Færslur: Guðlaugur Þór Þórðarson

Kína verður ekki hunsað
Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO, segir að bandalagið þurfi að takast saman á við áhrif af uppgangi Kína en leggur áherslu á að Kína sé ekki andstæðingur bandalagsins. Leiðtogar 30 aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins ráða nú ráðum sínum í höfuðstöðvum NATO í Brussel. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er á leiðtogafundinum ásamt Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Hann segir að bandalagið standi nú á ákveðnum tímamótum.
Myndskeið
Einstaklingurinn alltaf í öndvegi
„Efla þurfi verðmætasköpun í landinu og ná kröftugri viðspyrnu eftir hinn óhjákvæmilega samdrátt sem faraldurinn hafði i för með sér. Þá sé verðmætasköpun nauðsynleg til þess að viðhalda þeim lífskjörum sem við höfum vanist." Þetta kom fram í Eldhúsdagsræðu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, núverandi utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. Hann var kjörinn oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík á laugardagskvöld.
Guðlaugur Þór ræddi við Bramsen um njósnir Dana
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ræddi í dag í síma við Trine Bramsen, varnarmálaráðherra Danmerkur, um njósnamál dönsku leyniþjónustunnar og þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna. Guðlaugur Þór kom því skýrt á framfæri að íslensk stjórnvöld litu málið mjög alvarlegum augum og fór fram á að dönsk stjórnvöld upplýstu hvort njósnirnar hefðu beinst að íslenskum hagsmunum.
Bandaríkjastjórn fús að upplýsa um njósnamál
Karine Jean-Pierre, talsmaður Hvíta hússins, sagði í gærkvöld að Bandaríkjastjórn væri fús að svara öllum spurningum varðandi njósnir um evrópska bandamenn. Þetta er hið fyrsta sem heyrist frá Bandaríkjastjórn um hleranir þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna, NSA, í samvinnu við leyniþjónustu danska hersins. Jean-Pierre, sem er aðstoðarblaðafulltrúi Joe Bidens forseta, svaraði spurningum blaðamanna um borð í forsetaflugvélinni Air Force Once í gær. Hún var spurð um hleranir NSA í Evrópu.
Blinken fundar með íslenskum ráðamönnum í dag
Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna fundar með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Guðna Th. Jóhannessyni forseta í dag.
Myndskeið
Lögðum mikið í þessa formennsku
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir áhuga aðildarríkjanna á fundinum sýna aukið vægi Norðurskautsráðsins. Hann er ánægður með hvernig til hefur tekist þrátt fyrir að kórónuveirufaraldurinn hafi sett strik í reikninginn.
Guðlaugur Þór vill halda efsta sætinu í Reykjavík
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, sækist áfram eftir efsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Prófkjörið verður háð dagana 4. til 5. júní næstkomandi samkvæmt ákvörðun Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. 
„Tækifæri til að knýja fram aðgerðir í jafnréttismálum“
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra segir mikilvægt að efla forvarnaraðgerðir til þess að útrýma kynbundnu ofbeldi og standa vörð um framfarir á sviði jafnréttismála. Þetta var meðal þess sem hann sagði á alþjóðlegri jafnréttisráðstefnu í tengslum við átaksverkefnið „Kynslóð jafnréttis“, í gær.
Ísland leggur fram 700 milljónir til aðstoðar Sýrlandi
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, tilkynnti á áheitaráðstefnu um Sýrland í dag að Ísland legði alls fram tæplega 700 milljónir króna til aðstoðar við stríðshrjáða íbúa landsins.
Viðtal
Vonandi tímamót í samskiptum Grænlendinga og Íslendinga
Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, afhenti í dag Guðlaugi Þór Þórðarsyni, núverandi utanríkisráðherra, formlega nýja skýrslu, en Össur var formaður nefndar sem gerði skýrsluna „Samstarf Íslands og Grænlands á nýjum Norðurslóðum“ að beiðni Guðlaugs Þórs. Í henni eru fjölmargar tillögur til að styrkja og efla samvinnu landanna. Guðlaugur Þór sagði í dag, er skýrslan var kynnt, að hann teldi hana marka tímamót.
Hart lagt að Rússum að láta Navalny lausan
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir sér mjög brugðið yfir handtöku rússneska andófsmannsins Alexei Navalnys í dag. Guðlaugur hvetur rússnesk yfirvöld til að láta hann umsvifalaust lausan og láta allt uppi sem þau vita um eiturárásina á andófsmanninn.
Guðlaugur segir framgöngu Trumps til háborinnar skammar
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að það hafi verið ógnvekjandi að horfa á beina útsendingu frá atburðunum í Washington í gær, þar sem stuðningsmenn Donalds Trumps réðust á þingið. Hann segir að lýðræðið standi traustum fótum í Bandaríkjunum en framganga forsetans sé til háborinnar skammar svo vægt sé til orða tekið.
Viðbótarframlag til neyðaraðstoðar í Jemen
Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna fær 40 milljón króna viðbótarframlag frá íslenska utanríkisráðuneytinu til neyðar- og matvælaaðstoðar í Jemen.
Kynjajafnrétti og alþjóðasamskipti rædd á NB8 fundi
Kynjajafnrétti var í brennidepli á fjarfundi utanríkisráðherra NB8 ríkjanna á föstudaginn. NB8 er samstarf Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna þriggja sem efnt var til árið 1992.
Trump hættur við að mæta á allsherjarþing SÞ
Donald Trump Bandaríkjaforseti sækir ekki almennar umræður 75. allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í næstu viku eins og til stóð. Mark Meadows starfsmannastjóri forsetans tilkynnti þessa kúvendingu í gær.
Mörg ár þar til sendiherrastaða verður auglýst
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra segir að sendiherrar séu of margir og að gera þurfi gagngerar breytingar á því hvernig þeir eru skipaðir.
Sendiherrastöðum fækkað og þær auglýstar til umsóknar
Nái frumvarp utanríkisráðherra fram að ganga verða sendiherrastöður  framvegis auglýstar til umsóknar. Ráðherra boðar fækkun sendiherra í frumvarpinu.
Myndskeið
Guðlaugur Þór: Baráttan byrjar hjá okkur
„Baráttan gegn hlýnun jarðar byrjar hjá okkur sjálfum,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra í ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna um klukkan eitt í nótt. Loftslagsmál voru ofarlega á baugi ræðu hans, en hann lagði einnig áherslu á mannréttindi og endurbætur á alþjóðakerfinu í samræmi við grunngildi Sameinuðu þjóðanna.
Getum aðstoðað Breta við mótun fiskveiðistefnu
Bretar geta lært af Íslendingum þegar kemur að því að móta fiskveiðistefnu eftir Brexit segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Hann segir vandræðin við útgöngu Breta sýna að Ísland geti ekki verið í Evrópusambandinu.
23.09.2018 - 12:18
Segir sniðgöngu ekki viðeigandi
Utanríkisráðherra segir að það hafi ekki verið viðeigandi að Píratar skyldu sniðganga hátíðarþingfundinn á Þingvöllum í dag, vegna ávarps forseta danska þingsins. Það hefði átt að mótmæla boði hennar fyrr, segir þingmaður Vinstri grænna.
NATO-fundi lokið eftir hvöss orðaskipti
Bandaríkjaforseti segir að ríki Atlantshafsbandalagsins ætli að stórauka framlög til varnarmála. Katrín Jakobsdóttir segir enga stefnubreytingu hafa átt sér stað. Ríkin virðast þó öll sammála um mikilvægi bandalagsins.
Stjórnvöld á Filippseyjum ósátt við Ísland
Stjórnvöld á Filippseyjum eru ósátt við gagnrýni íslenskra stjórnvalda á mannréttindamál þar í landi. Utanríkisráðherrann vill að Guðlaugur Þór Þórðarson komi í heimsókn og meti stöðuna milliliðalaust.
24.06.2018 - 21:53
„Viðskiptastríð aldrei góðar fréttir"
Forsætisráðherra og utanríkisráðherra lýsa áhyggjum af alþjóðlegum viðskiptum eftir misheppnaðan fund G7-ríkjanna. Utanríkisráðherra segir viðskiptadeilur og -stríð aldrei góðar fréttir fyrir Íslendinga.