Færslur: Grunnskólar

Grunnskólakennarar búast við að semja í haust
Samningar Félags grunnskólakennara hafa nú verið lausir í rúmt ár. Skrifað hefur verið undir framlengingu á viðræðuáætlun við Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg og er markmið hennar að skrifað verði undir nýjan kjarasamning 1. október.
Þrjú félög KÍ undirrita kjarasamning
Félag leikskólakennara, Félag stjórnenda leikskóla og Skólastjórafélag Íslands skrifuðu undir nýja kjarasamninga við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga í nótt og í morgun.
19 stafi þarf til að geta lesið
Ný rannsókn Hermundar Sigmundssonar prófessors í lífeðlislegri sálfræði við Háskólann í Reykjavík og Háskólann í Þrándheimi sýnir að börn þurfa að kunna að minnsta kosti 19 bókstafi til að geta lesið. Hann segir þessar niðurstöður sýna hversu mikilvægt sé að hefja lestrarkennslu á því að kenna bókstafi og hljóð. Hann gagnrýnir að aðferðir, þar sem áherslan sé á aðra þætti, séu notaðar í um helmingi grunnskóla hér á landi. 
24.05.2020 - 14:12
Innlent · Menntun · Börn · Lestur · nám · Grunnskólar · vísindi
Samkomubann kærkomin hvíld fyrir suma
Formaður félags skólasálfræðinga segir að samkomubann og skert skólastarf hafi jafnvel verið kærkomin hvíld fyrir ákveðinn hóp nemenda. Vandi þeirra barna sem stóðu höllum fæti fyrir geti hins vegar verið meiri nú.
08.05.2020 - 13:15
Viðbúið að 2.200 nemendur fái ekki að mæta í skóla
Viðbúið er að nemendur geti ekki lengur mætt í tíma í fjórum grunnskólum í Kópavogi frá og með miðvikudegi í næstu viku, komi til verkfalls Eflingar. Formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga segist ekki vera bjartsýn á að samningar náist fyrir þriðjudag þegar boðað hefur verið til verkfalls. 
Áætla að skólahald í maí verði eins og fyrir bann
Almannavarnir áætla að skólastarf í leik- og grunnskólum fari af stað með eðlilegum hætti 4. maí. Þetta kom fram á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, sagði að fulltrúar Almannavarna hafi ekki hitt skólastjórnendur en hafi fundað um málið með fulltrúum menntamálaráðuneytis.
19.04.2020 - 15:21
Stofum lokað í Lundarskóla á Akureyri vegna myglu
Loka þarf hluta af Lundarskóla á Akureyri eftir að mygla mældist í skólanum fyrir páska. Sviðsstjóri fræðslusviðs hjá Akureyrarbæ segir enga ástæðu til að óttast að nemendur eða starfsfólk hafi hlotið skaða af.
17.04.2020 - 09:30
Sóttkví aflétt í Háteigs- og Klettaskóla
Klettaskóli hefur verið lokaður síðan 18. mars og Háteigsskóli síðan 17. mars. Báðum skólunum var lokað tímabundið vegna Covid-19 smita hjá starfsfólki. Sóttkvínni hefur nú verið aflétt og geta skólarnir hafið starfsemi sína á ný.
03.04.2020 - 08:16
Fólkið í framlínunni
Fólkið í framlínunni lýsir lífinu á tímum COVID-19
Fólk í framlínustörfum leggur sig í ákveðna hættu til að halda samfélaginu gangandi. Það hittir fjölda fólks á hverjum degi og er því kannski útsettara en margir fyrir smiti. Spegillinn ræddi við lyfsala, leikskólakennara, strætóbílstjóra og starfsmenn matvöruverslana um lífið í framlínunni, um reynsluna af samkomubanni, fórnir og fúkyrðaflaum, óvissu og öryggi.
25.03.2020 - 17:45
Börn hitti ekki börn úr öðrum skólahópum
Foreldrar og forráðamenn leik- og grunnskólabarna eru hvattir til þess að draga úr fjölda einstaklinga í tengslaneti barna sinna utan skólatíma, í pósti sem almannavarnir hafa sent foreldrum og forráðamönnum allra leik- og grunnskólabarna á landinu. Þar kemur fram að skólafélagar sem eru ekki í sama hóp í skólastarfinu eigi ekki að vera í návígi utan skóla.
Eitt smit í Holtaskóla og 46 í sóttkví
Nemandi við Holtaskóla í Reykjanesbæ var í vikunni greindur með COVID-19 og hefur allur árgangurinn verið sendur í sóttkví, 40 manns. Að auki eru sjö starfsmenn skólans í sóttkví.
20.03.2020 - 13:41
Enginn fundur boðaður og engin vinna hjá sveitarfélögum
Enginn fundur hefur verið boðaður í kjaradeilu Eflingar við Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerði og Sveitarfélagið Ölfus. Engin vinna er í gangi hjá samninganefnd sveitarfélaganna og þar á bæ er aðeins beðið eftir því að nýr fundur verði boðaður. Framkvæmdastjóri Eflingar gagnrýnir að ekki sé vilji til samtals.
18.03.2020 - 16:02
Grunnskólanum á Hvammstanga lokað vegna Covid-19
Starfsmaður Grunnskóla Húnaþings vestra á Hvammstanga hefur greinst með Covid-19 smit. Skólahald fellur því niður um óákveðinn tíma.
18.03.2020 - 08:28
Klettaskóla lokað vegna COVID-19 smits
Kennsla fellur niður í Klettaskóla í Reykjavík um óákveðinn tíma þar sem starfsmaður skólans var greindur með COVID-19. Þetta kemur fram í tölvupósti skólans til foreldra allra nemenda.
Óska eftir undanþágu fyrir fjölmörg börn
„Við erum búin að gefa út lista sem er í stöðugri enduskoðun, þar sem við óskum eftir forgangi í leikskóla og grunnskólastarfi,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum. Seinni partinn í gær var hafist handa við að taka saman lista yfir börn starfsmanna hinna ýmsu stofnana, sem óskað er eftir að fái forgang inn í leik- og grunnskóla, til þess að sem minnst röskun verði á starfsemi viðkomandi stofnunar á meðan COVID-19 faraldurinn gengur yfir.
Myndskeið
Sum börn í skóla annan hvern dag - önnur fá hálfa daga
Mjög misjafnt er hvernig einstakir grunn- og leikskólar skipuleggja skólastarfið á næstu dögum, til þess að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin vegna COVID-19 veirunnar. Sumir skólar bjóða börnum til dæmis að koma annan hvern dag, í öðrum skólum fá börnin að koma á hverjum degi en þá bara í hálfan dag og í enn öðrum fá börn að koma annan hvern dag í hálfan dag. Skipulagið í hverjum skóla fyrir sig á nú að liggja fyrir.
16.03.2020 - 18:25
Til skoðunar að börn mæti í skóla annan hvern dag
Í fyrsta sinn á lýðveldistímanum hefur heilbrigðisráðherra virkjað heimild sóttvarnalaga til að banna samkomur. Bannið gildir í fjórar vikur og hefur áhrif á allt samfélagið; vinnustaði og skóla, fermingar og jarðarfarir, verslanir og samkomuhús. Stúdentaráð Háskóla Íslands hyggst reyna að styðja við þá nemendur sem þurfa á stuðningi að halda næstu vikur. Sveitarfélög og skólastjórnendur nýta helgina og mánudag til að útfæra kennslu næstu vikur.
13.03.2020 - 17:27
Hvorki grunnskóli né leikskóli á mánudaginn
Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa tekið ákvörðun um að starfsdagur verði í öllum grunnskólum og leikskólum á höfuðborgarsvæðinu á mánudaginn, til þess að stjórnendur og starfsmenn geti skipulagt skólastarfið sem best á því tímabili sem takmörkun á skólastarfi nær til. Þetta þýðir að grunn- og leikskólabörn á höfuðborgarsvæðinu verða ekki í skólanum á mánudaginn. Frístundastarf fellur einnig niður.
13.03.2020 - 15:17
Enginn kann á samkomubann
Í samkomubanni verður skólahald í leik- og grunnskólum með breyttu sniði. „Það er það sem við erum að fara að fjalla um núna og heyra niðurstöður um það hvers konar breytt snið eigi að vera á skólahaldi. Við erum eins og aðrir landsmenn tilbúin að aðstoða í þeim fordæmalausu aðstæðum sem við erum í. Þetta er bara eitthvað sem enginn kann,“ segir Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakennara.
13.03.2020 - 12:47
Frábær þátttaka hjá börnum í Íslandsmóti í skák
Fimm til átta ára börn kepptu í dag á Íslandsmóti barnaskólasveita í skák. Sigursveitin úr Lindaskóla á einfalda skýringu á velgengninni: Við erum mjög góðir.
21.02.2020 - 19:23
Foreldrar ósáttir við breytta þjónustu
Óánægja er meðal foreldra á Akureyri með að fræðsluráð hafi ákveðið að leggja niður svokallaðan skólaleik. Fræðslustjóri segir að ekki sé verið að skera niður. Verkefnið hafi ekki skilað settum markmiðum.
06.02.2020 - 12:28
Myndband
Vill fækka frídögum grunnskólabarna
Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir það blasa við að ósamræmi milli frídaga atvinnulífsins og skólakerfisins skapi vanda. Með skipulagsbreytingu geti foreldrar minnkað fjarveruþörf sína frá vinnu um tíu daga á ári. Hvert foreldri eigi almennt um 24 frídaga á ári en frídagar grunnskólabarna séu um 70 til 80.
03.11.2019 - 14:18
Kennarar leggjast gegn lokun Kelduskóla Korpu
Til stendur að loka Kelduskóla Korpu í Grafarvogi, að minnsta kosti tímabundið. Kennarar við skólann leggjast gegn lokuninni og bjóða borgarfulltrúum í heimsókn til að „kynna sér allt það góða og faglega starf sem þar fer fram.“
Ætla ekki að minnka framboð dýraafurða
Akureyrarbær ætlar ekki að minnka framboð dýraafurða í leik- og grunnskólum bæjarins. Þetta kemur fram í bókun fræðsluráðs bæjarins um málið frá því í gær.
18.09.2019 - 11:47
Allmörg dæmi um ófullnægjandi viðhald
Fjármagn í viðhald á grunnskólum borgarinnar er svo naumt skammtað að ómögulegt er að verða við öllum beiðnum. Skólastjórnendur eru langeygðir eftir því að viðhaldi á skólahúsnæði verði sinnt. Allmörg dæmi eru um ófullnægjandi viðhald og ókláruð verkefni. Tryggja þarf að viðhald á skólabyggingunum og öðrum búnaði sé fullnægjandi til að búa börnum og starfsfólki sem best starfsumhverfi.
09.09.2019 - 14:05