Færslur: Guðjón Davíð Karlsson

Gagnrýni
Mikið stuð en ristir grunnt
Gagnrýnendur Menningarinnar segja söngleikinn Slá í gegn státa af frábærum tónlistar-, dans- og sirkusatriðum og vera prýðilega fjölskylduskemmtun en líða fyrir handrit þar sem uppbyggingu og persónusköpun sé ábótavant.
Guðmundi Steinssyni aldrei gerð betri skil
„Í engri sýningu hef ég áður séð leikskáldinu Guðmundi Steinssyni gerð betri og fjölþættari skil,“ segir María Kristjánsdóttir, leikhúsrýnir Víðsjár, um leikverkið Húsið sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu. „Þarna er hann ákafi predikarinn, dansandi á mörkum hvunndags og fantasíu þegar hann nánast barnslega írónískur afhjúpar hræsnisfullt firrt samfélag okkar.“
Hús tíðarandans
Leikritið Húsið eftir Guðmund Steinsson vekur heimspekilegar spurningar, framúrskarandi leikmynd og búningar standa fyrir sínu en predikunartónninn í verkinu eldist illa, að mati gagnrýnenda Menningarinnar.