Færslur: grundarfjörður

Kastljós
„Ég kom til Íslands og við urðum ástfangin“
„Ég er ánægður. Hér bý ég með hundunum mínum, með Mörtu. Við eigum kaffihúsið. Þetta er hamingjuríkt líf,“ segir Jan Van Haas. Hann er frá Kólumbíu, kominn af kaffibændum og rekur kaffihús á Grundarfirði ásamt konu sinni Mörtu Magnúsdóttur.
08.09.2022 - 11:46
Mikið tjón í eldsvoða í Grundarfirði
Slökkviliði Grundarfjarðar með liðsinni Slökkviliðs Snæfellsbæjar tókst í kvöld að slökkva gríðarmikinn eld sem kviknaði í verkstæðishúsi í Grundarfirði. Eldurinn kom upp á sjöunda tímanum í kvöld.
08.03.2022 - 23:54
Landinn
Aðventugluggar Grundarfjarðar
„Þetta er eitthvað sem okkur datt í hug í fyrra, í covid," segir Þuríður Gía Jóhannesdóttir hjá Grundarfjarðarbæ. Bærinn stendur núna, annað árið í röð, fyrir því að opna svokallaða aðventuglugga, einn á hverjum degi, frá fyrsta desember og til jóla.
Hópsmit á Dalvík og í Grundarfirði hefur víðtæk áhrif
Hópsmit sem komið hafa upp á Dalvík og í Grundarfirði síðustu daga hafa mikil áhrif á samfélagið. Skólar, íþróttamannvirki og sundlaugar eru lokuð á báðum stöðum. Von er á miklum fjölda í sýnatöku á Dalvík í dag.
22.11.2021 - 13:07
Landinn
Þróa karfasnakk og þaravín á meðan engir eru gestirnir
Ljósin eru slökkt, útidyrahurðin læst og salurinn tómur á veitingastaðnum Bjargarsteini í Grundarfirði. Og þannig hefur það verið um nokkra hríð - sem þó þýðir ekki að þar sé setið auðum höndum. Í bakhúsi er matreiðslumaður að brasa, hann er að búa til karfaroðssnakk.
07.03.2021 - 20:10