Færslur: Grunnskóli

Sjónvarpsfrétt
Ungir sem aldnir spenntir fyrir sprengideginum
Jafnt á dvalarheimilum og grunnskólum var boðið upp á saltkjöt og baunir í dag, í tilefni af sprengideginum. Skólabörnin virðast ætla að halda uppi þeim íslenska sið að borða á sig gat og jafnvel springa.
01.03.2022 - 19:20
Sjónvarpsfrétt
Skólabörnum fjölgað um þriðjung
Íbúum með fasta búsetu í Hrísey hefur fjölgað undanfarin ár og einnig börnum á skólaaldri um ríflega þriðjung á rúmu ári. Kennari segir fjölgunina breytingu til batnaðar en íbúðaskortur standi í vegi fyrir að fleiri flytji út í eyna.
07.01.2022 - 11:27
Spegillinn
Uggur í skólafólki og foreldrum í upphafi annar
Viðbúið er að skólastarf raskist eitthvað vegna faraldursins á næstunni. Bæði vegna sóttvarnaráðstafana og þess hve kórónuveirusmit eru útbreidd og tilheyrandi einangrun og sóttkví hjá starfsfólki og nemendum.  Starfsdagur var í grunnskólum víðast hvar 3. janúar og skólastjórnendur reyna að ráða fram úr því hvernig skólastarfi verður háttað þegar það hefst.
Nemendur Fossvogsskóla úr einu mygluðu húsi í annað
Foreldrum nemenda í Fossvogsskóla barst tilkynning í morgun um að raki hefði mælst í Korpuskóla, þar sem börn þeirra hafa stundað nám vegna mygluskemmda á húsnæði Fossvogsskóla. Beðið er eftir niðurstöðum úr ræktun sýnanna, en þá kemur í ljós hvort mygla sé enn í húsinu. Mygla mældist í Korpuskóla snemma á síðasta ári, en talið var að húsnæðið væri orðið öruggt eftir viðgerðir og þrif.
03.01.2022 - 17:22
Skora á Kópavogsbæ að fella niður skólahald á mánudag
Trúnaðarmenn kennara í átta grunnskólum í Kópavogi skora á bæjarstjórn Kópavogs að fella niður kennslu mánudaginn 20.desember. Er það gert í ljósi fjölgunar kórónuveirusmita í samfélaginu en þau börn sem útsett verða fyrir covid-smiti á mánudag verða að dvelja í sóttkví eða smitgát yfir jólin.
17.12.2021 - 15:23
Vanlíðan, óöryggi, einelti og áreitni í sundkennslu
Umboðsmaður barna mælist til þess í bréfi til menntamálaráðherra að fyrirkomulag sundkennslu í grunnskólum landsins verði tekið til skoðunar með tilliti til skoðana grunnskólanema á því málefni. Í frétt á vef umboðsmanns segir að fjölbreyttur hópur barna um allt land hafi kallað eftir því að gerð verði breyting á fyrirkomulagi sundkennslu í efstu bekkjum grunnskóla, kröfur minnkaðar og kennslan gerð valkvæð að einhverju leyti.
Hætta kennslu í húsnæði Fossvogsskóla eftir helgi
Kennsla í Fossvogsskóla verður utandyra á morgun, en nýtt húsnæði verður fundið fyrir skólann um helgina. Foreldrar barna við skólann hafa krafist þess að skólayfirvöld rými húsnæðið vegna myglu og sveppagróa og segja margir að börn sín séu mjög veik eftir að hafa stundað nám í húsinu. Engin kennsla verður á föstudag og á mánudaginn hefst skólastarf svo í öðru húsnæði.
17.03.2021 - 21:57
Ekki hægt að bjóða krökkunum upp á þetta
Það voru allir að detta út, segja nemendur í níunda bekk sem lentu í því í samræmdu prófi í íslensku í gær að prófakerfið hrundi. Umboðsmaður barna segir ekki hægt að bjóða börnum upp á þessar aðstæður. Forstjóri Menntamálastofnunar segir að stofnunin hafi ítrekað bent menntamálayfirvöldum á að prófakerfið anni ekki þessu verkefni og hefur sent menntamálaráðherra tólf minnisblöð undanfarin ár þar sem knúið er á um breytingar.
Myndskeið
Ráðuneyti gerir alvarlegar athugasemdir í eineltismáli
Fagráð eineltismála og Mennta- og menningarmálaráðuneytið gera alvarlegar athugasemdir við hvernig Garðaskóli hefur brugðist við eineltismáli sem þar kom upp. Barnið er nú í heimakennslu. Foreldrarnir segjast ráðþrota vegna skorts á svörum skólans og bæjaryfirvalda.
28.11.2020 - 19:45
Grunnskólakennarar samþykktu samninginn
Rúm 73% grunnskólakennara samþykktu kjarasamning sem skrifað var undir við Samband íslenskra sveitarfélaga 7. október.
Tæpur helmingur nemenda Seljaskóla í sóttkví
304 nemendur  í fimm árgöngum í Seljaskóla í Breiðholti og á fjórða tug starfsmanna skólans eru komnir í úrvinnslusóttkví eftir að smit kom upp í tveimur árgöngum í skólanum í gær. Þetta er hátt í helmingur af nemendafjölda skólans.
21.10.2020 - 09:12
Spegillinn
Meiri kennsla í móðurmáli og náttúrugreinum - minna val
Menntamálaráðuneytið hefur lagt til að viðmiðunarstundaskrá grunnskóla verði breytt svo meiri tíma verði varið í íslensku á yngri stigum grunnskóla og á unglingastigi verði bætt í náttúrugreinar og dregið úr vali á móti. Stefnt er að því að breytingar taki gidli frá og með næsta skólaári. Vísað er til þess að árangur íslenskra grunnskólanemenda hafi verið viðvarandi slakur í íslensku og náttúrufræði í PISA-könnunum.
„Þetta er það sem við töldum vera ásættanlegt“
Kynning stendur nú yfir á kjarasamningi grunnskólakennara, en skrifað var undir hann í síðustu viku. Atkvæðagreiðsla um samninginn hefst á föstudaginn og stendur í viku. Þorgerður Laufey Diðriksdóttir formaður Félags grunnskólakennara segist ekki geta lagt mat á hvort samningurinn verði samþykktur eða ekki.
Staðfest kórónuveirusmit í Fellaskóla
Alls eru nú 60 til 70 nemendur og sjö til átta starfsmenn Fellaskóla í Reykjavík í sóttkví. Staðfest er að kórónuveirusmit kom upp í tveimur árgöngum skólans í vikubyrjun.
09.10.2020 - 17:41
Eina leiðin til að losna við myglu er að rífa skólahús
Rífa þyrfti Fossvogsskóla og byggja nýjan. Viðamiklar framkvæmdir í sumar hafi ekki komið í veg fyrir myglu í húsinu.
22.09.2020 - 06:17
Skólafólk gagnrýnir tillögur Lilju
Tillaga Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um að breyta viðmiðunarstundaskrá grunnskóla þannig að fjölga eigi kennslustundum í íslensku og náttúrufræði á kostnað valgreina fellur í grýttan jarðveg á samráðsgátt stjórnvalda þar sem hún er til umsagnar. 20 umsagnir hafa nú borist um tillöguna, flestar frá skólafólki eða samtökum.
Kennarar krefjast aukins sveigjanleika í starfi
Aukinn sveigjanleiki er forsenda nýs kjarasamnings grunnskólakennara við sveitarfélögin. Kjaraviðræður standa nú yfir, en kennarar hafa verið samningslausir síðan í júlí í fyrra og eru orðnir óþolinmóðir.
Meiri íslenska og náttúrufræði - minna val
Kennsla í íslensku verður efld í grunnskólum og verulega verður bætt við kennslu í náttúrufræði á unglingastigi, nái tillögur mennta- og menningamálaráðherra um breytingar á aðalnámskrá fram að ganga. Tilefni þessa er slakur árangur íslenskra grunnskólanemenda í PISA-rannsókninni og tilgangurinn er að færa kennsluna nær því sem þekkist í nágrannalöndunum.
Fjölgar í hópi þeirra sem stunda aldrei íþróttir
Lítillega hefur fjölgað í hópi þeirra grunnskólanema sem stunda aldrei íþróttir. Meirihluti nemenda í efstu bekkjum grunnskóla, eða 61%, æfir þó með íþróttafélagi einu sinni í viku eða oftar. Af þeim finnst 88% gaman á æfingum og eru ánægð með þjálfarann. 
12.06.2020 - 12:10
Grunnskólanemar aldrei fleiri
Í grunnskólum landsins voru 46.254 börn í fyrrahaust. Aldrei hafa verið fleiri í skyldunámi á Íslandi, segir í frétt Hagstofu Íslands. Nemendum hafði fjölgað um 350 frá því í hitteðfyrra og er skýringin aðallega sú að stærri árgangur hóf nám 2019 en lauk námi. Grunnskólanemendum fjölgaði einnig vegna flutnings fólks til landsins.
22.04.2020 - 10:44
Óljóst hvar 179 reykvísk börn stunda nám
Óljóst er hvar 179 börn, sem eru með lögheimili í Reykjavík, stunda nám. Þetta kemur fram í minnisblaði Helga Grímssonar, sviðsstjóra skóla-og frístundasviðs, sem tekið var fyrir á fundi skóla-og frístundaráðs fyrir helgi.
17.02.2020 - 11:42
Tveir skólar á Akureyri verða réttindaskólar
Giljaskóli og Naustaskóli á Akureyri verða Réttindaskólar UNICEF þegar skólahald hefst aftur í haust. Verkefnið gengur út á að efla mannréttindi barna.
28.06.2019 - 16:29
Fréttaskýring
Utangarðsbörn: Sækja ekki skóla mánuðum saman
Dæmi eru um að börn með einhverfu, geðrænan vanda og aðrar raskanir mæti ekki í grunnskóla svo mánuðum skipti, án þess að skólayfirvöld tilkynni barnaverndaryfirvöldum um það eða bregðist við. Þetta segir Sigrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna. Þessi börn séu oft komin út í horn. Þeim líði illa í skólanum, höndli ekki áreitið eða verði fyrir einelti. Framkvæmdastjóri Skóla- og frístundasviðs borgarinnar segir að það verði aldrei hægt að mæta þörfum allra til fulls.
15.03.2018 - 16:34
Endurvinna plast og skapa úr því listaverk
Grunnskólabörn í Hrísey notuðu heldur óhefðbundið hráefni þegar þau gerðu listaverk sem þar er nú til sýnis. Þau voru í samstarfi við listakonu sem notar endurunnið plast og sýnir um leið áhrif þess í umhverfinu.
04.05.2016 - 17:23
Óháð úttekt á skólastarfi í Eyjum
Fræðsluráð Vestmannaeyjabæjar ætlar að fá óháðan aðila til að gera faglega úttekt á starfi Grunnskóla Vestmannaeyja. Ráðið miðar við að úttektin fari fram í byrjun komandi árs og að niðurstöður liggi fyrir ekki síðar en undir lok vorannar. Ákvörðun fræðsluráðsins kemur í kjölfar niðurstaðna samræmdra könnunarprófa í haust.
28.12.2015 - 11:03