Færslur: Grunnskólanemendur

Ungir vísindamenn í skóla í sumarfríinu
Vísindaskóli unga fólksins er nú haldinn í sjöunda sinn í Háskólanum á Akureyri. Þar fá börn fjölbreytta fræðslu á vikulöngu námskeiði. Ungur vísindamaður segist hafa lært meira á einum degi í Vísindaskólanum en á heilu ári í sínum venjulega skóla.
Sjónvarpsfrétt
Hollendingar heimsækja Hrísey
Hollenskir grunnskólanemendur heimsækja nú jafnaldra sína í Hrísey til að ræða þær áskoranir sem eyjasamfélög standa frammi fyrir. Umhverfismálin eru þeim sérstaklega hugleikin. 
13.05.2022 - 16:57
Lesblinda hefur mikil áhrif á tíunda hvern nemanda
Einn af hverjum tíu segir að lesblinda hafi mikil eða mjög mikil áhrif á frammistöðu í námi. Því meiri sem lestrarörðugleikar hamla frammistöðu í námi því meiri eru kvíðatengd einkenni. Þetta er niðurstaða könnunar á tæplega ellefu þúsund nemendum á unglingastigi grunnskóla. 
04.04.2022 - 17:50
Kennara dæmdar bætur vegna ólögmæts brottrekstrar
Dalvíkurbyggð ber að greiða kennara við Dalvíkurskóla átta milljónir í bætur vegna ólöglegs brottreksturs síðastliðið sumar. Héraðsdómur Norðurlands komst að þessari niðurstöðu í morgun.
Færeyjar
Nemendur vilja að fjármál verði skyldufag í skólum
Nemendur í efri bekkjum grunnskóla í Færeyjum vilja að fjármál einstaklinga verði skyldufag í skólum. Á fjórða tug ungmenna sat sérstakt lögþing í Færeyjum fyrr í vikunni og lögðu að því loknu þrettán tillögur fyrir landsstjórnina.
Spegillinn
Uggur í skólafólki og foreldrum í upphafi annar
Viðbúið er að skólastarf raskist eitthvað vegna faraldursins á næstunni. Bæði vegna sóttvarnaráðstafana og þess hve kórónuveirusmit eru útbreidd og tilheyrandi einangrun og sóttkví hjá starfsfólki og nemendum.  Starfsdagur var í grunnskólum víðast hvar 3. janúar og skólastjórnendur reyna að ráða fram úr því hvernig skólastarfi verður háttað þegar það hefst.
Viðbúið að hökt verði í vinnu og skóla í vikunni
Gera má ráð fyrir að hjól atvinnulífsins verði ekki á fullum gangi fyrstu vinnuviku ársins þegar nærri fjórtán þúsund manns eru frá vegna covid og engin kennsla í skólum á morgun þar sem skipuleggja á sóttvarnir. 
Sjónvarpsfrétt
Keppni um best skreyttu hurðina í skólanum
Hurðirnar á kennslustofunum í Grunnskólanum á Hvammstanga taka á sig alveg nýja mynd á aðventunni. Þá er keppni í skólanum um hvaða bekkur á jólalegustu hurðina. Áttundi bekkur sigraði í ár.
17.12.2021 - 18:40
Færeyingar herða reglur guls viðbúnaðarstigs
Grunnskólanemendur í Færeyjum fara snemma í jólafrí í ár, grímuskylda er tekin upp og dregið úr þeim fjölda sem koma má saman hverju sinni án bólusetningarvottorðs. Allt er þetta til að komast hjá að færa landið upp á rautt viðbúnaðarstig.
Fjórir af hverjum fimm krökkum hreyfa sig ekki nóg
Fjórir af hverjum fimm nemendum í 6., 8. og 10. bekk uppfylla ekki viðmið um ráðlagða daglega hreyfingu.  Þetta sýnir ný rannsókn. Strákar hreyfa sig meira en stelpur og skólaíþróttir skipta sköpum fyrir börn sem ekki eru í skipulagðri hreyfingu.
Sjónvarpsfrétt
Undirbúa nemendur fyrir framtíðina en ekki fortíðina
Grunnskóli á Akureyri hefur séð til þess að allir nemendur hafi nú aðgang að spjaldtölvu eða tölvu við nám sitt. Markmiðið er að nútímavæða skólastarfið og auka við fjölbreytni og leiðir í námi.
Skólahald fellt niður á Húsavík vegna smita
Skólahald í Borgarhólsskóla, grunnskólanum á Húsavík, fellur niður á morgun vegna fjölda COVID-19 smita í samfélaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skólanum. Smitin eru bæði meðal starfsfólks og nemenda, en smitrakning stendur nú yfir og verður staðan endurmetin á þriðjudag. Starfsfólk mætir því ekki til vinnu á morgun.
57 fyrstubekkingar í sóttkví
57 verðandi nemendur í fyrsta bekk í Hörðuvallaskóla í Kópavogi hafa verið sendir í sóttkví. Börnin höfðu mætt í sumarfrístund í skólanum á mánudag og þar hefur greinst smit, að sögn Þórunnar Jónasdóttur skólastjóra Hörðuvallaskóla. Ekki fást upplýsingar hvort að smit hafi greinst hjá nemanda eða starfsmanni.
Morgunútvarpið
Einn tilgangur náms er að læra félagsleg samskipti
Formaður Kennarasambands Íslands, segir mikilvægt að tryggja eins eðlilegt skólastarf og unnt er í haust. Ungu fólki sé félagslegt samneyti afar mikilvægt.
Vanlíðan, óöryggi, einelti og áreitni í sundkennslu
Umboðsmaður barna mælist til þess í bréfi til menntamálaráðherra að fyrirkomulag sundkennslu í grunnskólum landsins verði tekið til skoðunar með tilliti til skoðana grunnskólanema á því málefni. Í frétt á vef umboðsmanns segir að fjölbreyttur hópur barna um allt land hafi kallað eftir því að gerð verði breyting á fyrirkomulagi sundkennslu í efstu bekkjum grunnskóla, kröfur minnkaðar og kennslan gerð valkvæð að einhverju leyti.
Viðgerðum ljúki í Fossvogsskóla áður en kennsla hefst
Foreldrar barna í Fossvogsskóla eru hugsi vegna hugmynda skólastjórans um að unnt verði að hefja kennslu þar á haustdögum. Í bréfi sem foreldrafélag skólans sendi foreldrum í vikunni var greint frá efasemdum skólaráðs um að takist að ljúka viðgerðum í tíma.
Síðdegisútvarpið
Hálftíma bæting á of stuttum svefni getur skipt sköpum
Búast má við að allir skólar í Reykjavík hefji kennslu á unglingastigi síðar að deginum en nú tíðkast, takist vel til með tilraunaverkefni þess eðlis næsta vetur. Þetta kom fram í máli Erlu Björnsdóttur sérfræðings í svefni í síðdegisútvarpi Rásar tvö í dag.
Kennsla gæti hafist í Fossvogsskóla seinni hluta ársins
Skólastjóri Fossvogsskóla telur möguleika á að í haust verði unnt að hefja kennslu í þeim hluta Fossvogsskóla sem gengur undir heitinu Austurland. Það geti þó dregist fram að áramótum. Foreldri nemenda við skólann segir þær fyrirætlanir óásættanlegar.
Lesskilningur drengja vel undir meðaltali OECD
Árangur stúlkna er í langflestum tilvikum betri en drengja innan íslenska menntakerfisins, sé litið til niðurstaðna úr samræmdum könnunum. Árangur íslenskra drengja er í nokkrum tilvikum langt undir meðaltali OECD.
Talið að smit sé komið upp í grunnskóla Þorlákshafnar
Að minnsta kosti tveir grunnskólanemendur í Þorlákshöfn voru útsettir fyrir kórónuveirusmiti, eru komnir með einkenni og fara í sýnatöku á morgun. Nokkrir foreldrar hafa greinst með COVID-19.
Mygla í grunnskólanum á Kleppjárnsreykjum
Nokkrir nemendur grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum hafa sýnt einkenni sem mögulega má rekja til myglu. Dæmi eru um að foreldrar hafi fært börn sín í annan skóla af þeim sökum. Davíð Sigurðsson sveitarstjórnarfulltrúi í Borgarbyggð staðfestir að veruleg rakavandamál séu í skólahúsinu.
Skólahald með takmörkunum hefst strax eftir páska
Skólahald á öllum skólastigum hefst að nýju strax eftir páska, með ákveðnum takmörkunum í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu.
Fossvogsskóli flytur í Korpuskóla
Börnum í Fossvogsskóla verður frá og með þriðjudeginum kennt í húsnæði Korpuskóla. Það stendur við Bakkastaði í Grafarvogi og hefur staðið ónotað síðan í fyrravor þegar þrír skólar í hverfinu voru sameinaðir í tvo. Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir að vissulega verði langt fyrir börnin að fara í skólann, en enginn betri kostur hafi verið í stöðunni.
19.03.2021 - 16:42
Valkvæð könnunarpróf hefjast í dag
Fyrirlagning valkvæðra könnunarprófa nemenda í níunda bekk grunnskóla hefst í dag, 17. mars og stendur til 30. apríl næstkomandi. Rafræn könnunarpróf hafa verið lögð fyrir nemendur í 4., 7. og 9. bekkjum allt frá árinu 2016 en af því verður ekki þetta árið.
Borgin leitar til spítalans vegna myglu í Fossvogsskóla
Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar hefur nú leitað til Barnaspítala Hringsins um samstarf vegna heilsufars barna í Fossvogsskóla í kjölfar myglu í húsnæði skólans. Skólastjóri segir nokkuð um að foreldrar biðji um að börn þeirra séu ekki í tilteknum rýmum í skólanum. Tilkynnt hefur verið um einkenni hjá á þriðja tug barna.