Færslur: Grunnskólinn í Hveragerði

Stofnanir loka í Hveragerði vegna faraldurs
Ákveðið var í dag að loka Grunnskólanum í Hveragerði á mánudag, sem og frístundaskólanum Bungubrekku og leikskólanum Óskalandi. Í bréfi frá Aldísi Hafsteinsdóttur sem birt er á vef grunnskólans segir að hátt í 40 prósent starfsmanna grunnskólans séu fjarverandi og á annað hundrað nemendur vegna kórónuveirufaraldursins. Nær allir starfsmenn frístundaskólans eru í sóttkví og nokkur smit hafa komið upp í leikskólanum.
Skólinn rýmdur á tæpum þremur mínútum
Grunnskólinn í Hveragerði var rýmdur á tæpum þremur mínútum í gær. Þar var haldin rýmingaræfing í tilefni af Eldvarnaátaki Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna 2015 sem hófst í gær. Liðsmenn Brunavarna Árnessýslu fengu bæjarstjórann til liðs við sig og fræddu börn í þriðja bekk um eldvarnir.