Færslur: gróðurhúsaáhrif

Viðtal
Davíð Helgason hyggst greiða götu loftslagsverkefna
Davíð Helgason, stofnandi leikjahugbúnaðarfyrirtækisins Unity, hefur stofnað fyrirtækið Transition Labs, ásamt Kjartani Erni Ólafssyni frumkvöðli og tæknifjárfesti. Markmiðið er að aðstoða frumkvöðla loftslagsverkefna við að gera þau að rekstrarhæfu fyrirtæki.
Hiti á Sikiley mældist yfir evrópska hitametinu
Hitastig á ítölsku eyjunni Sikiley mældist 48.8°C í dag samkvæmt yfirvöldum á eyjunni. Enn á eftir að staðreyna mælinguna en verði hún staðfest er ljóst að nýtt ítalskt og evrópskt hitamet hafi verið sett. Hitamælirinn sem nam þetta háa hitastig er staðsettur nærri Sýrakúsu, á austurströnd Sikileyjar.
11.08.2021 - 19:04
„Lungu heimsins“ losa meira kolefni en þau binda
Loftslagsbreytingar og skógareyðing hafa gert það að verkum að Amazon-regnskógurinn losar meira koltvíoxíð en hann bindur. Ný rannsókn leiðir þetta í ljós. Þessi risavaxni regnskógur þjónar mikilvægu hlutverki og bindur stóran hluta þess koltvíoxíðs sem losnar út í andrúmsloftið en nú gæti svo verið að hann hafi snúist upp í andhverfu sína.
Nautgripabú bætast við loftslagsvænan landbúnað
Um þessar mundir auglýsa Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, Skógræktin og Landgræðslan eftir fimmtán nautgripabúum til að taka þátt í verkefninu „Loftslagsvænum landbúnaði“.
5-700 sinnum meiri losun frá eldgosinu
Gasmengun frá eldgosi, álveri og jarðvarmavirkjunum herjar á viðkvæm öndunarfæri á suðvesturhorninu þessa daga. Eldgosið á Fagradalsfjalli losar fimm til sjö hundruð sinnum meira af brennisteinsdíoxíði en álverið í Straumsvík. 
Bandaríkin og Kína heita samvinnu í loftslagsmálum
Stórveldin Bandaríkin og Kína hafa lýst yfir eindregnum vilja til samvinnu, jafnt hvort við annað sem önnur ríki heims, í aðgerðum sem miða að því að draga úr hlýnun Jarðar. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu sem sérlegir erindrekar stórveldanna í loftslagsmálum, þeir Xie Zhenua og John Kerry, sendu frá sér í morgun eftir nokkra fundi sem þeir áttu í Sjanghæ í vikunni.
Minni losun vegna samdráttar í flugsamgöngum
Dregið hefur úr losun gróðurhúsalofttegunda frá hagkerfi Íslands síðustu tvö ár. Meginástæðan fyrir samdrættinum er sú að minna hefur verið um flugsamgöngur. Á milli 2018 og 2019 minnkaði losun frá flugsamgöngum um 36 prósent. 
10.03.2021 - 09:23
Telur kostnað vegna umframmengunar undir 200 milljónum
Kostnaður við uppgjör Íslands vegna mengunar umfram það sem kveðið er á um í Kýótó-samningnum, gæti numið svo litlu sem 200 milljónum króna eða minna, í stað milljarða, sem Umhverfisstofnun taldi mögulegt að íslenska ríkið þyrfti að punga út með.
Áhrif COVID-19 á magn koltvísýrings lítil
Magn koltvísýrings í andrúmsloftinu hefur ekki minnkað þrátt fyrir mikinn samdrátt í efnahagslífi heimsins, sem rekja má til kórónuveirufaraldurinsins og sóttvarnaaðgerða, og að fólk ferðist mun minna. Útblástur hefur dregist saman en það haft lítil áhrif, að sögn Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar WMO.
162 hektarar votlendis endurheimtir á tveimur árum
Árleg losun 480 tonna af koltvísýringi verður stöðvuð með endurheimt votlendis í landi Kirkjubóls í Korpudal við Önundarfjörð. Það mun vera sambærilegt magn koltvísýrings og kemur árlega frá 240 nýlegum fólksbílum.  
Ísinn á jörðinni bráðnar hraðar en áður var talið
Á innan við 30 árum hafa 28 trilljón tonn af ís horfið að yfirborði jarðar. Gervihnattamyndir af Norðurpólnum, Suðurskautinu, jöklum og fjöllum heimsins sýna að bráðnun íss getur leitt til hækkunar sjávarborðs um allt að einn metra fyrir lok aldarinnar.
Skipta malbiki út fyrir gras til að draga úr hita
Borgaryfirvöld í hollensku borginni Arnhem vinna nú að endurskipulagi borgarinnar með það í huga að draga úr áhrifum hnattrænnar hlýnunar. Meðal aðgerðanna er áætlun um að skipta 10% af malbiki í borginni út fyrir gras.
Vilja ganga lengra en alþjóðlegar skuldbindingar
Stjórnvöld hyggjast draga úr losun á gróðurhúsalofttegundum um að minnsta kosti 40% árið 2030 miðað við árið 2005 og með því ganga lengra en alþjóðlegar skuldbindingar þeirra. Uppfærð aðgerðaráætlun í loftslagsmálum var kynnt í dag. Stefnt er að því að landið verði kolefnishlutlaust árið 2040 og að lágmarki eiga 46 milljaðar að renna til stærstu verkefnanna.
Útilokað að Íslendingar standi við skuldbindingar sínar
Nú líður að því að gerð verður upp losun gróðurhúsalofttegunda fyrir Kýótótímabilið og ljóst að Íslendingar eru langt frá því að standa við skuldbindingar sínar. Kýótótímabilið líður undir lok á næsta ári og við tekur tímabil Parísarsáttmálans. Íslendingar þurfa að kaupa losunarheimildir fyrir þúsundir kílótonna af gróðurhúsalofttegundum til að hægt sé að gera upp Kýótótímabilið.
11.06.2020 - 09:00
Spegillinn
Vilja bjóða ferðamönnum hreinorkubíla
Eggert Benedikt Guðmundsson forstöðumaður Grænvangs segir að ef tækist að raforkuvæða alla bílaleigubíla myndi það flýta innleiðingu hreinorkubíla hér á landi og hafa jákvæð áhrif á ímynd Íslands. Rafvæðing allra bílaleigubíla á Íslandi er nú til skoðunar hjá aðilum í atvinnulífinu.     
Bílum fjölgar og mengun eykst
Fjöldi bíla á skrá hér á landi hefur nær tvöfaldast frá aldarmótum og heildarlosun frá bílaumferð hefur aldrei verið meiri. Umhverfisstofnun hvetur landsmenn til að draga úr notkun einkabílsins til að sporna gegn loftslagsbreytingum.
19.11.2019 - 13:08
Gæti hlýnað um 4 stig - aukin náttúruvá
Hitastig á jörðinni gæti hækkað um fjögur stig á öldinni vegna losunar gróðurhúsalofttegunda. Óvissan er meiri á Íslandi. Loftslagsbreytingar eru náttúruvá, segir í nýrri skýrslu og brýnt að huga að áhættustýringu.
Þurfum að vera skapandi og bjartsýn
Timothy Morton er einn af þekktustu fræðimönnum samtímans á sviði hugvísinda og hefur verið kallaður spámaður sem sameinar listir og vísindi. Víðsjá spjallaði við Sigrúnu Hrólfsdóttur, deildarforseta myndlistardeildar Listaháskólans, og Björn Þorsteinsson, heimspekiprófessor, um Morton, en hann flytur erindi í Safnahúsinu í dag, 2. febrúar.