Færslur: guðmundur franklín jónsson

Viðtal
Er ekki á leið í stjórnmál
Tæplega þrettán þúsund manns greiddu Guðmundi Franklín Jónssyni atkvæði sitt og kveðst hann ánægður með niðurstöðuna. Hann kveðst hafa vitað að hún yrði á þennan veg. Guðmundur kveðst ekki á leið í pólitík.
Viðtal
Vill kenna embættismönnum sem mjólka ríkið að spara
Guðmundur Franklín Jónsson, forsetaframbjóðandi, lagði mikla áherslu á að virkja 25. grein Stjórnarskrárinnar um að forseta sé heimilt að leggja fram frumvörp fyrir Alþingi. Hann var gestur í Morgunútvarpi Rásar 2 í dag.
Spegillinn
Tekist á um stöðu forsetans
Guðmundur Hálfdánarson, sagnfræðiprófessor við Háskóla Íslands segir að á vissan hátt sé tekist á um stöðu forsetans í kosningabaráttunni vegna komandi forsetakosninga. Hann segir þetta eftir viðtal Spegilsins við Guðmund Franklín Jónsson sem býður sig fram gegn Guðna Th. Jóhannessyni forseta. Hann segir að Guðni hafi fært embættið aftur á þann stað sem það var áður en Ólafur Ragnar Grímsson beitti málskotsréttinum í fyrsta sinn.
Spegillinn
Frumvarp í haust um að lækka laun forseta um helming
Guðmundur Franklín Jónsson, forsetaframbjóðandi, segir að ef hann verður kjörinn muni hann eftir þingsetningu í haust leggja fram frumvarp í samvinnu við þingheim um að laun hans verði lækkuð um helming. Hann trúi ekki öðru en þingheimur vilji spara fyrir þjóðina. Rætt var við Guðmund Franklín í Speglinum
Myndskeið
Verð maður fólksins hvort sem ég tapa eða vinn
Dómsmálaráðuneytið hefur staðfest að tveir verði í kjöri til forseta Íslands, þeir Guðmundur Franklín Jónsson og Guðni Th. Jóhannesson. Fréttastofa fjallar ítarlega um kosningarnar sem verða þann 27. júní og kynnir báða frambjóðendur. Guðmundur Franklín hefur þegar hleypt af stokkunum kosningabaráttu sinni og í dag kynnti hann sig fyrir kjósendum á Suðurlandi.