Færslur: guðmundur gunnarsson

Tvö mál um framkvæmd Alþingiskosninga fá forgang í MDE
Tvö mál vegna ágalla á framkvæmd síðustu alþingiskosninga hefur komist í gegnum fyrstu síu Mannréttindardómstóls í Evrópu. Annað er mál Magnúsar Davíðs Norðdahl og hitt er mál Guðmundar Gunnarssonar.
Með Vitjanir á heilanum
„Nándin ól ekki af sér neitt rosalega fallega hluti“
Guðmundur Gunnarsson fréttastjóri Markaðarins hraktist frá Ísafirði með fjölskylduna eftir að hann hafði gegnt embætti bæjarstjóra þar í eitt og hálft ár. Það var bitur reynsla að þurfa að flýja heimaslóðirnar en ástæðurnar segir hann hafi verið vandamál sem gjarnan grasseri í smærri samfélögum; slúður, öfund, illt umtal og meðvirkni. Margt þykir honum kunnuglegt þegar hann fylgist með Kristínu í þáttunum Vitjanir, sem snýr aftur í gamla heimabæinn.
17.05.2022 - 15:23
Kastljós
Vill að fyrri talning í Norðvestur gildi
Karl Gauti Hjaltason þingmaður Miðflokksins, sem datt út af þingi eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi, segir að fyrri talning ætti að gilda í kjördæminu. Þá segir hann að fyrst kjörgögnin hafi ekki verið innsigluð, sé ekki hægt að tryggja öryggi eftir að gögnin voru skilin eftir í talningarsalnum.
Finnst skýringar yfirkjörstjórnar ekki halda vatni
Guðmundur Gunnarsson, oddviti framboðslista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi segir greinilegt það þurfi að kanna betur hverskyns mistök hafi orðið í talningu atkvæða í hans kjördæmi. Samkvæmt niðurstöðum kosninganna, eins og þær voru tilkynntar í morgun, var Guðmundur inni á þingi sem jöfnunarþingmaður, en eftir endurtalningu í dag kemst hann ekki á þing.
Guðmundur vill oddvitasæti Viðreisnar í Norðvestur
Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði, er genginn til liðs við Viðreisn. Hann hyggst sækjast eftir oddvitasæti í Norðvesturkjördæmi. „Það ætti ekki að koma neinum á óvart sem þekkir mig að hjartað er í norðvestri. Þar er fólkið mitt og þar skil ég tungumálið og viðfangsefnin,” segir Guðmundur. Viðreisn stillir upp á lista sína eftir áramót.
Vill austfirska samstöðu á Vestfirði
Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri á Ísafirði, kallar eftir aukinni samstöðu meðal íbúa á Vestfjörðum um sameiningar sveitarfélaga.