyndun ellefu ára gamall
Guðmundur Ingólfsson ljósmyndari sagði Víðsjá frá nokkrum áhrifavöldum í lífi sínu.
Myndskeið
„Vona að þér líki þetta, Sigfús Eymundsson“
Guðmundur Ingólfsson ljósmyndari hefur skrásett ásýnd borgarinnar, breytingar á henni og þróun í áratugi. Í Þjóðminjasafninu stendur nú yfir sýningin Á eigin vegum, sem veitir yfirsýn í feril Guðmundar í um hálfa öld.
22.11.2017 - 09:20
„Það er alltaf nóg að mynda“
Á eigin vegum er heiti á nýrri ljósmyndasýningu í Þjóðminjasafni Íslands, en þar gefur að líta ljósmyndir Guðmundar Ingólfssonar frá fimmtíu ára tímabili, 1967-2017. Guðmundur segir það hafa tekið á að setja upp sýningu sem á að gefa yfirlit yfir svo langan feril. „Það er auðvitað sex-sjö mánaða stress og lélegur nætursvefn oft á tíðum.“