Færslur: Grunnskólabörn

Klámáhorf allt að þrefalt meira hjá strákum en stelpum
Meirihluti nemenda í efstu bekkjum grunnskóla og í framhaldsskóla hefur horft á klám. Allt að þrefalt fleiri strákar en stelpur á þessum aldri hafa horft á klám og þeir eru ánægðari með áhorfið en stelpurnar.  
Sjónvarpsfrétt
Grænir frumkvöðlar framtíðar
Nemendur í þremur skólum á landsbyggðinni taka þátt í nýsköpunarkeppni, meðal annars við þróun nýrra umbúða fyrir sjávarfang. Það er hluti verkefnisins Grænir frumkvöðlar framtíðar og því er ætlað að vekja áhuga á loftslags- og umhverfismálum.
Minni drykkja unglinga skýrir aukið skírlífi
Hlufall 15 ára stúlkna hér á landi sem stundar kynlíf hefur lækkað um þriðjung frá árinu 2006. Prófessor við Háskóla Íslands telur að þetta megi ekki síst rekja til mun minni áfengisneyslu 15 ára stúlkna nú en þá. Fréttablaðið greinir frá og vísar í alþjóðlegu rannsóknina Heilsa og lífskjör skólabarna, sem lögð hefur verið fyrir íslensk börn frá árinu 2006.
22.03.2022 - 06:49
Sjónvarpsfrétt
Þúsundir losna úr sóttkví á miðnætti
Þúsundir skólabarna sem verið í sóttkví undanfarna daga snúa aftur í skóla á morgun eftir að ríkisstjórnin tilkynnti um tilslakanir á reglum um sóttkví. Afléttingaráætlun stjórnvalda verður kynnt á föstudaginn.
Skólafólk taki þátt í að ná hjarðónæmi
Nýjar reglur um sóttkví taka gildi á miðnætti þannig að fjöldi manns mun geta mætt til skóla og vinnu á morgun. Sviðsstjóri fræðslusviðs Akureyrarbæjar segir að ef hjarðónæmi eigi að nást í samfélaginu sé eðlilegt að skólafólk þátt í því eins og aðrir.
25.01.2022 - 15:52
Sjónvarpsfrétt
Gluggatjöld er erfiðasta orðið í íslensku
Börn um land allt taka nú þátt í lestrarkeppni grunnskólanna sem hófst í dag. Erfiðasta orðið í íslensku er gluggatjöld, segir drengur sem tekur þátt í keppninni þrátt fyrir að hafa aðeins búið hér á landi í fimm mánuði. Keppnin felst í því að börnin lesa setningar inn í gagnasafnið samrómur.is.
20.01.2022 - 18:53
Sjónvarpsfrétt
Brýnt fyrir börn í viðkvæmri stöðu að komast í skóla
Mennta- og barnamálaráðherra segir mikilvægt að halda skólum opnum í lengstu lög, einkum vegna barna í viðkvæmri stöðu. Stuðningur við kennara verði efldur. Daglegir samráðsfundur verða með skólastjórnendum og fulltrúum annarra sem að skólastarfi koma.
03.01.2022 - 19:37
Sjötta barnið látið eftir hoppukastalaslys í Ástralíu
Sjötta barnið er látið af völdum slyss sem varð þegar hoppukastali tókst á loft í Ástralíu fyrir þremur dögum. Slysið varð meðan á hátíðahöldum stóð við skólalok í Hillcrest grunnskólanum í Tasmaníuríki.
19.12.2021 - 06:28
Ástralía
Rannsókn stendur yfir á tildrögum hoppukastalaslyss
Rannsókn stendur nú yfir á því í Ástralíu hvort hoppukastali sem tókst á loft upp með þeim afleiðingum að fimm börn létust, hafi verið tryggilega festur niður. Búist er við að rannsóknin taki nokkurn tíma.
17.12.2021 - 01:29
Óskar eftir viðbrögðum ráðherra vegna einveruherbergja
Umboðsmaður Alþingis óskar eftir viðbrögðum mennta- og barnamálaráðherra í kjölfar heimsókna í nokkra grunnskóla nýverið þar sem könnuð var beiting svokallaða einveruherbergja. Hávær umræða skapaðist fyrir skemmstu vegna innilokunar grunnskólabarna í sérstökum rýmum vegna hegðunarvalda.
Harðari reglur um sóttkví barna hér en í nágrannalöndum
Bjarni Már Magnússon, prófessor við Háskólann í Reykjavík, segir að harðari reglur gildi um sóttkví barna hér á landi en í löndunum í kring.
Forsetafrú heimsækir skóla og mælir fyrir bólusetningu
Jill Biden eiginkona Joes Biden Bandaríkjaforseta heimsótti í dag grunnskóla í Virginíuríki með það fyrir augum að kynna og mæla með bólusetningum barna á aldrinum fimm til ellefu ára.
Fjórir af hverjum fimm krökkum hreyfa sig ekki nóg
Fjórir af hverjum fimm nemendum í 6., 8. og 10. bekk uppfylla ekki viðmið um ráðlagða daglega hreyfingu.  Þetta sýnir ný rannsókn. Strákar hreyfa sig meira en stelpur og skólaíþróttir skipta sköpum fyrir börn sem ekki eru í skipulagðri hreyfingu.
Skólahald fellt niður á Húsavík vegna smita
Skólahald í Borgarhólsskóla, grunnskólanum á Húsavík, fellur niður á morgun vegna fjölda COVID-19 smita í samfélaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skólanum. Smitin eru bæði meðal starfsfólks og nemenda, en smitrakning stendur nú yfir og verður staðan endurmetin á þriðjudag. Starfsfólk mætir því ekki til vinnu á morgun.
Covid-smit í nokkrum skólum á fyrstu dögum haustannar
Minnst ellefu COVID-19 smit hafa greinst tengt skóla- eða frístundastarfi á höfuðborgarsvæðinu síðustu vikuna. Töluvert færri fara nú í sóttkví tengt hverju smiti í skólastarfi en var í fyrri bylgjum faraldursins.
57 fyrstubekkingar í sóttkví
57 verðandi nemendur í fyrsta bekk í Hörðuvallaskóla í Kópavogi hafa verið sendir í sóttkví. Börnin höfðu mætt í sumarfrístund í skólanum á mánudag og þar hefur greinst smit, að sögn Þórunnar Jónasdóttur skólastjóra Hörðuvallaskóla. Ekki fást upplýsingar hvort að smit hafi greinst hjá nemanda eða starfsmanni.
Nemendur Stekkjaskóla hefja haustið í Vallaskóla
Skólastarf í Stekkjaskóla á Selfossi hefst í frístundaheimili við Vallaskóla á haustdögum. Skólastjórnendur beggja skóla og stjórnendur frístundar hafa undanfarna daga skipulagt kennsluna en tafir hafa orðið við framkvæmdir við húsnæði og lóð Stekkjaskóla.
Áskorun að halda úti hefðbundnu frístundastarfi
Starfsfólk í sértæku frístundastarfi fyrir börn með fatlanir er hrætt við að smita skjólstæðinga sína af COVID-19. Smit hafa komið upp á frístundaheimilum víðs vegar um borgina í þessari fjórðu og stærstu bylgju faraldursins. Haraldur Sigurðsson, framkvæmdastjóri frístundamiðstöðvarinnar Kringlumýrar, segir að erfitt sé að halda úti algerlega hefðbundnu frístundastarfi.
Ráðuneyti ógilti flutning barna milli skóla
Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur fellt úr gildi ákvörðun sveitarfélagsins Árborgar um flutning barna úr Sunnulækjarskóla á Selfossi í Stekkjarskóla.
24.07.2021 - 07:16
„Er hægt að kalla slík vinnubrögð annað en fúsk?“
Fyrirhugað er að fyrsta til þriðja bekk Fossvogsskóla verði kennt í færanlegum stofum við skólann í haust. Hins vegar verður kennslu í fjórða til sjöunda bekk haldið áfram í Korpuskóla líkt og í vor. Formaður foreldraráðs er efins um að viðgerðum á húsnæði skólans ljúki fyrir haustið 2022 líkt og ætlunin er.
02.07.2021 - 13:09
Þungt hljóð í foreldrum vegna skýrslu Eflu
Þungt hljóð er í foreldrum nemenda við Fossvogsskóla eftir að skýrsla verkfræðistofunnar Eflu var birt í gær. Í skýrslunni kemur fram að gríðarmiklar viðgerðir þurfi til að gera húsið nothæft.
01.07.2021 - 07:25
Ráðast þarf í heildarendurbætur á Fossvogsskóla
Ráðast þarf í ítarlegar heildarendurbætur á húsnæði Fossvogsskóla svo koma megi í veg fyrir raka og mygluvanda. Skipulagning næsta skólaárs er þgar hafin.
29.06.2021 - 17:36
Viðgerðum ljúki í Fossvogsskóla áður en kennsla hefst
Foreldrar barna í Fossvogsskóla eru hugsi vegna hugmynda skólastjórans um að unnt verði að hefja kennslu þar á haustdögum. Í bréfi sem foreldrafélag skólans sendi foreldrum í vikunni var greint frá efasemdum skólaráðs um að takist að ljúka viðgerðum í tíma.
„Minn hugur er með foreldrum“ vegna Fossvogsskóla
Engin kennsla verður í húsnæði Fossvogsskóla næsta vetur þar sem ráðist verður í umfangsmiklar endurbætur vegna myglu og raka í byggingum skólans. Formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar segir að hugur sinn sé hjá foreldrum vegna þess mikla róts sem hefur verið á skólastarfi barnanna.
Áætlun um framkvæmdir við Fossvogsskóla ekki tilbúin
Ekki liggur enn fyrir tímasett áætlun um framkvæmdir við Fossvogsskóla. Kennsla var flutt þaðan í Kelduskóla, sem einnig gengur undir heitinu Korpuskóli, í marslok eftir langvarandi viðureign við myglu og sveppagró.