Færslur: grýtubakkahreppur

Miklar skemmdir eftir húsbruna á Grenivík
Slökkvilið Grýtubakkahrepps var kallað út síðdegis vegna elds sem kviknað hafði í einbýlishúsi á Grenivík. Húsið er að sögn Þorkels Pálssonar Slökkviliðsstjóra mikið skemmt, en var sem betur fer mannlaust.
Sjónvarpsfrétt
„Hérna er að rísa bara eitt flottasta hótel á landinu"
Stefnt er á að opna rúmlega fimm þúsund fermetra lúxushótel á Þengilhöfða við Grenivík á næsta ári. Byrjað var að leggja veg að hótelstæðinu í síðustu viku. Framkvæmdirnar kosta, að sögn eiganda, yfir milljarð króna.
24.03.2021 - 13:40
Myndir
Grenivík á kafi í snjó — „Gengur þokkalega vel að moka“
Töluvert hefur snjóað á Grenivík í Grýtubakkahreppi síðustu daga, eins og víða á norðanverðu landinu. Á Grenivík eru tvö moksturstæki sem sem hafa síðustu daga mokað bæinn frá fimm á morgana og fram á kvöld.
27.01.2021 - 14:30
Myndband
„Vonandi nýtist þetta ekki“
„Við áttum smá afgang og ákváðum að eyða honum í þetta," segir slökkviliðsstjórinn á Grenivík en hann gekk ásamt félaga sínum úr liðinu hús úr húsi á dögunum og gaf bæjarbúum reykskynjara. Þeir vona þó að ekki þurfi að nýta búnaðinn.
16.12.2020 - 10:13
Vilja fresta ákvörðun um friðun Eyjafjarðar
Sveitastjórn Grýtubakkahrepps vill að ákvörðun um friðun Eyjafjarðar fyrir sjókvíaeldi verði frestað þar til reynsla annarra svæða verður þekkt.
24.06.2020 - 16:07
Myndskeið
Hreinsa upp eftir aðventustorminn og leggja jarðstrengi
RARIK hreinsar nú upp brotna rafmagnsstaura og slitnar línur sem liggja enn á jörðu eftir óveðrið mikla í desember. 84 kílómetrar af jarðstrengjum verða lagðir á Norðurlandi í sumar í flýtiverkefnum vegna afleiðinga óveðursins.
Myndskeið
Snjómoksturspeningar ársins 2020 víða að klárast
Snjó hefur kyngt niður á Norðurlandi frá því um miðjan desember. Tugir snjómoksturstækja eru á ferðinni á degi hverjum og kostnaður sveitarfélaga er víða kominn yfir áætlun fyrir árið 2020. Verktaki sem sér um snjómokstur í Fnjóskadal man vart viðlíka ástand.
10.03.2020 - 21:41
„Mikið borðað af skyri síðustu daga“
Margir bæir í Grýtubakkahreppi eru enn rafmagnslausir þó rafmagn sé komið á Grenivík. Á jörðinni Fagrabæ liggja raflínur niðri. Þeir bændur sem fréttastofa náði tali af taka stöðunni þó með stóískri ró.
12.12.2019 - 11:23