Færslur: Guðmundur Felix Grétarsson

Sjónvarpsfrétt
Guðmundur Felix er víkingur segir skurðlæknirinn
Fransk-armenski skurðlæknirinn sem græddi axlir og handleggi á Guðmund Felix Grétarsson í fyrra segir að Guðmundur Felix sé víkingur, hann sé ekki aðeins bjartsýnn heldur hafi mikinn viljastyrk. Hann er aðalfyrirlesari á norræna lýtalæknaþinginu sem fram fer í Hörpu. 
Sjónvarpsfrétt
Endurhæfingin gengur vonum framar hjá Guðmundi Felix
Guðmundur Felix Grétarsson, sem fékk grædda á sig handleggi og axlir í byrjun árs, segir að endurhæfingin gangi hraðar en hann þorði að vona. Hann stefnir á að geta borðað súpu um jólin.
30.10.2021 - 20:00
Guðmundur Felix farinn að hnykla vöðva
Guðmundur Felix Grétarsson gat í dag hreyft tvíhöfðavöðva í fyrsta skipti frá aðgerðinni þar sem handleggir voru græddir á hann 14. janúar. Frá þessu greinir Guðmundur Felix í myndbandi á samfélagsmiðlum í dag, og sýnir þar hvernig hann hreyfir vöðvann.
Guðmundur Felix þarf ekki lengur að sofa á sjúkrahúsinu
Guðmundur Felix Grétarsson sem í byrjun árs fékk í upphafi ársins grædda á sig handleggi þarf ekki lengur að dvelja allan sólarhringinn á sjúkrahúsi í Lyon.
05.04.2021 - 20:45
Guðmundur Felix alsæll með dagsleyfi frá sjúkrahúsinu
Guðmundur Felix Grétarsson fór í dag heim af sjúkrahúsinu þar sem hann dvelur í Lyon. Þótt hann fái aðeins dagsleyfi frá endurhæfingu sinni var hann að vonum ánægður með áfangann.
Guðmundur Felix kominn í endurhæfingu
Guðmundur Felix Grétarsson útskrifaðist í dag af sjúkrahúsinu þar sem hann hefur verið síðustu vikurnar og fluttist á annað sjúkrahús þar sem hann fer í endurhæfingu. Guðmundur Felix greinir frá vistaskiptum sínum á Facebook í dag og segir: „Það þarf ekki að taka fram að ég tók bara handfarangurinn með mér.“
Forsetinn þakkar læknunum sem græddu hendur á Guðmund
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi nýverið árnaðaróskir og þakkir íslensku þjóðarinnar til læknateymisins sem annaðist ágræðslu handleggja Guðmundar Felix Grétarssonar.
Myndskeið
Guðmundur Felix: Frábær tími til að hefja nýtt líf
Guðmundur Felix Grétarsson sem fékk grædda á sig handleggi á sjúkrahúsi í Lyon í Frakklandi í desember er kominn á ról og segist finna framfarir með hverjum deginum sem líður. Í myndskeiði sem hann birtir á facebooksíðu sinni segir hann að nú sé frábær tími til að hefja nýtt líf.
Viðtal
„Ég er með hálfa manneskju saumaða saman við mig“
Það var pínu fríkað að sjá handleggina og hendurnar fyrst eftir aðgerðina, segir Guðmundur Felix Grétarsson sem fékk grædda á sig handleggi í desember. Hann segir að fyrsta daginn hafi hendurnar verið tútnaðar, bleikar og minnt á dúkkuhendur. Aldrei hefur verið ráðist í svo stóra aðgerð áður við að græða handleggi á fólk. „Þó það sé búið að græða hendur á fólk í gegnum tíðina þá hefur aldrei maður fengið jafn mikið af aukavefjum grædda á sig. Ég er með hálfa manneskju saumaða saman við mig.“
Myndskeið
Á sterkum lyfjum svo líkaminn hafni ekki höndunum
Vísbendingar eru um að líkami Guðmundar Felix Grétarssonar sé byrjaður að hafna handleggjum sem græddir voru á hann í síðasta mánuði. Hann segir í myndbandi á Facebook að vitað hafi verið að þetta myndi gerast, þetta sé ekkert til að hafa áhyggjur af og að hann taki sterk lyf til að vinna á móti því að líkaminn hafni höndunum.
Myndband
Gat sest við tölvuna og farið á netið
Guðmundur Felix Grétarsson gat í dag sest við tölvuna sína og farið á netið í fyrsta skipti eftir aðgerðina um miðjan síðasta mánuð þegar handleggir voru græddir á hann. „Þetta þróast í framfaraátt,“ sagði hann.
03.02.2021 - 12:28
Saumarnir teknir úr öxlum Guðmundar Felix
Læknar tóku í dag sauma úr öxlum Guðmundar Felix Grétarsonar eftir að hendur voru græddar á hann fyrr í janúar.
Myndskeið
Guðmundur Felix er kallaður „Víkingurinn“
„Fyrsti sólarhringurinn var erfiður” segir Guðmundur Felix Grétarsson tíu dögum eftir að græddir voru á hann handleggir í Lyon í Frakklandi. Hann ræddi í fyrsta sinn við fréttamenn í gegnum fjarfundarbúnað í dag um leið og læknateymið sem græddi á hann nýju hendurnar birti fyrstu myndirnar af aðgerðinni.
Myndskeið
Guðmundur Felix farinn að geta hreyft upphandleggi
Guðmundur Felix Grétarsson sem fékk grædda á sig handleggi og axlir fyrir rúmri viku er farinn að geta hreyft upphandleggina dálítið. Hann segir að fyrst þegar hann hafi vaknað eftir aðgerðina hafi honum fundist eins og hann væri kominn með dúkkuhandleggi. Hann sé nú farinn að venjast þeim. Honum finnist þeir líkir sínum gömlu handleggjum sem hann missti í vinnuslysi fyrir 23 árum.
Draugaverkir í handleggjum og fingrum hafa magnast
Guðmundur Felix Grétarsson, sem fékk grædda á sig handleggi og axlir fyrir rúmri viku, segir vera kominn með einhverja tilfinningu í hendurnar en erfitt sé að átta sig á því hvort það séu draugaverkir eða eitthvað annað. Guðmundur er nú á fjarfundi með íslenskum blaða- og fréttamönnum þar sem hann liggur í sjúkrarúmi á spítala í Lyon í Frakklandi. Guðmundur komst við á fundinum þegar hann gladdist yfir því að nú væri langþráð ósk uppfyllt um að fá nýja handleggi.
Myndskeið
Guðmundur Felix sýnir nýju handleggina
Guðmundur Felix Grétarsson sem gekkst fyrir skemmstu undir handleggja- og axlaágræðslu á sjúkrahúsi í Lyon í Frakklandi, sýnir nýju handleggina í fyrsta skipti í myndskeiði sem fréttastofa hefur undir höndum og verður sýnt verður á blaðamannafundi lækna Guðmundar í dag. Guðmundur segir að það hafi verið upp á dag, 23 árum eftir að hann lenti í slysinu þar sem hann missti handleggina, sem handleggjagjafi hafi fundist.
Gott blóðflæði í fingrum Guðmundar
Skurðlæknir sem tók þátt í að græða handleggi og axlir á Guðmund Felix Grétarsson staðfesti við hann í kvöld að gott blóðflæði væri í öllum fingrum Guðmundar. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Guðmundar í kvöld. 
Viðtal
Mikið nákvæmnisverk að tengja taugar og æðar
Það krefst mikillar nákvæmni að tengja æðar og taugar þegar handleggir og axlir eru græddar á fólk, segir handaskurðlæknir. Miklu skipti að blóðstreymi til vöðva stöðvist í sem stystan tíma.
Upptaka
„Ekki handlangari lengur, ég er orðinn handhafi“
Guðmundur Felix Grétarsson sem fékk grædda á sig handleggi á miðvikudaginn flutti stutt ávarp af sjúkrabeði sínum í Lyon í Frakklandi fyrr í dag.
Viðtal
Læknar frá 4 sjúkrahúsum tóku þátt í handleggjaágræðslu
Læknar frá fjórum sjúkrahúsum í Frakklandi tóku í umfangsmikilli aðgerð sem Guðmundur Felix Grétarsson gekkst undir á sjúkrahúsi í Lyon á miðvikudag. Fréttastofa AFP segir frá því að fjöldi lækna og hjúkrunarfræðinga hafi tekið þátt í aðgerðinni. Hún var gerð á Edouard-Herriot-sjúkrahúsinu og tók fimmtán klukkustundir að sögn talsmanns sjúkrahússins.
Viðtal
Guðmundur Felix vaknaður eftir handleggjaágræðslu
Guðmundur Felix Grétarsson er vaknaður eftir hálfs sólarhrings aðgerð þar sem græddir voru á hann handleggir og axlir. Eiginkona hans segir að þau hafi fengið símtal tveimur dögum fyrir aðgerðina um að hugsanlega væri handleggjagafi fundinn. Læknarnir séu afar ánægðir með hvernig aðgerðin tókst.