Færslur: Grund

Fjórir íbúar á Grund með COVID-19
Tveir íbúar í Minni-Grund, á hjúkrunarheimilinu Grund, greindust með kórónuveirusmit í vikunni og sýnir annar þeirra nokkur einkenni.
04.08.2021 - 11:07
Alls þrír smitaðir heimilismenn á Grund
Einn heimilismaður og einn starfsmaður til viðbótar greindust með kórónuveiruna á hjúkrunarheimilinu Grund á sunnudag. Áður höfðu tveir heimilismenn greinst með COVID-19. Nú eru því alls þrír heimilismenn í einangrun með veiruna. Gísli Páll Pálsson, forstjóri Grundar, segir stöðuna þó vera góða miðað við aðstæður. Allir sem hafa greinst, heimilismenn sem starfsmenn, eru einkennalausir eða með væg einkenni.
03.08.2021 - 17:00
Smit hjá starfsmanni á Grund
Starfsmaður á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Grund greind­ist með kór­ónu­veiruna í gær. Þegar eru tveir heim­il­is­menn og einn starfsmaður með veiruna.
01.08.2021 - 14:42
Smit á hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði
Starfsmaður hjúkrunarheimilisins Áss í Hveragerði hefur greinst með kórónuveirusmit. Hann var síðast í vinnu á miðvikudag, samkvæmt tilkynningu frá forstjóra Grundarheimilanna.
30.07.2021 - 09:36
Tveir íbúar smitaðir á Grund
Tveir íbúar á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund hafa greinst með kórónuveirusmit að sögn Gísla Páls Pálssonar forstjóra Grundarheimilanna.
28.07.2021 - 09:06
Starfsmaður á Grund með COVID-19
Starfsmaður á hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík greindist með COVID-19 í gær, mánudag.
20.07.2021 - 14:14
„Ótrúlegt að hafa dýrmætasta efni í heimi í höndunum“
„Ég fylltist eiginlega lotningu gagnvart bóluefninu, þetta er auðvitað dýrmætasta efni í heimi, dýrmætara en gull,“ segir Elín Björnsdóttir, hjúkrunarfræðingur og aðstoðardeildarstjóri á hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík. Hún var á meðal þeirra sem bólusettu íbúa þar gegn COVID-19 í gær. Nær allir íbúar á Grund hafa nú verið bólusettir. 
30.12.2020 - 07:15
Færri mega koma í heimsókn á hjúkrunarheimili
Fjöldi gesta til íbúa á hjúkrunarheimilum hefur verið takmarkaður og þeir eru beðnir um að dvelja ekki í sameiginlegum rýmum heimilanna eftir að landlæknir hvatti hjúkrunarheimili í gær um að endurskoða heimsóknarreglur sínar í kjölfar fjölgunar COVID-19 smita Breytingarnar taka gildi frá og með deginum í dag og og verða endurskoðaðar, þyki þörf á því.
29.07.2020 - 12:45