Færslur: Guðlaugur Þór Þórðarson

Telja sig geta varið gljúfrið án þess að kaupa það
Umhverfisráðherra segir ríkið hafa fallið frá forkaupsrétti á hluta Fjaðrárgljúfurs þar sem hægt var að ná markmiðum náttúruverndar án þess að ríkið gengi inn í kaupin.
Myndskeið
Segir rammann grunninn að orkuskiptum
Rammaáætlun var samþykkt á Alþingi í gær, en um er að ræða eitt umdeildasta þingmál síðustu ára um vernd og orkunýtingu landssvæða. Umhverfisráðherra segir rammaáætlun grunninn að orkuskiptum.
Komi ekki til greina að fresta loftslagsaðgerðum
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra, segir að það komi ekki til greina að fresta loftslagsaðgerðum til að bregðast við dýrtíð og áhrifum vegna stríðsins í Úkraínu. Nokkur Evrópuríki hafa frestað loftslagsmarkmiðum vegna vandræða við orkuöflun og mikillar verðhækkunar.
Guðlaugur Þór greindist með COVID-19 á landamærunum
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur greinst með COVID-19. Smitið var greint á landamærunum.
Sjónvarpsfrétt
Reyna að útvega raforku til íbúa á köldum svæðum
Umhverfis- og auðlindaráðherra segir mikilvægt að vernda heimili og lítil fyrirtæki og tryggja að þau geti tekið þátt í orkuskiptum. Stjórnvöld reyna nú að koma í veg fyrir að samfélög á köldum svæðum þurfi að grípa til olíukyndingar vegna skorts á raforku.  
Slæmt að fiskimjölsiðnaðurinn þurfi að nota olíu
Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar segir að það sé slæmt fyrir þjóðina að skerða þurfi raforkuafhendingu til fiskimjölsverksmiðja landsins þegar mikil orkunotkun er framundan hjá þeim. Jafnframt þurfi að meta orkuþörfina til að ná settum loftslagsmarkmiðum fyrir árið 2030.
Utanríkisráðherra í sóttkví
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, verður ekki viðstaddur setningu Alþingis í dag þar sem hann er í sóttkví. Starfsmaður utanríkisráðuneytisins greindist í gær með COVID-19. Guðlaugur Þór fór í PCR-próf í morgun og fer svo í annað próf á laugardag. Verði niðurstaðan neikvæð þá losnar hann undan sóttkví.
Heimskviður
Norrænt samstarf eftir COVID
Ráðamenn á Norðurlöndum virðast einhuga um að næst þegar löndin standa frammi fyrir vandamáli á borð við kórónuveirufaraldurinn verði þau að bregðast sameiginlega við. Þegar farsóttin breiddist út gripu ríkisstjórnir til einhliða ráðstafana. Anna Hallberg, norrænn samstarfsráðherra Svíþjóðar segir að þetta megi ekki gerast aftur. Sigurður Ingi Jóhannsson, starfsbróðir hennar, vonar að þeirri öfugþróun sem var í norrænu samstarfi hafi verið snúið við á þingi Norðurlandráðs í Kaupmannahöfn.
Heimsglugginn
30 tillögur um nánara samstarf Færeyja og Íslands
Starfshópur á vegum utanríkisráðuneytisins hefur lagt fram 30 tillögur um nánara samstarf Íslendinga og Færeyinga. Tillögurnar eru settar fram í skýrslu til utanríkisráðherra. Meðal tillagna er að stofnað verði til samstarfsráðs milli Íslands og Færeyja sem fái það hlutverk að vinna að framgangi tillagna hópsins.
Samkomulag við Breta eykur líkur námsmanna á styrkjum
Samkomulag sem utanríkisráðherra gerði við bresk stjórnvöld í sumar eykur möguleika íslenskra námsmanna á að fá styrki til náms þar í landi. Íslenskir háskólanemar í Bretlandi segja stöðu sína þunga vegna hárra skólagjalda.
Prófkjör Guðlaugs Þórs kostaði 11,5 milljónir
Kostnaður við prófkjör Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra, þar sem hann sóttist eftir að verða oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, nam um 11,5 milljónum.
Utanríkisráðherra segir framrás talibana vera vonbrigði
Stjórnarherinn í Afganistan á sífellt erfiðara með stöðva þungann í árásum talíbana. Á innan við viku hafa þeir náð sex héraðshöfuðborgum á sitt vald. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir framrás tailbana mikil vonbrigði.
Sakar vesturlönd um að vilja hefja þriðju heimsstyrjöld
Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta Rússlands, fordæmir frekari refsiaðgerðir sem bandarísk og bresk stjórnvöld boðuðu gegn ríkinu í dag. Hann sakar vestræn ríki um að vilja kveikja ófriðarbál sem leitt geti til heimsstyrjaldar.
Samkomulag auðveldar ungu fólki búsetu í Bretlandi
Fólk frá átján ára til þrítugs getur nú búið og starfað í Bretlandi í allt að tvö ár. Það byggir á samkomulagi ríkjanna sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, og Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi, undirrituðu í gær.
Sækist eftir tollfrjálsum aðgangi með sjávarafurðir
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, leggur áherslu á betri aðgang Íslands að mörkuðum með fisk og sjávarafurðir í viðræðum við æðstu stjórnendur Evrópusambandsins. 
Utanríkisráðherrar ræddu varnarmál og mannréttindi
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, og Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands hittust á fundi í morgun og ræddu sameiginlega hagsmuni ríkjanna, mannréttindi og varnarmál.
Lýsti yfir áhyggum af stöðunni í austur-Úkraínu
Utanríkisráðherra lýsti yfir áhyggjum af stöðu mannréttinda á átakasvæðum í austanverðri Úkraínu í yfirlýsingu NB8-ríkjanna í mannréttindaráði Sameinuðu Þjóðanna í dag.
Viðtal
„Erum að tryggja viðskiptahætti okkar með samningnum“
Fríverslunarsamningur Íslands og Bretlands verður undirritaður í Lundúnum í dag. Samningurinn tekur við af bráðabirgðasamningi sem tók gildi eftir að Bretar gengu úr Evrópusambandinu.Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, er staddur í Lundúnum og skýrði samninginn frekar og merkingu hans fyrir Ísland í hádegisfréttum í dag.
08.07.2021 - 14:19
Sjónvarpsfrétt
Vonar að Íslendingar komist til Bandaríkjanna í sumar
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vonar að Íslendingar geti ferðast aftur til Bandaríkjanna fyrir lok sumars, en það hefur þó ekki verið staðfest. Fjöldi þeirra sem greinast með COVID-19 hefur fimmfaldast á milli vikna í Katalóníu og gripið hefur verið til hertra takmarkana.
06.07.2021 - 19:59
Kína verður ekki hunsað
Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO, segir að bandalagið þurfi að takast saman á við áhrif af uppgangi Kína en leggur áherslu á að Kína sé ekki andstæðingur bandalagsins. Leiðtogar 30 aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins ráða nú ráðum sínum í höfuðstöðvum NATO í Brussel. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er á leiðtogafundinum ásamt Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Hann segir að bandalagið standi nú á ákveðnum tímamótum.
Myndskeið
Einstaklingurinn alltaf í öndvegi
„Efla þurfi verðmætasköpun í landinu og ná kröftugri viðspyrnu eftir hinn óhjákvæmilega samdrátt sem faraldurinn hafði i för með sér. Þá sé verðmætasköpun nauðsynleg til þess að viðhalda þeim lífskjörum sem við höfum vanist." Þetta kom fram í Eldhúsdagsræðu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, núverandi utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. Hann var kjörinn oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík á laugardagskvöld.
Guðlaugur Þór ræddi við Bramsen um njósnir Dana
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ræddi í dag í síma við Trine Bramsen, varnarmálaráðherra Danmerkur, um njósnamál dönsku leyniþjónustunnar og þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna. Guðlaugur Þór kom því skýrt á framfæri að íslensk stjórnvöld litu málið mjög alvarlegum augum og fór fram á að dönsk stjórnvöld upplýstu hvort njósnirnar hefðu beinst að íslenskum hagsmunum.
Bandaríkjastjórn fús að upplýsa um njósnamál
Karine Jean-Pierre, talsmaður Hvíta hússins, sagði í gærkvöld að Bandaríkjastjórn væri fús að svara öllum spurningum varðandi njósnir um evrópska bandamenn. Þetta er hið fyrsta sem heyrist frá Bandaríkjastjórn um hleranir þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna, NSA, í samvinnu við leyniþjónustu danska hersins. Jean-Pierre, sem er aðstoðarblaðafulltrúi Joe Bidens forseta, svaraði spurningum blaðamanna um borð í forsetaflugvélinni Air Force Once í gær. Hún var spurð um hleranir NSA í Evrópu.
Blinken fundar með íslenskum ráðamönnum í dag
Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna fundar með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Guðna Th. Jóhannessyni forseta í dag.
Myndskeið
Lögðum mikið í þessa formennsku
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir áhuga aðildarríkjanna á fundinum sýna aukið vægi Norðurskautsráðsins. Hann er ánægður með hvernig til hefur tekist þrátt fyrir að kórónuveirufaraldurinn hafi sett strik í reikninginn.