Færslur: guðjón samúelsson

Kiljan
Guðjón kláraði meistaraverkið rétt áður en hann lést
„Hann fórnaði síðustu mánuðum lífsins í að klára þessa byggingu svo hún yrði fullkomin þegar hún var vígð um vorið,“ segir Pétur H. Ármannsson um Guðjón Samúlesson arkitekt og síðasta verk hans, Þjóðleikhúsið. Pétur, sem sendi nýverið frá sér bókina Guðjón Samúelsson húsameistari, segir frá manninum og bókinni í Kiljunni í kvöld
30.09.2020 - 13:39
Ótrúlegt ævistarf saman komið á einum stað
Guðjón Samúelsson er langþekktasti arkitektinn í Íslandssögunni. Það er í sjálfu sér erfitt að fara út að ganga án þess að rekast á hús eftir hann. Í Hafnarborg, sem er eitt af hans húsum, stendur einmitt yfir sýning á verkum hans þessa dagana.
08.12.2019 - 15:14
Víðsjá
Hvernig komst einn maður yfir þetta allt?
„Það þekkja allir þessar byggingar, þær eru margar orðnar tákn fyrir stofnanir og staði; Háskóli Íslands, Hallgrímskirkja er eitt helsta tákn Reykjavíkur og Akureyrarkirkja fyrir Akureyri. En það eru kannski færri sem gera sér grein fyrir því að sami maðurinn hafi skapað öll þessi form,“ segir Pétur Ármannsson arkitekt og fræðimaður um gríðarlegt lífsstarf Guðjóns Samúelssonar, húsameistara ríkisins.
07.11.2019 - 09:21
Lykilatriði að láta Sundhöll Guðjóns njóta sín
„Að hanna viðbyggingu við sögufrægt hús er eins og að koma í samkvæmi. Annað hvort getur maður tekið það yfir með látum eða tekið þátt í áhugaverðu samtali en samt komið sínu að,“ segja hönnuðir nýrrar viðbyggingar sem opnuð var við Sundhöll Reykjavíkur á dögunum.
Áskorun að tengja við gömlu Sundhöllina
Ný viðbygging og útisundlaug Sundhallar Reykjavíkur opnar á sunnudaginn. Arkitektarnir Ólafur Axelsson og Karl Magnús Karlsson vildu ekki taka samræðuna við gömlu bygginguna yfir, heldur leyfa byggingunum að tala saman.