Færslur: Grunnskóli

Myndskeið
Ráðuneyti gerir alvarlegar athugasemdir í eineltismáli
Fagráð eineltismála og Mennta- og menningarmálaráðuneytið gera alvarlegar athugasemdir við hvernig Garðaskóli hefur brugðist við eineltismáli sem þar kom upp. Barnið er nú í heimakennslu. Foreldrarnir segjast ráðþrota vegna skorts á svörum skólans og bæjaryfirvalda.
28.11.2020 - 19:45
Grunnskólakennarar samþykktu samninginn
Rúm 73% grunnskólakennara samþykktu kjarasamning sem skrifað var undir við Samband íslenskra sveitarfélaga 7. október.
Tæpur helmingur nemenda Seljaskóla í sóttkví
304 nemendur  í fimm árgöngum í Seljaskóla í Breiðholti og á fjórða tug starfsmanna skólans eru komnir í úrvinnslusóttkví eftir að smit kom upp í tveimur árgöngum í skólanum í gær. Þetta er hátt í helmingur af nemendafjölda skólans.
21.10.2020 - 09:12
Spegillinn
Meiri kennsla í móðurmáli og náttúrugreinum - minna val
Menntamálaráðuneytið hefur lagt til að viðmiðunarstundaskrá grunnskóla verði breytt svo meiri tíma verði varið í íslensku á yngri stigum grunnskóla og á unglingastigi verði bætt í náttúrugreinar og dregið úr vali á móti. Stefnt er að því að breytingar taki gidli frá og með næsta skólaári. Vísað er til þess að árangur íslenskra grunnskólanemenda hafi verið viðvarandi slakur í íslensku og náttúrufræði í PISA-könnunum.
„Þetta er það sem við töldum vera ásættanlegt“
Kynning stendur nú yfir á kjarasamningi grunnskólakennara, en skrifað var undir hann í síðustu viku. Atkvæðagreiðsla um samninginn hefst á föstudaginn og stendur í viku. Þorgerður Laufey Diðriksdóttir formaður Félags grunnskólakennara segist ekki geta lagt mat á hvort samningurinn verði samþykktur eða ekki.
Staðfest kórónuveirusmit í Fellaskóla
Alls eru nú 60 til 70 nemendur og sjö til átta starfsmenn Fellaskóla í Reykjavík í sóttkví. Staðfest er að kórónuveirusmit kom upp í tveimur árgöngum skólans í vikubyrjun.
09.10.2020 - 17:41
Eina leiðin til að losna við myglu er að rífa skólahús
Rífa þyrfti Fossvogsskóla og byggja nýjan. Viðamiklar framkvæmdir í sumar hafi ekki komið í veg fyrir myglu í húsinu.
22.09.2020 - 06:17
Skólafólk gagnrýnir tillögur Lilju
Tillaga Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um að breyta viðmiðunarstundaskrá grunnskóla þannig að fjölga eigi kennslustundum í íslensku og náttúrufræði á kostnað valgreina fellur í grýttan jarðveg á samráðsgátt stjórnvalda þar sem hún er til umsagnar. 20 umsagnir hafa nú borist um tillöguna, flestar frá skólafólki eða samtökum.
Kennarar krefjast aukins sveigjanleika í starfi
Aukinn sveigjanleiki er forsenda nýs kjarasamnings grunnskólakennara við sveitarfélögin. Kjaraviðræður standa nú yfir, en kennarar hafa verið samningslausir síðan í júlí í fyrra og eru orðnir óþolinmóðir.
Meiri íslenska og náttúrufræði - minna val
Kennsla í íslensku verður efld í grunnskólum og verulega verður bætt við kennslu í náttúrufræði á unglingastigi, nái tillögur mennta- og menningamálaráðherra um breytingar á aðalnámskrá fram að ganga. Tilefni þessa er slakur árangur íslenskra grunnskólanemenda í PISA-rannsókninni og tilgangurinn er að færa kennsluna nær því sem þekkist í nágrannalöndunum.
Fjölgar í hópi þeirra sem stunda aldrei íþróttir
Lítillega hefur fjölgað í hópi þeirra grunnskólanema sem stunda aldrei íþróttir. Meirihluti nemenda í efstu bekkjum grunnskóla, eða 61%, æfir þó með íþróttafélagi einu sinni í viku eða oftar. Af þeim finnst 88% gaman á æfingum og eru ánægð með þjálfarann. 
12.06.2020 - 12:10
Grunnskólanemar aldrei fleiri
Í grunnskólum landsins voru 46.254 börn í fyrrahaust. Aldrei hafa verið fleiri í skyldunámi á Íslandi, segir í frétt Hagstofu Íslands. Nemendum hafði fjölgað um 350 frá því í hitteðfyrra og er skýringin aðallega sú að stærri árgangur hóf nám 2019 en lauk námi. Grunnskólanemendum fjölgaði einnig vegna flutnings fólks til landsins.
22.04.2020 - 10:44
Óljóst hvar 179 reykvísk börn stunda nám
Óljóst er hvar 179 börn, sem eru með lögheimili í Reykjavík, stunda nám. Þetta kemur fram í minnisblaði Helga Grímssonar, sviðsstjóra skóla-og frístundasviðs, sem tekið var fyrir á fundi skóla-og frístundaráðs fyrir helgi.
17.02.2020 - 11:42
Tveir skólar á Akureyri verða réttindaskólar
Giljaskóli og Naustaskóli á Akureyri verða Réttindaskólar UNICEF þegar skólahald hefst aftur í haust. Verkefnið gengur út á að efla mannréttindi barna.
28.06.2019 - 16:29
Fréttaskýring
Utangarðsbörn: Sækja ekki skóla mánuðum saman
Dæmi eru um að börn með einhverfu, geðrænan vanda og aðrar raskanir mæti ekki í grunnskóla svo mánuðum skipti, án þess að skólayfirvöld tilkynni barnaverndaryfirvöldum um það eða bregðist við. Þetta segir Sigrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna. Þessi börn séu oft komin út í horn. Þeim líði illa í skólanum, höndli ekki áreitið eða verði fyrir einelti. Framkvæmdastjóri Skóla- og frístundasviðs borgarinnar segir að það verði aldrei hægt að mæta þörfum allra til fulls.
15.03.2018 - 16:34
Endurvinna plast og skapa úr því listaverk
Grunnskólabörn í Hrísey notuðu heldur óhefðbundið hráefni þegar þau gerðu listaverk sem þar er nú til sýnis. Þau voru í samstarfi við listakonu sem notar endurunnið plast og sýnir um leið áhrif þess í umhverfinu.
04.05.2016 - 17:23
Óháð úttekt á skólastarfi í Eyjum
Fræðsluráð Vestmannaeyjabæjar ætlar að fá óháðan aðila til að gera faglega úttekt á starfi Grunnskóla Vestmannaeyja. Ráðið miðar við að úttektin fari fram í byrjun komandi árs og að niðurstöður liggi fyrir ekki síðar en undir lok vorannar. Ákvörðun fræðsluráðsins kemur í kjölfar niðurstaðna samræmdra könnunarprófa í haust.
28.12.2015 - 11:03