Færslur: Grunnskólar

Börn þurfi að gefa tæknirisum upplýsingar til að læra
Börn eiga að geta lært á stafræn tæki án þess að gefa bandarískum stórfyrirtækjum persónuupplýsingar, segir sviðsstjóri hjá Persónuvernd. Úttekt á notkun Google-lausna í skólastarfi stendur nú yfir. Persónuvernd er með málið á sínu borði.
„Menntun í sjálfbærni ætti að vera kjarni skólastarfs“
Hópur starfandi kennara um allt land hefur sent áskorun til sveitarstjórna um að setja menntun til sjálfbærni í forgang. Hún mæti afgangi en ætti, að mati kennaranna, að vera kjarninn í skólastarfinu.
20.06.2022 - 13:26
Breyttir kennsluhættir hafa jákvæð áhrif á nemendur
Fyrsta ár læsisverkefnisins Kveikjum neistann er afstaðið. Verkefnisstjórinn segir að breyttir kennsluhættir í Grunnskóla Vestmannaeyja hafi haft jákvæð áhrif á námsárangur. 
14.06.2022 - 13:51
Costa heitir aðstoð við endurbyggingu skóla í Úkraínu
Forseti Úkraínu segir að hátt í tvö þúsund skólar hafi eyðilagst í hernaðaraðgerðum Rússa í landinu. Forsætisráðherra Portúgals heitir aðstoð við endurreisn skólanna.
X22 Kastljós
Skólamál taka helming fjármuna sveitarfélaga
Um helmingur útgjalda sveitarfélaganna fer í skólamál en þó er afar misjafnt eftir sveitarfélögum hve hátt hlutfallið er. Kostnaðurinn hefur vaxið mikið enda verkefnin að verða fleiri og flóknari. Um fimmtungur barna hefur nú annað móðurmál en íslensku og sífelld krafa er um að yngri og yngri börn fái leikskólapláss.
Sjónvarpsfrétt
Mygla greinst í 11 leik- og grunnskólum í Reykjavík
Mygla hefur greinst í ellefu leik- og grunnskólum í Reykjavík og fjórir þeirra hafa þurft að færa starfsemi sína annað. Prófessor í byggingaverkfræði segir að breyta þurfi aðferðum við byggingu húsa.
01.05.2022 - 23:32
Lesblinda hefur mikil áhrif á tíunda hvern nemanda
Einn af hverjum tíu segir að lesblinda hafi mikil eða mjög mikil áhrif á frammistöðu í námi. Því meiri sem lestrarörðugleikar hamla frammistöðu í námi því meiri eru kvíðatengd einkenni. Þetta er niðurstaða könnunar á tæplega ellefu þúsund nemendum á unglingastigi grunnskóla. 
04.04.2022 - 17:50
Spegillinn
Stuðningur og ráðgjöf við kennara víkjandi
Áhersla í skólaþjónustu sveitarfélaga síðastliðinn aldarfjórðung hefur færst yfir í það að taka frekar á vanda nemenda en að styðja kennara og veita þeim ráðgjöf. Þetta sýna niðurstöður rannsóknar Háskólans á Akureyri. 
30.03.2022 - 07:30
Spegillinn
Höfum trassað að fylgja börnunum á milli skólastiga
Grunnskólinn er stór og fjárfrekur málaflokkur sem sveitarstjórnir um land allt þurfa að sinna. Í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga í maí og í tilefni af því að rúmur aldarfjórðungur er liðinn frá því að grunnskólinn var færður frá ríki til sveitarfélaga, þá hélt Samband íslenskra sveitarfélaga skólaþing nú í mars.
Spegillinn
Sláandi munur á skólaþjónustu
Flutningur grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga fyrir 25 árum var gæfuspor fyrir stór, öflug sveitarfélög og minni vel stæð sveitarfélög. Þetta segir Ingvar Sigurgeirsson fyrrverandi prófessor í kennslufræði. Börn í litlum og/eða fjárhagslega illa stæðum sveitarfélögum líða tíðum fyrir ójöfnuð því baktryggingu vantar.  
Engin samræmd próf í ár
Samræmd könnunarpróf verða ekki lögð fyrir á þessu skólaári. Þetta segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins.
22.02.2022 - 15:47
Kennara dæmdar bætur vegna ólögmæts brottrekstrar
Dalvíkurbyggð ber að greiða kennara við Dalvíkurskóla átta milljónir í bætur vegna ólöglegs brottreksturs síðastliðið sumar. Héraðsdómur Norðurlands komst að þessari niðurstöðu í morgun.
Smitum fækkar á Grænlandi nema í tveimur bæjum
Kórónuveirusmitum hefur fjölgað talsvert í Tasiilaq stærsta þéttbýlisstaðnum á Austur-Grænlandi en annars staðar í landinu hefur smitum fækkað nokkuð. Öllum sóttvarnaraðgerðum var aflétt í landinu um miðja vikuna.
12.02.2022 - 01:10
Blendnar tilfinningar vegna nýrra sóttkvíarreglna
Blendnar tilfinningar eru meðal stjórnenda í grunnskólum, leikskólum, frístundaheimilum og skólahljómsveitum í Reykjavík að sögn Helga Grímssonar, forstöðumanns skóla- og frístundasviðs. Um leið og þeir hafa áhyggjur af veikindum barna og starfsmanna, sé það mikið fagnaðarefni að rakningarstarf heyri sögunni til í skóla- og frístundastarfi.
Sjónvarpsfrétt
Þúsundir losna úr sóttkví á miðnætti
Þúsundir skólabarna sem verið í sóttkví undanfarna daga snúa aftur í skóla á morgun eftir að ríkisstjórnin tilkynnti um tilslakanir á reglum um sóttkví. Afléttingaráætlun stjórnvalda verður kynnt á föstudaginn.
Skólafólk taki þátt í að ná hjarðónæmi
Nýjar reglur um sóttkví taka gildi á miðnætti þannig að fjöldi manns mun geta mætt til skóla og vinnu á morgun. Sviðsstjóri fræðslusviðs Akureyrarbæjar segir að ef hjarðónæmi eigi að nást í samfélaginu sé eðlilegt að skólafólk þátt í því eins og aðrir.
25.01.2022 - 15:52
Þriðjungur barna sér eftir færslum á samfélagsmiðlum
Rúmlega þriðjungur nemenda í grunn- og framhaldsskólum, á aldursbilinu 9-18 ára, sér eftir efni sem þau hafa deilt inni á samfélagsmiðlum.
Þjónusta skerðist enn frekar verði ekkert að gert
Starfsemi grunn- og leikskóla er skert víða um landið í dag. Minnst fjórir grunnskólar eru lokaðir vegna smita, en 2.621 barn er skráð í eftirliti hjá covid-göngudeild Landspítala í dag. Jón Viðar Matthíasson, framkvæmdastjóri, almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins, segir aldrei hafa verið eins snúið að halda úti skóla- og frístundastarfi og óttast að þjónustan skerðist enn frekar, verði ekkert að gert.
Morgunútvarpið
Haraldur segir leikskólakerfið hafa vaxið of hratt
Haraldur Freyr Gíslason formaður Félags leikskólakennara segir leikskólakerfið hafi vaxið of hratt. Það sé ríkur þáttur í að ekki hafi tekist að fjölga kennurunum hlutfallslega þrátt fyrir fjölgun í leikskólakennaranámi.
Heimapróf tvisvar í viku í grunnskólum í Danmörku
Nemendur og starfsfólk allra grunnskóla í Danmörku eru hvött til að taka covid-próf tvisvar sinnum í viku. Skólastarf hófst þar á ný í dag og segja yfirvöld óhjákvæmilegt að smitum fjölgi en mikilvægt sé fyrir börnin að komast í skólann.
05.01.2022 - 22:02
Nemendum Hagaskóla kennt á þremur stöðum vegna myglu
Skólastjórnendur í Hagaskóla hafa tilkynnt foreldrum að einhverjar tafir verði á skólabyrjun þessa önnina, bæði vegna myglu sem mælst hefur í húsnæðinu og vegna skipulags sóttvarnaraðgerða. Nemendum skólans verður kennt á þremur stöðum í borginni. 9. bekk verður kennt í Ármúla, 8. bekk á Hótel Sögu en 10. bekkurinn verður áfram í Hagaskóla. Kennsla verður skert í skólanum í þessari viku, en gert er ráð fyrir fullum skóladögum eftir 10. janúar.
04.01.2022 - 15:36
Sjónvarpsfrétt
Brýnt fyrir börn í viðkvæmri stöðu að komast í skóla
Mennta- og barnamálaráðherra segir mikilvægt að halda skólum opnum í lengstu lög, einkum vegna barna í viðkvæmri stöðu. Stuðningur við kennara verði efldur. Daglegir samráðsfundur verða með skólastjórnendum og fulltrúum annarra sem að skólastarfi koma.
03.01.2022 - 19:37
Nemendur Fossvogsskóla úr einu mygluðu húsi í annað
Foreldrum nemenda í Fossvogsskóla barst tilkynning í morgun um að raki hefði mælst í Korpuskóla, þar sem börn þeirra hafa stundað nám vegna mygluskemmda á húsnæði Fossvogsskóla. Beðið er eftir niðurstöðum úr ræktun sýnanna, en þá kemur í ljós hvort mygla sé enn í húsinu. Mygla mældist í Korpuskóla snemma á síðasta ári, en talið var að húsnæðið væri orðið öruggt eftir viðgerðir og þrif.
03.01.2022 - 17:22
Viðtal
Þórólfur vildi bólusetningu áður en skólar hæfust
„Ég held að það hefði verið ákjósanlegt að bíða með að setja skólana af stað núna meðan við erum að átta okkur á útbreiðslunni í þessari viku og síðan að hefja bólusetningu. Ég held að það hefði verið ágætt fyrirkomulag. En auðvitað þarf að taka tillit til annarra sjónarmiða í því,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sjónvarpsfrétt
Óvíst um áhrif óbreytts skólahalds á faraldurinn
Sóttvarnalæknir segir óvíst hvort óbreytt skólahald eftir áramót muni hafa áhrif á þróun kórónuveirufaraldursins, en tillögu hans um að því yrði frestað var hafnað á ríkisstjórnarfundi í gær. Flestir sem greindust í gær voru börn á yngri stigum grunnskólans.